#68. Byrjum þá á SP-Fjármögnun hf.
7.10.2010 | 14:31
Ef þetta frumvarp Guðlaugs Þórs verður að veruleika vil ég leggja til að byrjað verði á SP-Fjármögnun hf. Það fyrirtæki var gjaldþrota í lok árs 2008 og hefði átt að loka því þá. Fjármálaeftilitinu barst tilkynning frá stjórnendum SP þessa efnis 19.desember 2008. Fyrirtækið hélt þó áfram rekstri og ólögmætum vörslusviptingum undir verndarvæng FME þar til það var endurfjármagnað vorið 2009. Sú endurfjármögnun fór þannig fram að Landsbankinn breytti 35 milljarða láni til fyrirtækisins í hlutafé upp á 1 milljarð. Ég ritaði færslu um þetta í ágúst sl. Sjá hér. Og enn situr hann sem fastast, framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi, Kjartan Georg Gunnarsson. Stjórn Landsbankans, eigenda SP-Fjármögnunar hf., virðist ekki telja þörf á að hann sæki sér nýtt umboð til að stýra dótturfélagi þess, SP-Fjármögnun hf. á sama hátt og bankinn lét framkvæmdastjóra sína gera nýlega, þrátt fyrir að hafa keyrt fyrirtækið í þrot í árslok 2008, og svikið viðskiptavini þess um árabil með ólöglegum viðskiptasamningum og vörslusviptingum. Hvorki Anna Bjarney Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Landsbankans og stjórnarformaður SP-Fjármögnunar hf. né Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrum framkvæmdastóri Fjármálasviðs og stjórnarmaður eru þar í hópi nýráðinna. Ekki veit ég hvort þau starfa áfram innan Landsbankans.
Til hamingju með framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar hf., Steinþór Pálsson! Megi hann sitja sem lengst!
![]() |
Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja lögð til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#67. Er þá ekki skítalykt af Iceland Express?
22.9.2010 | 13:42
![]() |
Icelandair fullt af lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#66. Almenningur einn mun axla ábyrgðina og byrðarnar af hruninu.
22.9.2010 | 00:23
![]() |
Efins um stuðning við ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)