#80. Svar lögmanns SP-Fjármögnunar hf.
8.1.2011 | 12:55
Það var þunnt svarið frá lögmanni SP-Fjármögnunar við fyrirspurn minni frá 29. október sem barst, eins og hann hafði lofað, 31. desember sl.
Eins og ég greindi frá hér á blogginu 29. desember heimsótti ég skrifstofur SP daginn áður til að reka á eftir svörum við fyrrgreindri fyrirspurn. Fyrirspurnin var í 8 liðum, en einungis fengust svör við 3 þeirra, og þá eingöngu að hluta til. Eini liðurinn sem svarað var að fullu var krafa mín um afsal bifreiðar sem keypt var á lánasamningi, færðum í búning kaupleigusamnings. Krafa mín hljóðaði svo:
Samningur minn er samskonar eðlis og samningur áfrýjanda; sem sagt lánssamningur færður í búning leigusamnings. Þar sem Hæstiréttur hefur kveðið á um að lánssamning hafi verið að ræða en ekki leigusamning í svona tilfelli, felur 1.gr. samningsskilmála samningsins í sér óréttmætan samningsskilmála um eignarrétt SP-Fjármögnunar á leigumun" og fer ég fram á að fá afhent afsal fyrir bifreiðinni enda sé hún með réttu mín eign.
Vinsamlegast sendið mér afsal bifreiðarinnar og umskráið hana á mitt nafn.
Svar lögmannsins við þessum lið var eftirfarandi:
Í einni af athugasemdum þínum krefst þú afsals af þeirri bifreið sem samningssamband okkar snýr að og vísar því til stuðnings í dóm Hæstaréttar nr. 92/2010. SP-Fjármögnun hf. er ósammála þeirri túlkun sem þú leggur í orð Hæstaréttar og lítur svo á að þar sé verið að líta til þess að um sé að ræða tilvísun Hæstaréttar í að um sé að ræða lánssamning búning leigusamnings í skilningi vaxtalaga sem leiðir af sér heimfærslu þeirra samninga sem um ræðir undir þá vaxtalögin og þannig að þeirri niðurstöðu sem rétturinn kemst að á grundvelli greinargerðar með þeim lögum. Kröfu þinni um afsal á bifreiðinni er því hafnað."
Ég verð að segja að tormeltari texta hef ég ekki lesið í langan tíma. Þetta er algjör þvæla.
Hæstiréttur sagði í dómi sínum í máli 92/2010 þ.16. júní 2010:
Auk þessa yrði að gæta að því að Ó hefði ekki leitað eftir því að taka á leigu bifreið frá S heldur valið bifreiðina og samið um kaup hennar án þess að S kæmi þar nærri. Varð því að líta svo á að S hefði í raun veitt Ó lán til kaupa á bifreið, sem S hefði kosið í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings. Var því lagt til grundvallar að um lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu hefði verið að ræða."
SP veitti Óskari Sindra lán til bifreiðakaupa sem Óskar Sindri valdi. Eignarhald SP á slíkri bifreið var tiltekið í samningi aðila í millum á grundvelli þess að samningurinn væri leigusamningur en ekki lánssamningur eins og Hæstiréttur úrskurðaði að væri réttmæt samningsstaða. Þess vegna er eðlilegt að SP sé ekki eigandi bílsins á samningstíma heldur sé það neytandinn sem sótti um lán til bifreiðakaupa.
Að því ég best veit er minn samningur að öllu leyti sambærilegur við samning Óskars Sindra í máli 92/2010.
SP kom almennt ekki að samningsviðræðum aðila um bifreiðakaup þó að umrædd bifreið væri með áhvílandi láni frá SP. Umráðamaður og/eða bílasali sömdu beint við kaupanda um söluverð. Það var síðan SP að samþykkja kaupanda sem nýjan lántaka.
Ég mun líklega þurfa kæta lögmanninn með heimsókn á skrifstofu hans í fyrirséðri framtíð.
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#79. Lögmaðurinn ætlaði að henda mér út!
29.12.2010 | 18:50
29. október sl. sendi ég SP-Fjármögnun hf. bréf hvar ég óskaði þeirra rökstuðnings um lagaheimildir vegna endurútreikninga bílasamnings míns við fyrirtækið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og loforð ráðins lögmanns fyrirtækisins, Reynis Loga Ólafssonar, hefur ekkert svar borist. Ég lagði því leið mína í Sigtúnið í gær 28. desember til að leita upplýsinga um stöðu fyrirspurnarinnar. Eftir að hafa bankað á dyr lögmannsins var mér boðið inn og til sætis. Inntur skýringa á þessum drætti hófst venjulegt væl lögmannsins um vinnuálag, síðan fjarveru vegna veikinda og meiðsla og að lokum viðurkenndi hann að ekkert væri búið að gera í málinu annað en að biðja um upplýsingar frá bakvinnslu fyrirtækisins. Hann var þó ófáanlegur til að athuga hvers vegna upplýsingarnar höfðu ekki borist honum né athuga stöðu þeirra. Ég tjáði honum að ég væri í fríi þann daginn og gæti setið til lokunar opnunartíma ef því væri að skipta á meðan hann inni í mínu erindi. Til að gera langa sögu stutta sagðist lögmaðurinn ekki hafa tíma til að sinna mér og mínu erindi þann daginn og sagði mér að fara út af skrifstofu sinni. Þegar ég neitaði og sagðist ekki fara út sjálfviljugur hótaði hann að henda mér út sjálfur enda væri hann fullfær um það. Þegar ég sagði honum það velkomið hótaði hann að hringja á lögregluna. Lögmaður SP var sem sagt tilbúinn að láta henda viðskiptamanni út sem var í lögmætum erindagjörðum á skrifstofu hans vegna viðskiptasambands.
Aðspurður neitaði hann að hafa verið að bíða eftir gildistöku lagafrumvarps um gengistryggð lán til að geta svarað fyrirspurninni. Engu að síður vísaði hann í lögin og sagði þau svara sumum atriðum fyrirspurnarinnar!
Eftir enn eitt loforð lögmannsins um svar vegna minnar fyrirspurnar fyrir 31. desember 2010 yfirgaf ég skrifstofur SP. Við sjáum hvort að staðið verður við nýjasta loforðið.
Mér þykir þessi afstaða lögmannsins miður, því fram til þessa hef ég átt málefnaleg samskipti við hann og talið hann mann að meiri. En nú hefur hann fengið þau vopn í hendurnar sem hann þurfti til að halda áfram að kúga viðskiptamenn SP-fjármögnunar hf.
![]() |
Lög um gengisbundin lán taka gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt 2.1.2011 kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#78. Lífeyrissjóðir sitja á rökstólum....
29.11.2010 | 15:50
![]() |
Lífeyrissjóðir fara yfir tillögurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)