#244. Óskiljanlegt!

Er nema von að álag sé á dómstólum landsins þegar eitt fyrirtæki beinir öllum viðskiptavinum sínum fyrir dómstóla með sama ágreininginn? Hvers vegna FME grípur ekki inn í starfsemi fjármálafyritækis sem ítrekað tapar málum fyrir dómstólum og hefur orðið uppvíst af að brjóta lög er mér algjörlega hulið!


mbl.is Lýsing í 874 dómsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#243. Auglýsing!

Í fréttinni er haft eftir Þór Jóns­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Lýs­ing­ar, að Hæstiréttur geri ekki kröfu um að öll sam­bæri­leg lán verði end­ur­reiknuð held­ur þurfi að skoða hvert og eitt mál þegar það kem­ur inn. Sem sagt nýjasta útskýring spunameistara Lýsingar um Hæstaréttardóma: Niðurstaðan á bara við um einn samning!

Hæstiréttur hefur aldrei gert kröfu um að aðrir samningar en sá sem rétturinn fjallar um hverju sinni, verði leiðréttir samkvæmt niðurstöðu máls, og mun aldrei gera slíka kröfu. Niðurstaða réttarins er hins vegar túlkun á lögum og þar með fordæmisgefandi fyrir uppgjör annarra sambærilegra samninga. Og Lýsingu ber að fara eftir túlkun réttarins á lögum.

Ég auglýsi eftir Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu, og ekki síður eftirlitsaðila þessara stofnana, umboðsmanni Alþingis, til að fylgja eftir með frumkvæðisathugun að niðurstaða þessa máls verði heimfærð á alla aðra sambærilegra samninga.

En bergmálið er ærandi!

 


mbl.is Eiga ekki frumkvæði að endurreikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#242. Búin!

Já ok....getur maður sem sagt hafnað því á eigin forsendum að mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis?! Ég stóð í þeirri meiningu að ef einhver fær boð um að mæta á fund þingnefndar er hinum sama skylt að mæta, sbr. 19.gr. þingskapalaga:

"19. gr. [Nefndarfundi mega auk nefndarmanna sitja starfsmenn nefndanna og þeir gestir sem nefnd kveður til funda eða fellst á að komi fyrir nefndina." [leturbreytingar mínar]

Vissi ekki að þingmenn hefðu val um að mæta ekki ef það hentaði þeim ekki af einhverjum ástæðum, en samkvæmt orðalagi bréfs formanns nefndarinnar var Hönnu Birnu boðið að mæta á nefndarfundinn: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/13/ogmundur_sendir_honnu_birnu_itrekun/

Hins vegar er þetta ágætt. Ferill Hönnu Birnu í landsmálapólitíkinni ætti að vera fljótlega á enda, en þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum er ekki á vísan að róa hvað slíkt mat varðar.


mbl.is Kemur ekki fyrir nefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband