#56. Original copies.....

Gæði falsaðra merkjavara eru æði misjöfn og þess vegna er það ekki alltaf neytendum í hag að kaupa slíka vöru.  Rétt er það að verðið er lægra en gæðin eru ekki endilega þau sömu, sérstaklega ef um einhverskonar tækjavöru er að ræða.  Líftíminn getur verið vikur eða nokkrir mánuðir hið mesta.

Það er ekki að ástæðulausu að myndin með fréttinni er af úri.  Úr, sólgleraugu og handtöskur eru sennilega algengasta merkjavaran sem fólk kaupir af götusölum eftir mikið prútt.  Íþróttafatnaður er líka ofarlega á blaði.  Á götumörkuðum í Asíu og Mið-Austurlöndum er krökkt af slíkum götusölum.  „Watches, watches, you want watches?  Rolex, Bleitling, Cartier, Tag Hauar, Omega" eru boðin með sérkennilegum enskum framburði.  Boðin eru endalaus og þegar spurt er hvort þetta sé „original" er svarið iðulega:  „Yes, yes, original copy!"  Eigi þeir ekki vöruna sem spurt er um hlaupa þeir til vinar síns handan við hornið og fá hana hjá honum.

Viðhorf skýrsluhöfundanna er samt athyglisvert þar sem hún er fjármögnuð af Evrópusambandinu.  Það er án vafa rétt að þeir sem kaupa eftirlíkingar munu sennilega ekki kaupa merkjavöruna, nema í algjörum undantekningartilvikum.  Og óneitanlega er slík vara mun ódýrari en merkjavaran.  En munum við sjá búðir í Evrópu selja eftirlíkingar óáreittar við hliðina á merkjavörubúðum?  Og hvernig munu slíkar búðir standa að þjónustu við slíka vöru, sérstaklega ef einhverskonar gangverk er hluti af eiginleikum vörunnar?

Á endanum skal samt hafa í huga að þú færð það sem þú borgar fyrir.


mbl.is Í lagi að kaupa eftirlíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#55. Hvað með dótturfélagið, SP-Fjármögnun hf.?

Nú þegar bankastjóri og bankaráð Landsbankans hefur sagt öllum framkvæmdastjórum sínum upp störfum, til að sækja sér nýtt og óskorað umboð til áframhaldandi starfa, er eðlilegt að beina sjónum að dótturfélögum Landsbankans, sem sum voru rekin í þrot.  Eitt þeirra er SP-Fjármögnun hf.

Að því ég best veit er stjórnarformaður SP-Fjármögnunar hf. þegar þetta er ritað er fullltrúi Landsbankans Anna Bjarney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Landsbankans.  Ennfremur situr í stjórn SP-Fjármögnunar hf. Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastóri Fjármálasviðs.  Þetta ágæta fólk þarf nú að sækja sér nýtt umboð til áframhaldandi starfa innan Landsbankans.

En hvað með  dótturfélögin?  Er ekki eðlilegt að spyrja hvort sama eigi ekki að gilda um dótturfélag Landsbankans, SP-Fjármögnun hf.?  Ætti framkvæmdastjóri þess ekki einnig að þurfa sækja sér nýtt og óskorað umboð? Frá stofnun SP-Fjármögnunar hf. árið 1995, hefur setið við stýrið Kjartan Georg Gunnarsson.  Hann hefur á síðustu árum fengið greiddan ágóðahlut af ávinningi félagsins af starfseminni, starfsemi sem hefur að stórum hluta til verið dæmd ólögleg af Hæstarétti.  Er eðlilegt að hann þurfi ekki að sækja sér nýtt umboð eftir að hafa rekið SP-Fjármögnun hf. í þrot með ólöglegri lánastarfsemi eins og dæmi sanna?  Fyrirtæki og einstaklingar hafa verið dregnir fyrir dómstóla og keyrðir í þrot á röngum forsendum.  Fyrirtækið hefur framkvæmt ólöglegar vörslusviptingar, á bifreiðum og vinnuvélum, iðulega í samningi nefndir leigumunir af SP-Fjármögnun, vegna meintra vanskila á ólöglegum lánum vegna slíkra kaupa eða leigu.  Þessar aðfarir hafa yfirleitt verið framkvæmdir án atbeina sýslumanns.  Slíkar vörslusviptingar án dóms og laga eru ólöglegar að mati talsmanns neytenda.  Er ekki eðlilegt að framkvæmdastjórinn verði látinn axla ábyrgð af svona rekstri?

Mér er sagt að framkvæmdastjórinn hafi verið duglegur að bjóða í lax eftir hrun, eins og ekkert hrun hafi orðið.  Ef þetta reynist rétt hvaða leikaraskapur er þarna á ferðinni í fyrirtæki í eigu almennings, í gegnum Landsbankann hinn nýja, sem tapaði 30 milljörðum árið 2008???  Hverjir hafa farið í laxveiðiferðir í boði SP-Fjármögnunar hf. eftir hrun? Og til hvers?  Fyrirtækið var ógjaldfært í árslok 2008 eins og kemur fram í ársreikningi þess fyrir það ár.

Treystir bankastjóri og bankaráð Landsbankans framkvæmdastjóranum Kjartani Georg Gunnarssyni til að stýra dótturfélagi sínu, SP-Fjármögnun hf., áfram óskorað í umboði bankans?


mbl.is Landsbankinn auglýsir eftir framkvæmdastjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#54. Bónusgreiðslur framkvæmdastjóra SP

 

Í ársreikningi SP-Fjármögnunar hf. árið 2007 kemur fram að félagið hefur gert samning við framkvæmdastjóra um ágóðahlut sem ávinnst með ákveðnum skilyrðum á tilteknu tímabili.  Ekki kemur fram hvenær samningurinn var gerður en fékk framkvæmdastjóri  fyrirtækisins ágóðahlut sinn greiddan að fullu fyrir það ár.  Námu heildargreiðslur til framkvæmdastjórans árið 2007 36,7 milljónum króna.  Í töflunni hér að neðan hef ég tekið saman sambærilegar upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækisins fyrir árin 2001-2008.  Hafa þarf í huga að laun og þóknanir stjórnar og framkvæmdastjóra, sem og skipting launagjalda fyrir árið 2001 er áætluð með hliðsjón af ársreikningi fyrir árið 2002 þar sem samsvarandi upplýsingar var ekki að finna í ársreikningi 2001.

 

Árstekjur frkv.stj

Hlutfall af launagjöldum

Alls laun og þóknanir til stjórnar og frkv.stj

Hlutfall af launagjöldum

Alls laun og launatengd gjöld

2001

11.112.944

14,35%

13.985.483

18,06%

77.439.000

2002

12.042.000

14,35%

15.157.000

18,06%

83.913.000

2003

12.414.000

13,46%

16.374.000

17,76%

92.220.000

2004

13.405.000

12,02%

17.965.000

16,11%

111.494.000

2005

22.650.000

11,93%

27.990.000

14,74%

189.931.000

2006

32.644.000

12,37%

38.044.000

14,42%

263.795.000

2007

36.665.000

11,53%

44.065.000

13,86%

318.006.000

2008

37.524.000

10,92%

45.884.000

13,36%

343.540.000

 

Borið saman við útlánaaukningu fyrir sama árabil sést að greinileg tenging er á milli útlána aukningar og árstekna framkvæmdastjórans.

 

Útlán og kröfur í krónum

Hlutfall einstaklinga af lántakendum

2001

9.419.130.741

42,70%

2002

8.642.725.112

43,50%

2003

10.621.429.401

43,60%

2004

14.231.653.000

51,90%

2005

21.822.288.000

51,60%

2006

37.118.315.000

61,50%

2007

47.682.860.000

49,70%

2008

58.026.832.000

47,80%

Á árinu 2008 tapaði  SP-Fjármögnun hf. 30,1 milljarði króna.  Engu að síður hækka ágóða hlutstengdar tekjur framkvæmdastjórans á milli ára um 900.000 kr.

Kjartan Georg Gunnarsson framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hf.SP-Fjármögnun hf. er að fullu í eigu Nýja Landsbankans en var við bankahrun að 51% eignarhlut í eigu Landsbankans hins gamla.  Ágóðahlutur framkvæmdastjórans er að hluta til kominn vegna ólöglegra gengistryggðra lána fyrirtækisins.  Er eðlilegt að slíkir samningar standi óhaggaðir?  Er eðlilegt að framkvæmdastjórinn haldi ágóðahlut reiknuðum af ólöglegum samningum? Er slíkur ágóðahlutur réttmætur?

Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hf. er Kjartan Georg Gunnarsson. 

 


mbl.is Kaupaukasamningum rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband