#68. Byrjum þá á SP-Fjármögnun hf.

Ef þetta frumvarp Guðlaugs Þórs verður að veruleika vil ég leggja til að byrjað verði á SP-Fjármögnun hf.  Það fyrirtæki var gjaldþrota í lok árs 2008 og hefði átt að loka því þá.  Fjármálaeftilitinu barst tilkynning frá stjórnendum SP þessa efnis 19.desember 2008.  Fyrirtækið hélt þó áfram rekstri og ólögmætum vörslusviptingum undir verndarvæng FME þar til það var endurfjármagnað vorið 2009.  Sú endurfjármögnun fór þannig fram að Landsbankinn breytti 35 milljarða láni til fyrirtækisins í hlutafé upp á 1 milljarð.  Ég ritaði færslu um þetta í ágúst sl. Sjá hér.  Og enn situr hann sem fastast, framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi, Kjartan Georg Gunnarsson.  Stjórn Landsbankans, eigenda SP-Fjármögnunar hf., virðist ekki telja þörf á að hann sæki sér nýtt umboð til að stýra dótturfélagi þess, SP-Fjármögnun hf. á  sama hátt og bankinn lét framkvæmdastjóra sína gera nýlega, þrátt fyrir að hafa keyrt fyrirtækið í þrot í árslok 2008, og svikið viðskiptavini þess um árabil með ólöglegum viðskiptasamningum og vörslusviptingum. Hvorki Anna Bjarney Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Landsbankans og stjórnarformaður SP-Fjármögnunar hf. né Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrum framkvæmdastóri Fjármálasviðs og stjórnarmaður eru þar í hópi nýráðinna.  Ekki veit ég hvort þau starfa áfram innan Landsbankans.

Til hamingju með framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar hf., Steinþór Pálsson!  Megi hann sitja sem lengst!


mbl.is Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja lögð til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#67. Er þá ekki skítalykt af Iceland Express?

Ef Matthíasi Imsland finnst loft í Icelandair er þá ekki skítalykt af Iceland Express? Alla vega fylgir skítaslóðin eiganda þess um allt í gegnum loftbóluviðskipti hans. Á heimasíðu Iceland Express er félagið sagt í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs. Það félag er ekki skráð í ársreikningaskrá RSK, en þar er hins vegar Fengur ehf fjárfestingarfélag, sem er líklega hinn skráði eigandi Iceland Express, sem vísað er til á heimasíðunni. Það félag hefur ekki skilað ársreikningi frá stofnun félagsins 2006. Ég held að forstjóri ferðskrifstofunnar Iceland Express ætti að líta sér nær.
mbl.is Icelandair fullt af lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#66. Almenningur einn mun axla ábyrgðina og byrðarnar af hruninu.

Að mínu mati er útséð að nokkur muni verða láta sæta ábyrgð af axarsköftum síðustu ára nema almenningur! Það mun enginn fá á sig dóm vegna þessa, hvorki bankastjórar eða ráðamenn. Aðeins almenningur verður dæmdur, og sá dómur hefur þegar gengið í Hæstarétti. Þetta er auma "lýðræðið" sem við búum við!
mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband