#105. Einelti í bekknum
12.4.2011 | 22:43
Við þurfum ekkert að vera hissa þegar de Jager segist ætla sækja peninga skattgreiðenda sinna. Hann á að segja það og það hefðu allir sómakærir fjármálaráðherrar sagt í svona sporum. Það er pólitískt rétt að berjast fyrir sitt þjóðfélag og sína kjósendur.
Nema á Íslandi norrænu velferðarstjórnarinnar. Þar vinna allir, meira segja vinstri flokkarnir, fyrir auðvaldið. Og um fjármagseigendur er slegin skjaldborgin!
Stjórnvöld hvaðanæva úr heiminum vinna eingöngu fyrir fjármagnseigendur. Bretar og Hollendingar ætla nú að vinna saman að ná peningunum af íslensku ríkisstjórninni. Þetta minnir á gamla nýlendutímann þegar þessar þjóðir blóðsugu nýlendur sínar af auðlindum þeirra í eigin þágu. Nema við erum ekki nýlenda! Og ætlum ekki að verða það!
Talið við okkur þegar vitað er hver skuldin er og við skulum sjá til hvort við borgum! En fyrr ekki. Tilskipunin segir að tryggingasjóðurinn eigi að vera fjármagnaður af lánastofnunum sjálfum. Ekki ríkissjóði hvers aðildarríkis!
Það væri fróðlegt að heyra svar de Jager ef hann yrði spurður hvort hollenski innstæðutryggingasjóðurinn stæði undir 100% greiðslum til innstæðueigenda ef 90% hollenskra banka færu í þrot á einni og sömu vikunni! Þar af um 30% þeirra vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni á vinaþjóð í stað þess að vinna með stjórnvöldum heimaríkisins til lausnar málinu og komast að hvað væri að gerast! Hverjum myndi hann bjarga?
Og þetta er samfélagið hverrar seðlabanki hefði "bjargað" okkur þegar bankahrunið dundi yfir. Það segir Össur alla vega og blóðlangar að komast í evrópska bekkinn. Með 2 piltum (B&H) sem setja litla gaurinn (Í) í einelti og vilja nú fá skólastjórann (ESB) til að hjálpa sér. Dæmalaust rugl!
![]() |
Niðurstaðan mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#104. Notum eignir lífeyrissjóðanna í þarfir innanlands.
9.4.2011 | 11:33
Lífeyrissjóðirnir eiga eignir upp á 473 milljarða í útlöndum. Það er hægt að gera margt fyrir þessa peninga, fjármögnun þyrlukaupa er eitt, annað varðskip er annað svo einblínt sé að þarfir LHG.
Það er hins vegar kominn tími til að þessar eignir lífeyrissjóðanna skili sér heim og vinni fyrir eigendur sína með einum eða öðrum hætti hér innanlands. Ég sé ekki tilgang í því að þessar eignir sitji í útlöndum engum til góðs. Þessa erlenda eign lífeyrissjóðanna er ekkert annað en stöðutaka gegn krónunni á tímum þegar hún má ekki við því! Þessi auma ríkisstjórn á að skikka lífeyrissjóðina til að koma með þessa eign heim og vinna í hagkerfinu! Jafnvel ætti að banna lífeyrissjóðunum að fjárfesta erlendis, alla vega tímabundið!
![]() |
Lífeyrissjóðir kaupi þyrlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
#102. Þetta segir Moody´s um eigið álit!
7.4.2011 | 16:53
Moody´s getur tekið upp á því meta aðila einhliða, sendir þeim svo reikning fyrir þjónustu sem aldrei var beðið um. Ef sá hinn sami neitar að borga getur Moody´s lækkað mat sitt aðilanum til tjóns.
Síðan firrar Moody´s sig af allri ábyrgð af áliti sínu:
Moody's: CREDIT RATINGS DO NOT CONSTITUTE INVESTMENT OR FINANCIAL ADVICE, AND CREDIT RATINGS ARE NOT RECOMMENDATIONS TO PURCHASE, SELL, OR HOLD PARTICULAR SECURITIES. CREDIT RATINGS DO NOT COMMENT ON THE SUITABILITY OF AN INVESTMENT FOR ANY PARTICULAR INVESTOR. MIS ISSUES ITS CREDIT RATINGS WITH THE EXPECTATION AND UNDERSTANDING THAT EACH INVESTOR WILL MAKE ITS OWN STUDY AND EVALUATION OF EACH SECURITY THAT IS UNDER CONSIDERATION FOR PURCHASE, HOLDING, OR SALE.
"The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody's in any form or manner whatsoever."
Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.
![]() |
Segir álit Moody's engu skipta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)