#47. Tilkynningar SP-Fjármögnunar hf. til FME
9.8.2010 | 00:03
Í bloggfærslu þann 6.ágúst skýrði ég frá svörum Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurnum mínum vegna starfsleyfis SP-Fjármögnunar.
Til að styðja mínar fullyrðingar í þeirri færslu set ég hér inn færslu með tenglum á gögnin sem Fjármálaeftiritið sendi mér. Gagnanna var aflað með með vísan til 3.gr. og 10.gr. upplýsingalaga og eru því opinber gögn aðgengileg almenningi sé eftir því leitað. Mér er ekki kunnugt um að einstaklingum sé óheimilt að að birta gögn sem aflað er með vísan til þessara laga og birti því eftirfarandi tengla:
- Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja í febrúar 2003
- Tilkynning SP til FME í maí 2003
- Tilkynning SP til FME í júlí 2004
- Tilkynning SP til FME í janúar 2005
- Tilkynning SP til FME í júlí 2005
- Tilkynning SP til FME í janúar 2006
Dreifibréfið er sent til fjármálafyrirtækjanna heilum 2 mánuðum eftir gildistöku laganna.
Skjölin er ennfremur að finna hér á bloggsíðunni undir Tenglar/Skjöl.
Einhverra hluta vegna virðist SP-Fjármögnun hf. allt leyfilegt í eftirlitsskyldri starfsemi sinni án þess að í taumana sé tekið af ráðamönnum í virki FME á Suðurlandsbrautinni. Ég segi virki vegna þess að þangað fer enginn inn nema skrá sig hjá vaktmanni í stigahúsi á fyrstu hæð og fá gestakort. Gildir einu þótt erindið sé einungis inn í afgreiðsluna, enda er hún læst og þarf að hringja dyrabjöllu til að komast þangað inn, eftir að nafnið hefur verið tekið niður og skrásett á jarðhæð stigahússins og síðan ferðast í lyftu upp á 4.hæð. Ég hef aldrei vitað aðrar eins kröfur til að komast inn í afgreiðslu neins fyrirtækis, hvað þá opinbers.
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þann 3. ágúst sl. fékk ég svar frá Fjármálaeftirlitinu vegna fyrirspurnar minnar þ. 26. júní sl. vegna starfsleyfis SP-Fjármögnunar. Í fyrirspurninni setti ég fram 4 spurningar, þar af eina í 2 liðum, um upplýsingagjöf SP-Fjármögnunar hf. til Fjármálaeftirilitsins í kjölfar setningar laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Spurningarnar og svörin eru eftirfarandi:
1. Vísað er til setningu laga nr. 161/2002. Undirritaður óskar eftir að fá upplýsingar um hvort SP-Fjármögnun hf. hafi á sínum tíma sent FME tilkynningu um starfsemi sína eins og fyrirtækinu bara að gera innan sex mánaða frá setningu laganna 1. janúar 2003, sbr. 2. og 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis I?
Svar: Þann 28. febrúar 2003 sendi Fjármálaeftirlitið starfandi viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánastofnunum öðrum en viðskiptabönkum og sparisjóðum, þ.á m. SP-Fjármögnun hf., rafeyrisfyrirtækjum, verðbréfafyrirtækjum og verðbréfamiðlunum dreifibréf meðal annars þess efnis að þau skyldu innan sex mánaða eða fyrir 1. júlí 2003 tilkynna Fjármálaeftirlitinu hvaða starfsemi samkvæmt 3. gr. og IV. kafla laga nr. 161/2003 um fjármálafyrirtækja (ffl.) þau stunduðu við gildistöku laganna, sbr. ákvæði til bráðabirgða I í lögunum. Dreifibréfinu fylgdi eyðublað sem fyrirtækjunum bar að fylla út. Sjá meðfylgjandi skjöl í viðhengi við tölvubréfið.
2. Ef svarið við spurningu 1. er nei og engar upplýsingar komu frá SP-Fjármögnun hf. að fyrra bragði, er óskað svara FME hvort, og þá hvenær, stofnunin fór fram á upplýsingar frá fyrirtækinu á ásættanlegu formi um hvað starfsemi það stundaði við útgáfu laganna, eins og bar að gera innan sex mánaða frá setningu þeirra?
Svar: Vísast til svars Fjármálaeftirlitsins við fyrstu fyrirspurn yðar.
3. Ef svarið við spurningu 2. er já, fékk FME svör frá SP-Fjármögnun hf. við erindum sínum og þá hvenær slík svör bárust?
Svar: SP-Fjármögnun hf. tilkynnti Fjármálaeftirlitinu hvaða starfsemi samkvæmt 3. gr. og IV. kafla ffl. það stundaði við gildistöku laganna með útfylltu eyðublaði, dags. 5. maí 2003, sem barst stofnuninni þann 6. maí sama ár. Sjá meðfylgjandi skjal í viðhengi við tölvubréfið.
4. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um hvort SP-Fjármögnun hf. hafi einhvern tímann á tímabilinu 2002-2010:
a. Óskað eftir breytingu á starfsleyfi sínu til að hefja nýja starfsemi?
Svar: SP-Fjármögnun hf. óskaði ekki eftir breytingu á starfsleyfi sínu eða auknum starfsheimildum á árunum 2002-2010.
b. Verið hafnað breytingu á starfsleyfi sínu í framhaldi beiðnar um slíkt vegna nýrrar starfsemi?
Svar: Vísast til svars Fjármálaeftirlitsins við a-lið fjórðu fyrirspurnar yðar.
Einnig var óskað afrita af öllum upplýsingum sem SP-Fjármögnun hf. sendi FME á árunum 2001-2008 til að útlista hvaða starfsemi fyrirtækið stundaði á nefndu árabili.
Á árabilinu 2003-2006 sendi SP-Fjármögnun hf. 5 tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins um starfsleyfiskylda starfsemi sína. Aðrar tilkynningar um starfsemina voru ekki sendar Fjármálaeftirlitinu. Við skoðun þeirra gagna sést að SP-Fjármögnun hf . tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki að það stundaði viðskipti fyrir eigin reikning með erlendan gjaldeyri, framvirka samninga eða gengisbundin bréf. Þó sýna ársreikningar félagsins skýrt að félagið stundaði viðskipti með erlendan gjaldeyri og framvirka gjaldmiðlasamninga í stórum stíl. Eins og við vitum var helsta afurð fyrirtækisins gengistryggðir lánasamningar sem í mínum huga eru ekkert annað en gengisbundin viðskiptabréf. Undir tilkynningarnar skrifar Pétur Gunnarsson, bróðir Kjartans Georgs Gunnarssonar framkvæmdastjóra.
Í viðurlagakafla laga nr. 161/2002 segir í 110. gr. um stjórnvaldssektir:
Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
2. 8. gr. um tilkynningar um breytingar á áður skráðum upplýsingum um fjármálafyrirtæki,......
Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar.
Þá segir í 112. gr. b. Sektir eða fangelsi:
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,"
Ég hef í kjölfar ofangreindrar fyrirspurnar sent Fjármálaeftirlitinu eftirfarandi spurningu:
Þar sem fjármálafyrirtækjum var gert skylt frá 1.janúar 2003, með setningu laga nr. 161/2002, að tilkynna FME ef það ætlaði að hefja nýja starfsemi, og SP-Fjármögnun hf. hefur ekki tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að það stundi viðskipti með ofangreindar fjármálaafurðir, má þá ekki líta svo á að SP-Fjármögnun hf. hafi gerst brotlegt við bráðabirgðaákvæði I með því að stunda starfsemi sbr. 7. lið b-d, sem það:
a. segist ekki stunda sbr. afrit af eyðublöðum 2 þar að lútandi, og
b. hóf að stunda eða stundaði án lögbundinnar tilkynningar til FME?
Ég vænti þess að nokkur tími líði þar til Fjármálaeftirlitið svari þessari spurningu efnislega en ég mun greina frá svarinu hér á blogginu þegar það berst.
![]() |
SP-Fjármögnun braut lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
#45. Öðlingurinn hann Kjartan Georg
6.8.2010 | 11:10
Þykist Kjartan Georg Gunnarsson nú vera hugsa um hag lántaka? Ónei, þetta snýst ekki um hag lántaka. Þetta snýst um hag SP-Fjármögnunar og hugsanlega hans eigin. Það er klárlega hægt að tryggja sig fyrir að bílnum sé stolið í sumarleyfinu. Það er hægt að tryggja sig fyrir öllu ef maður er tilbúinn að borga fyrir það.
SP-Fjármögnun hefur stundað ólöglega starfsemi undir stjórn Kjartans Georgs um árabil. Viðskiptamenn þess hafa verið sviknir og prettaðir um árabil og fyrirtækið hefur haft af þeim fé sem þeir nú neita að greiða til baka. SP, undir stjórn Kjartans Georgs, hóf að bjóða gengistryggð bílalán/myndtkörfulán til bílakaupa árið 1998, þremur árum áður en lög um vexti og verðtryggingu bönnuðu það svo skýrt.
Þó eru uppi þau álit að gengistryggð lán hafi í raun aldrei verið lögleg eins og sjá má í dómi Hæstaréttar nr.92/2010 frá 16.júní. Þar segir einfaldlega: Frá 1960 hafi þetta [innsk EAJ: að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla] almennt verið óheimilt og hafi sú regla verið tekin upp í lög nr. 13/1979, en þó þannig að beita hafi mátt í þessu skyni sérstökum gengisvísitölum, sem Seðlabanki Íslands hafi birt, og hafi það verið liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma." Mér er ekki kunnugt um hvort SP notaði slíka gengisvísitölu á árunum 1998-2001.
Fyrirtækið og Kjartan Georg Gunnarsson hefur skapað viðskiptamönnum þess fjárhagstjón sem aldrei fæst bætt. Á meðan hefur Kjartan fengið greiddan árangurstengdan ágóðahlut sbr. bls. 20 í ársreikningi SP frá 2007. Ágóðahlut sem fékkst af ólöglegum fjármálagjörningum og hann á þess vegna að endurgreiða. Kjartan Georg hefur sýnt viðskiptamönnum SP-Fjármögnunar hf. ókurteisi og vanvirðingu og gerir enga breytingu þar á. Ég hef reynt frá 15.júlí að fá Kjartan Georg til að staðfesta fullyrðingu Tryggva Þórs Herbertssonar um að afskriftir Nýja Landsbankans hafi gengið til SP-Fjármögnunar við endurfjármögnun fyrirtækisins, eftir að Tryggivi Þór hvatti mig til að leita staðfestingar hjá SP. Kjartan hefur engu svarað, ekki stakt orð, ekki einu sinni að hann neiti að svara fyrirspurninni.
Nú situr Kjartan í skjóli Nýja Landsbankans, sem aftur er kominn í fang ríkissjóðs, og viðheldur fjársvikum á þegna landsins og ríkisstjórnin gerir ekki neitt. Út með þennan mann!
PS: Öll sjónarmið hér að ofan eru mínar persónulegar skoðanir birtar sbr. 73.gr.sjórnarskrár.
![]() |
Óheimilt að fara með bílana úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt 29.8.2010 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)