#92. Álit G.Péturs á skrifum „dvergana sjö“....

G.Pétur Matthíasson skrifar færslu á bloggsíðu sína um skrif sjö lögfræðinga undanfarna daga þar sem hvatt er til höfnunar Icesave laganna.

Í greiningu hans vantar þó aðalatriðið að mínu mati.  Tryggingasjóður innistæðueigenda hefur ekki ríkisábyrgð.  Slíkur sjóður hefur ekki ríkisábyrgð í neinu ESB landi.  Slík ríkisábyrgð er heldur ekki krafa ESB sbr. tilskipanir þess um innistæðutryggingasjóði.  Því spyr ég: Hvers vegna á íslenskur almenningur nú að bera ábyrgð á gjörðum einkabanka? 

Ríkisstjórnin átti aldrei að koma að samningum um endurgreiðslu þessara umframgreiðslna Breta og Hollendinga á innistæðum á Icesave.  Slíkar viðræður áttu að fara fram við stjórn Tryggingasjóð innistæðueigenda því endurgreiðslukrafa Breta og Hollendinga er í raun á Tryggingasjóð innistæðueigenda, ekki ríkissjóð.  Og Tryggingasjóðurinn á bótakröfu á þrotabúa Landsbankans, en ekki ríkissjóð.  Málarekstur Breta og Hollendinga vegna slíkrar bótakröfu á að fara fram fyrir íslenskum dómstólum, ekki erlendum og ekki EFTA dómstól, og þar veltur á sönnunbyrði á vanrækslu Íslands við að koma á fót slíkum tryggingasjóði.  Ég vitna þar til viðtals við ritara EFTA dómstólsins í Silfri Egils sunnudaginn 6.mars.  Ef ESB tekur undir, eða samþykkir, að bótakrafa á ríkissjóð sé réttmæt er hugsanlega verið að gefa út opinn tékka á ríkissjóð heimaríkja allra fjármálastofnana á EES svæðinu sem geta þar af leiðandi hagað sér algjörlega óábyrgt eins og íslensku bankarnir gerðu fyrir hrun, og eru svo sem enn að gera eftir hrun gagnvart neytendum, því reikningurinn vegna innistæðna endi alltaf á ríkissjóði heimaríkisins hvort eð er.  Viljum við það?  Vill ESB það?

Innistæður á íslenskum bankareikningum hafa ekki ríkisábyrgð hvað sem hver segir um neyðarlögin.  Neyðarlögin hafa t.d. ekki enn verið staðfest á Alþingi.

G.Pétur talar um siðferði og vegna þess að eftirlitið var í molum berum við, íslenskur almenningur, okkar ábyrgð á íslenskum banka. Íslenskur almenningur er bara ekki samviska fjárglæframanna og það á ekki að nota ríkissjóð til að bæta misgjörðir þeirra.


#91. Opið bréf til Jóhönnu

Sæl Jóhanna,

Það er sjálfsagt tímaeyðsla að rita þér þessar línur því varla kemurðu til með að lesa þær.  Ég vil þó reyna að fá að benda þér að á að skoða dótturfyrirtæki Nýja Landsbankans, SP-Fjármögnun hf., þegar uppgjör NBI verður gert kunnugt.  SP-Fjármögnun er stýrt af manni sem keyrði það í þrot við bankahrunið.  Staðan var svo slæm að NBI þurfti að afskrifa 35,4 milljarða lán og „breyta" því í 1,1 milljarðs hlutafé.  En þetta veistu sjálfsagt allt.  Sendi þér hér að lokum yfirlit yfir ofurlaunaþróun framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar frá 2001.  Allar tölur eru teknar beint úr ársreikningum SP fyrir utan árið 2001 sem er áætluð.  Það verður forvitnilegt að sjá töluna fyrir 2010.

Ár

Árstekjur frkv.stj SP

2001

11.112.944

2002

12.042.000

2003

12.414.000

2004

13.405.000

2005

22.650.000

2006

32.644.000

2007

36.665.000

2008

37.524.000

2009

19.002.000

2010

????

Alls

197.458.944


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#90. Fleiri fá ofurlaun

Það eru ekki bara bankastjórar „stóru" bankanna sem hafa fengið ofurlaun.  Ég vil nota tækifærið og minna á 2 vikna gamla færslu mína frá 21. febrúar sl.  Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hefur fengið ofurlaun á undanförnum árum með ágóðahlut sínum af ólögmætum hagnaði af lánastarfsemi SP.  Er ekki eðlilegt að hann skili þessum ólöglega fengnu peningum?  Ég á eftir að sjá Sjálfstæðismenn ráðast á illgresið í þessum bakgarði sínum en stjórnarformaður SP var um langt árabil aðalpeningasmalari Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson.

Nú er SP-Fjármögnun hf. að fullu í eigu þjóðarinnar í gegnum Nýja Landsbankann eftir hlutafjáraukningu árið 2009 til að bjarga því frá gjaldþroti.  Nema hlutafjáraukninginn kostaði 35,4 milljarða til að búa til 1,1 milljarð í hlutafé.  Einhvern veginn flýtur þetta fyrirtæki framhjá fréttaumræðunni af fjármálabullinu.

Jóhanna gagnrýndi ofurlaunin á Facebook-síðu sinni í gær.  Hvernig væri að taka á þessu rugli þegar það á sér stað í gegnum almenningsfyrirtæki eins og að ofan greinir?  Hvenær endar þessi vitleysa?


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband