#83. Ég sætti mig ekki við þessi málalok....
6.2.2011 | 15:20
Ég hef sveiflast reglulega til í Icesave-málinu, borgum/borgum ekki. En nú er ég orðinn þeirrar skoðunar að við eigum ekki að borga, þar að auki að við getum ekki borgað, og þjóðin eigi að fá að eiga síðasta orðið um Icesave III. Þessi skoðun mín styrkist ennþá meira í dag eftir umræðu í Silfri Egils að líklega myndu Bretar og Hollendingar ekki fara dómstólaleiðina ef samningnum yrði hafnað. Hver er þá áhættan? Tryggvi Þór Herbertsson hélt því fram að lífskjör hér yrðu eitthvað lakari" en á öðrum Norðurlöndunum, og hagvöxtur yrði eitthvað lakar en þar. Þetta hefur þegar gerst og tengist Icesave ekkert sérstaklega. Þetta gerðist við hrunið 2008!
Ef einkabanki getur ríkisvætt skuldirnar sínar getur almenningur það líka með því að hætta að borga af sínum lánum. Fleiri og fleiri munu ákveða að fara þá leið því það verður engin önnur leið fær skuldugum heimilum. Almenningur á ekki að vera hamstur á hlaupahjóli skuldavélar sem það stofnaði ekki til.
Ólafur Margeirsson skrifar á vef Pressunnar í dag að Íslendingar myndu gera heiminum greiða með því að fara með Icesave fyrir dómstóla. Hann segir að alþjóðlegur þrýstingur á endurskipulag alþjóðlega fjármálaregluverksins og -kerfisins, með beina vísan í hvers konar laga- og siðferðislega blindgötu það [innskot: Icesave málið] væri komið í ef Íslendingar ættu einir að borga þennan reikning, myndi aukast stórum."
Ég held að Ólafur hafi rétt fyrir sér.
Einnig vil ég vekja athygli á stórgóðri grein Guðmundar Ásgeirssonar á bloggi sínu um óraunhæfa 7% ávöxtunarkröfu Bankasýslu ríkisins á þá eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hún fer með fyrir hönd ríkisins, sem aftur tengist útreikningum Excel reiknimeistara á greiðslugetu Íslendinga vegna Icesave. Þar hafa menn reiknað sig í niðurstöðu sem er stjórnvöldum að skapi í stað þess að horfast í augu við raunveruleikann.
Almenningur verður að taka málin í sínar hendur og hætta að greiða af lánum ef Icesave klyfjarnar verða samþykktar af forseta Íslands.
![]() |
Sætti mig við þessi málalok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#82. ...og 35 milljarðar í SP-Fjármögnun.
4.2.2011 | 00:04
Nýji Landsbankinn jók hlutafé SP-Fjármögnunar hf. á árinu 2009 upp á 1080 milljónir að nafnvirði, en kostaði bankann 35,6 milljarða í afskrifuðum lánum til þessa svikamyllu Kjartans Georgs. Hlutafjáraukningin var nauðsynleg til að bjarga fyrirtækinu sem var gjaldþrota í árslok 2008 og rekið á undanþágu FME fram á vordaga 2009. Sjá færslu mína frá 12. ágúst 2010. Ríkissjóður fjármagnaði stofnun Nýja Landsbankanns. Ríkissjóður lagði því óbeint 35 milljarða inn í SP-Fjármögnun 2009.
![]() |
Hefur sett 87 milljarða í fjármálastofnanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#81. Sleppur framkvæmdastjórinn?
20.1.2011 | 12:20
Jón Þorsteinn er þriðji annar aðilinn sem setið hefur í stjórn SP-Fjármögnunar hf. sem hefur verið handtekinn eftir bankahrun. Hinir eru Sigurjón Þ. Árnason og Ragnar Z. Guðjónsson (viðbót kl: 15:37 20.jan: Ragnar Z. var ekki handtekinn og er það leiðrétt hér með. Biðst ég afsökunar á þessari misfærslu. Hann var hinsvegar ákærður vegna Exeter málsins) . Þá hefur Elín Sigfúsdóttir sætt yfirheyrslum sérstaks saksóknara.
Hvað með framkvæmdastjóra SP, sem vélaði fé af viðskiptamönnum með ólöglegum samningskilmála gengistryggingar? Er það eigi refsivert athæfi? Hvað með uppgjör SP vegna slíkra viðskiptasamninga? Var öllum söluhagnaði alltaf skilað til lánþega?
FME sá ástæðu til að benda fjármálafyrirtækjum á með bréfi 30. ágúst 2010að skv. 1.mgr.19.gr laga um fjármálafyrirtæki ber þeim að stunda eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármagnsmarkaði. Efni bréfsins ber þess merki að fjármálafyrirtæki hafi ekki alltaf látið skuldara njóta góðs af þeim hagnaði sem myndast þegar bifreið er seld á hærra verði en matsverð hennar hljóðar á um samkvæmt uppgjöri. FME neitaði mér um afrit af svarbréfum fjármögnunarfyrirtækjanna, Avant, Íslandsbanka fjármögnunar , Lýsingar og SP-fjármögnunar hf. við fyrirspurn FME frá 9. apríl. Sú neitun er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
Á Kjartan Georg Gunnarsson eftir að sitja fyrir svörum Ólafs Þórs og hans fólks?
![]() |
Staðfestir handtökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)