#229. Ekki ný sannindi!

„Ég veit að marg­ir þing­menn þekkja það frá verk­tök­um og ein­stak­ling­um að þeir segja far­ir sín­ar mis­jafn­ar í sam­skipt­um við þessi fyr­ir­tæki, en maður hef­ur ekki haft þetta svona svart á hvítu hvernig dæmið stend­ur.“

Þetta eru ekki ný sannindi sem Jón Gunnarsson, Flokksmaður, færir þingheimi úr ræðustól Alþingis um framferði Lýsingar í uppgjöri við viðskiptamenn sína, og því ekki rétt að þetta hafi ekki verið til svart á hvítu til þessa. Lýsing hefur tíðkað svona framferði um árabil, að verðmeta eignir langt undir verðmæti, sækja þær og selja, og rukka síðan fyrirtæki og einstaklinga um mismuninn, jafnvel miðað við þeirra verðmat en ekki raunverulegt söluverðmæti. Á þetta hefur verið bent síðan umræðan um lögmæti gengistryggðra lána hófst en stjórnvöld hafa ekkert aðhafst gegn þessu glæpafyrirtæki, ekkert frekar en þau aðhöfðust ekkert gegn öðru glæpafyrirtæki sem þá var, SP-Fjármögnun hf.

Nú virðist hins vegar svo komið að aðilar tengdir Flokknum eru farnir að finna fyrir Lýsingu hf., og þá er við hæfi að Alþingi taki til sinna ráða, eða hvað?


mbl.is Verðmat langt undir söluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#228. Aðför að einfeldningi/um?

Mikið er þessi umræða góð hjá Guðmundi en jafnframt lýsandi fyrir a) hversu frekir hjólreiðamenn geta verið og b) hversu grunnhyggnar framkvæmdirnar eru.  Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að þjónusta aðilana, sem sömu aðilar vilja þó að haldi lífi í bænum og hjólreiðafólk (sem og aðrir) geta verslað við. Að ég best veit er öllu jöfnu reynt að losa alla vöru í miðbænum fyrir klukkan 11. Við getum ekki ætlast til að vörur séu losaðar fyrir klukkan 7 eða eftir klukkan 19 eins og er, því afgreiðslur vöruhúsa og lagera eru ekki opin á þeim tíma, ekkert frekar en aðilarnir sem þurfa að taka við vörunum.

Þá er líka athyglisvert að hjólreiðamanninum þykir allt í lagi að stöðvað sé út á miðri götu á meðan vara er losuð eða farþegar teknir upp í, jafnvel þar sem óbrotin miðlína er og ólöglegt að aka yfir hana, og allir eiga að bíða.

Af þrennu illu finnst mér skárra að hjólreiðastígur sé lokaður tímabundið í stað akbrautar eða gangstéttar.  Hjólreiðamenn eiga auðveldara með að leggja lykkju á leið sína en þjónustubílar og ég vorkenni því fólki ekki nokkurn hlut að þurfa að gera það. Það hægir þá kannski á þeim og þeir hjóla hægar?

Forðast á hins vegar að loka gangstéttum og þá er betra að loka akrein tímabundið.

PS: Og talandi um það? Er enginn hámarksharði á hversu hratt má hjóla á hjólreiðastíg?


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#227. Besta mál!

Ég er mjög ánægður hversu dyggilega Flokkurinn styður við hinn þaulsetna innanríkisráðherra okkar. Stærri skóflu í pólitíska gröf Flokksins er vart hægt að hugsa sér. Keep digging!


mbl.is Sjálfstæðiskonur styðja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband