#241. Ólæsir?

Makalaus yfirlýsing frá Landssambandi lífeyrissjóða að núvirðingarprósenta sé ekki sama og raunávöxtun. Eins og ég hef bent á áður vinna fréttamenn mbl.is fréttir með því að apa upp texta úr yfirlýsingum fyrirtækja og spyrja engra spurninga tli frekari upplýsingar. Svona yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á að Landssamband lífeyrissjóða útskýri fyrir ólærðum hver munurinn er á núvirðingarprósentu og raunávöxtun.

Það er nefnilega svo að reglugerð nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, tiltekur sérstaklega að við núvirðisreikning væntanlegs lífeyris og framtíðariðgjalda skuli miða við 3,5% vaxtaviðmiðun umfram vísitölu neysluverðs. (19.gr.) Ég skil þetta svo að um raunávöxtun sé að ræða, því öll ávöxtun umfram vísitölu neysluverðs er raunávöxtun, og ef lífeyrissjóður ætlar að standa við skuldbindingar sínar skv. núvirðisreikningi hlýtur hann að þurfa að fá sömu raunávöxtun og notuð er við þann útreikning.  Ennfremur tiltekur 20.gr. sömu reglugerðar að við núvirðingu verðtryggðra verðbréfa með föstum tekjum skuli miðað við 3,5% raunávöxtunarkröfu. Ekki flókið hélt ég.

Yfirlýsing landssambandsins er því ekki bara villandi heldur beinlínis röng. Ef sá aðili sem hana samdi er í ábyrgðarstöðu hjá lífeyrissjóði, eða sjóðum, á hann að segja af sér hið snarasta.


mbl.is Núvirðingarprósenta er ekki ávöxtunarkrafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#240. Uppfæra þarf vefumsjónarkerfin

Þegar þetta er ritað kl. 17:00 er síða Sögusetursins, njala.is ekki virk. Uppfletting á afriti af vefnum á vefafritunarvélinni web.archive.org, virðist benda til þess að síðan keyri á gamalli útgáfu af Wordpress vefumsjónarkerfinu, jafnvel allt að 4 ára gamalli.

Það er eitt að setja upp vefsíðu, og annað að halda henni við, og þeim grunni sem hún keyrir á. Þetta er þó alltaf nauðsynlegt og stundum er minna mál en menn halda að uppfæra í nýjustu útgáfur vefumsjónarkerfa. Þó getur líka nokkur kostnaður verið fylgjandi uppfærslum, sérstaklega ef miklar breytingar hafa átt sér stað í vefumsjónarkerfinu, eða ef uppfærslur hafa ekki verið gerðar reglulega. Þá getur þurft að uppfæra/lagfæra útlit vefsins, sem og ýmsar viðbætur sem notaðar eru til að auka virkni svona kerfa.

En fyrst og fremst er þó nauðsynlegt að umsjónarmaður vefs hafi einhverja smá hugmynd um nauðsyn uppfærslna og sjái til þess að þær séu framkvæmdar reglulega. Með því er hægt að minnka hættu á að óprúttnir aðilar skemmi vefsíður eins og Sögusetrið hefur lent í.


mbl.is Ríki íslams á njala.is?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#239. Temps-á?

Er nú farið að "íslenska" nafn Thames-ár sem Temps, eða er landafræðiþekkingu blaðamanns virkilega svo áfátt að ekki er hægt að koma nafni þessa fræga breska kennileitis frá sér skammlaust?


mbl.is Þyngdaraflinu storkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband