#89. Spyrjið um bónusana hans Kjartans.........

Fjölmiðlar ættu að spyrja um aukagreiðslurnar sem Kjartan fékk á árunum 2005-2009 vegna árangurstengds ágóðahlutar í afkomu SP-Fjármögnunar.  Fyrirtækis sem varð gjaldþrota í árslok 2008 undir hans stjórn vegna ólöglegra samningsskilmála.  Lauslega áætla ég þessa bónusa um 63 milljónir króna sem fengust af ólöglegum fjármálagjörningum sbr. dóm Hæstaréttar frá 16. júní.  Á árinu 2008 tapaði SP-Fjármögnun hf. 30,1 milljarði króna og í kjölfarið lagði Nýji Landsbankinn SP til nýtt hlutafé vorið 2009 með því að breyta 35 milljarða láni í 1,1 milljarðs hlutafé!  Engu að síður hækkuðu (ágóðahlutstengdar) tekjur framkvæmdastjórans á milli áranna 2007-2008 um 900.000 kr.  Árið 2009 námu árstekjurnar einungis 19 milljónum og lækkuðu um 18 milljónir á milli ára.  Miðað við dóm Hæstaréttar 16. júlí 2010 hefur afkoma félagsins verið ranglega kynnt árin á undan og þessi ágóðahlutur því óréttmætur.  Hefur framkvæmdastjórinn verið krafinn um endurgreiðslu hans?

Og nú þykir allt í lagi að rifta samningum fólks í greiðsluskjóli Umboðsmanns skuldara!  Þarna sé bara galli sem verði að leiðrétta.  Þetta er að mínu mati einfaldlega viðurstyggileg framkoma við viðskiptamenn af því það er „hola" í lögunum.  En Kjartani er að fullu í sjálfsvald sett að ákveða að gefa þessu fólki grið í ljósi hverrar stöðu það  er í.  Hann ber jú ábyrgðina af daglegum rekstri SP-Fjármögnunar,...... nema þegar SP brýtur lög.

HELVÍTIS FOKKING FOKK BARA!!!!!


mbl.is Samningum rift – fólk beðið um að skila bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#88. Opið bréf til Sigmundar Ernis

Ég sendi eftirfarandi tölvupóst til Sigmundar Ernis vegna bloggfærslu hans 19. febrúar:

Sæll Sigmundur,

Ja, öfug er forgangsröð þín segi ég nú bara.  Veistu.....ef þessi hundrað þúsund kall fyrir dómarana er móðgun við landsmenn, hvað á þá að kalla þessa ríkisstjórn sem þú styður?  Hvað á að nefna Icesave-óbermið sem þið ætlið að þröngva upp á þjóðina að ósekju?!!!  Nei, losaðu okkur við Icesave, og förum að bjarga störfum í landinu og hnýtum svo í dómaralaunin.  Þessir hundrað þúsundkallar fara þá alla vega ekki í Icesave á meðan!  Látum afborganir vegna Icesave vinna innanlands en ekki í Bretlandi eða Hollandi!

Kv,
Erlingur A. Jónsson
rlingr.blog.is

Sigmundur hefur ekki svarað.


mbl.is Viðurstyggileg móðgun við landsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#87. Til EFTA með málið!

Þessi rugldeila með gengistryggðu lánin er fyrir löngu komin á það stig að senda þarf málið til Eftirlitstofnunar EFTA sem kvörtun á framkvæmd Íslands á EES-samningnum og fá alvöruúrskurð manna sem eru ekki gegnsýrðir af efnahagsruglinu hérna heima.  Ég hef verið að undirbúa slíka kvörtun um nokkurn tíma og er hún farin að taka á sig nokkuð endanlega mynd.

Þó undrar mig alltaf jafnmikið hvers vegna lögmenn lánþega reyna ekki að beita fyrir sig ákvæðum laga um neytendalán við dómsmeðferð þessara lánasamninga.

Ég vil fyrst telja 14.gr. neytendalánslaga en þar segir:

„Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar." 

Minn skilningur er því sá að í alvöru réttarfarsríki takmarki þetta ákvæði endurheimtur lánveitanda á lánsfjárhæð geri hann mistök við útreikninga.  Sérstaklega þegar þau eru svo gróf sem raun ber vitni með gengistryggða lánasamninga.  Þess vegna er ekki hægt að endurreikna vexti og lántökukostnað afturvirkt vegna athæfis lánveitanda, sem gefur þannig hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar en kynnt er í upphafi samnings.

Einnig segir í 9. gr. sömu laga:

Þó að í lögum þessum sé kveðið á um að neytandi skuli fá upplýsingar um vexti eða fjárhæðir þar sem vextir eru meðtaldir, sbr. 6. gr., kemur það ekki í veg fyrir að aðilar geti samið um að vextir séu að nokkru eða öllu leyti breytilegir. Skal þá greint frá vöxtum eins og þeir eru á þeim tíma sem upplýsingarnar eru gefnar, tilgreint skal með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytast." 

Engin lánssamningur tilgreinir að séu ákvæði lánssamnings að einhverju leyti úrskurðuð ólögleg megi breyta samningi og endurreikna lántökukostnað afturvirkt lántaka í óhag.  Slíkt gengur þvert gegn ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins um neytendavernd.

Þá undrar mig einnig að Hæstiréttur sinni ekki rannsóknarskyldu sinni betur við meðferð þessara mála og skoði ákvæði þessara laga við dómsuppkvaðningar.  Einnig sýnist mér Hæstiréttur ekki dæma eftir nýja lagabálknum hans Árna Páls og heimila uppgjör eins og þar kemur fram.  Það er athyglisvert en segir margt um ólögin þau.

Viðbót: Í dómsuppkvaðningu máls nr. 604/2010 var reyndar tekist á um ofangreinda 14.gr. þannig að það eru dæmi um að lögmenn hafi horft til þessarar greinar.


mbl.is Segja lög um gengistryggð lán gagnslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband