101. Við getum losað gjaldeyrishöftin án Icesave-samþykktar!
7.4.2011 | 15:13
Ég endurbirti hér efnislega hluta úr færslu minni frá 29. mars sl.
Aflandskrónur bundnar í íslenskum eignum eru sagðar 465 milljarðar.
Með því að nota andvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna, 473 milljarða, er hægt að kaupa upp aflandskrónurnar óþreyjufullu og hleypa þeim úr landi. Þar með eru skuldabréf, jöklabréf, reiðufé og hvað þessar eignir nefnast nú allar, að upphæð 465 milljarðar komnar í eigu innlendra aðila, lífeyrissjóðanna, og þeir eiga samt 8 milljarða afgangs. Þessar eignir yrðu svo notaðar til að fjármagna húsnæðislánayfirfærslu upp á 315 milljarða frá bönkunum til lífeyrissjóðanna með litlum eða engum tilkostnaði.
Lífeyrissjóðirnir mundu svo innheimta þessar eignir frá lántakendum á yfirfærsluverði og færa höfuðstóla lánanna niður sem samsvarar bókfærðu virði þeirra, en hanga ekki á kröfuvirðinu eins og hundur á fiskroði, nákvæmlega eins og bankarnir eru að gera í dag. Þannig fá bankarnir fé til að lána fyrirtækjum og almenningur fær höfuðstól sinn niðurfærðan, og þar með bæði greiðslugetu og greiðsluvilja á ný. Ríkissjóður eða Seðlabanki þyrftu ekki að afla erlends gjaldeyris til að losa af gjaldeyrishöftin. Hjólin færu að snúast aftur.
465 - 315=150 milljarðar (+8 milljarðar) eru þá afgangs og við þá er margt hægt að gera!
Látum lífeyrissjóðina koma heim með peningana okkar okkur til gagns!
![]() |
Vill samþykkja Icesave og losna við höft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#100. Eru lánshæfisfyrirtækin svikamylla?
5.4.2011 | 22:45
Sífellt er í fréttum fjölmiðla klifað á einkunnum Moody´s, Standard & Poors og Fitch Ratings á lánshæfi íslenska ríkisins, og annarra ríkja, sem þessar einkunnir séu heilagur sannleikur. Mikið er vald þessara fyrirtækja ef svo er. En hver eru þessi fyrirtæki og er eitthvað opinbert eftirlit með þeim? Sé þeim flett upp á Wikipedia kemur í ljós að þetta eru bandarísk fyrirtæki að uppruna.
Moody´s var stofnað 1909 af John Moody. Það hefur nú 40% markaðshlutdeild á lánshæfismarkaðnum, hvaða markaður sem hann nú er. Hagnaður Moody´s árið 2010 var 407 milljónir dollara (46,5 milljarðar íslenskra króna á gengi SÍ).
Standard & Poors rekur sögu sína allt aftur til 1860 og er þar með elst þessara 3ja fyrirtækja. S&P var kept 1966 af McGraw-Hill fyrirtækjasamsteypunni. Tekjur S&P árið 2009 var 2,6 milljarður dollara eða 296 milljarðar íslenskra króna.
Fitch Ratings er hinsvegar yngst, var stofnað 1924 og tengdist síðar Standard & Poors.
Saman voru þau með um 94% markaðshlutdeild árið 2004.
Siðferði þessara fyrirtækja hefur verið dregið í efa. Árið 2004 kom fram í Washington Post að þessi fyrirtæki eru algjörlega sjálfala og setja sínar eigin reglur og aðferðarfræði, sem hefur leitt til misnotkunar. Moody´s til dæmis kúgaði Compuware, bandarískan hugbúnaðarframleiðanda í Detroit sem hafði greitt 225.000 dollara fyrir lánshæfismat frá Moody´s, vegna lántöku fyrirtækisins upp á 500 milljónir dollara. Innan við ári síðar sendi Moody´s reikning fyrir 5.000 dollara árgjaldi sem mundi síðan þrefaldast ef ekki yrðu gefin út skuldabréf það ár sem Moody´s þyrfti að meta. Fyrirtækið greiddi þessa 5.000 dollara 2001 og ári síðar, þrefalda þá upphæð, 15.000 dollara en fékk litla sem enga þjónustu frá Moody´s það ár.
Í sömu grein segir frá þýsku tryggingafyrirtæki, Hannover Re, sem neitaði að gerast áskrifandi að þjónustu Moody´s, sem hafði boðist til að meta fyrirtækið endurgjaldslaust. Hannover Re var þá þegar að greiða tugmilljónir til annarra matsfyrirtækja fyrir samskonar mat. Moody´s hóf engu að síður einhliða, og án aðgangs að mikilvægum trúnaðargögnum, að meta lánshæfi Hannover Re og gaf út mat sitt reglulega, um leið og það leitaði áfram eftir viðskiptum þess. Með tímanum lækkaði það lánshæfi Hannover Re þó svo að önnur matsfyrirtæki með samninga við Hannover Re, S&P og A.M. Best, gæfu því góða einkunn. Árið 2003 setti Moody´s skuldabréf Hannover Re í ruslflokk. Hluthafar fengu skituna og losuðu sig við hlutafé. Á örfáum klukkustundum lækkaði markaðsvirði fyrirtækisins um 175 milljónir dollara.
Standard & Poors hefur hagað sér eins. Lítið skólaumdæmi í Suðvesturríkjum Bandaríkjanna var komið í fjárhagsvandræði og hækkaði m.a. gjald fyrir skólamáltíðir. Það hafði keypt þjónustu af Moody´s og S&P vegn lánshæfismats. Gjaldið hjá S&P var hærra og til að spara fé var ákveðið að hætta með það. Stuttu seinna hafði S&P samband og heimtaði greiðslu upp á 5.000 dollara ella mundi fyrirtækið draga útgefið mat sitt til baka. Skólaumdæmið greiddi S&P uppsetta kröfu af ótta við að afleiðingarnar yrðu meiri ef S&P drægi mat sitt til baka.
Það skal aftur tekið fram hér að þessi grein sem vitnað er í að ofan er frá 2004 og er þriðji og síðasti hluti þriggja greina eftir Alex Klein, en hana má enn lesa og meira til á vef Washington Post hér.
Guðmundur Ásgeirsson kom með ágætar tilvitnanir í forstjóra þessara fyrirtækja á bloggi sínu 25.mars sl. sem ég hvet alla til að lesa. Í stuttu máli firra forstjórarnir sig og sín fyrirtæki af allri ábyrgð af notkun á mati þeirra til að stofna til fjárskuldbindinga eða fjárfesta í aðilum sem mat beinist að! Matið eru skoðanir fyrirtækjanna og ekkert annað og öll áskilja þau sér rétt til að draga það til baka hvenær sem er og án fyrirvara! Þessu til stuðnings bera þeir við Fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar sem fjallar um málfrelsi fyrir þá sem ekki vita. Og þar með bera þeir enga ábyrgð á orðum sínum.
Engu að síður lepja íslenskir fréttamenn þetta lánshæfismat upp frá hverjum þeim sem lætur þeim það í té gagnrýnislaust.
Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?
![]() |
Lánshæfiseinkunnir skipta máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#99. ASÍ segir ekki alla söguna.
31.3.2011 | 11:47
ASÍ talar í fréttabréfi sínu bara um gengisáhættu vegna krónunnar en minnist ekkert á gengisáhættu á milli punds og eigna þrotabús Landsbankans í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum. Allar breytingar á gengi punds gagnvart þessum gjaldmiðlum hafa áhrif á endurheimtur vegna greiðslna til Breta. Greiðslur til Hollendinga miðast við evrur og er hlutfall þeirra skuldbindinga að mestu nú þegar til staðar í þrotabúinu í evrum.
Úr greinar gerð við lagafrumvarpið: Við mat á þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave er rétt að horfa til tveggja þátta. Annars vegar er vert að skoða gengisþróun krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðlum sem eignir Landsbankans eru bundnar í. Hins vegar er mikilvægt að skoða gengisþróun evru og sterlingspunds gagnvart sömu gjaldmiðlum því að endurheimtur úr búi Landsbankans renna til afborgana af Icesave-skuldbindingunni sem er í evrum og sterlingspundum."
Þá segir einnig: "Enn fremur er rétt að gera grein fyrir þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af því að skuldbinding ríkissjóðs vegna Icesave er eingöngu í evrum og sterlingspundum en eignir bús Landsbankans eru í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum. Minnsta áhættan er tengd þróun evrunnar því að hlutfall eigna Landsbankans í evrum er svipað og hlutfall Icesave-skuldbindingarinnar í evrum. Áhættan stafar því aðallega af því ójafnvægi sem er til staðar milli skulda í sterlingspundum annars vegar og eigna Landsbankans í öðrum gjaldmiðlum hins vegar.
Lögin er að finna hér.
ASÍ segir erfitt að losa gjaldeyrishöftin ef Icesave er óuppgert. Ég tel að hægt sé að losa þau mjög auðveldlega og koma hjólunum af stað, sjá síðustu færslu hér.
Lánshæfismat Moody´s, S&P og Fitch er ábyrgðarlaust hjal þessara fyrirtækja sem má sjá hér.
Það er kominn tími til að ASÍ fari að vinna fyrir fólkið sem borgar þeim launin en ekki fjármagnseigendur.
Ég segi NEI við Icesave.
![]() |
Fréttabréf ASÍ helgað Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)