#226. Líka á Íslandi!

Ég fæ ekki betur séð að sama eigi við hér á landi. Háskólagengnir menn hafa t.d. talað gegn landbúnaði um árabil. Slíkir menn hafa glatað uppruna sínum vilja einungis einsleitt þjóðfélag byggt á innflutningi á nauðsynjavöru.


mbl.is Hafa glatað tengslum við landsbyggðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#225. Hvað með launin?

Ég vil bara minna á að maðurinn hélt fullum launum á meðan honum var vikið frá störfum: http://www.visir.is/logreglumenn-segja-full-laun-akaerds-adstodarmanns-mismunun/article/2014709189967

Er ekki rétt að hann endurgreiði þau laun sem hann fékk á meðan hann viðhélt lyginni?


mbl.is Vildi ekki lifa með því að segja ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#224. Framkvæmdastjóri á hálfum strætó?

Fréttamenn mbl.is virðast stundum hafa litla þörf að leita eftir nákvæmum upplýsingum við vinnslu frétta. Oft er texti fréttatilkynninga einungis afritaður beint en ekki kafað nánar í fréttina. Í umræddri frétt er tilgreint að verð bíls framkvæmdastjórans hafi verið á annan tug milljóna. Því getur verið um 11-19 milljónir króna að ræða en fréttamaður afritar einungis texta úr fundargerð Strætó ummálið en sér ekki ástæðu til að kanna það nánar eða veita nánari upplýisngar. Ekki kemur fram í frétt eða fundargerð hvort um nýjan eða notaðan bíl er að ræða eða hvaðan bíllinn var keyptur. Því er ekki óvarlegt að áætla að um nýjan bíl frá umboðsaðila hafi verið að ræða.

Þegar verðlisti Mercedes Benz jeppa er skoðaður á vef umboðsaðilans Öskju má sjá að aðeins einn jeppi er með grunnverð á þessu verðbili, Mercedes Benz GL, grunnverð kr. 15.290.000. 

Í þessu sambandi er rétt að benda á að í sumar samdi Strætó bs. um kaup á 20 nýjum strætisvögnum fyrir 690 milljónir króna. Benz jeppi framkvæmdastjórans kostaði því mögulega sem nemur hálfum nýjum strætisvagni.

Full ástæða hefði verið fyrir fréttamann að athuga nánar hvað þarna hafi verið á ferðinni þegar yfirmaður byggðasamlags verður uppvís að því að bruðla með opinbert fé í eigin þágu, og veita lesendum og eigendum Strætó bs. nákvæmari upplýsingar.

Viðbót 16:40: Nú seinni partinn rak ég augun í frétt á Vísir.is um sama mál, en hafði verið birt snemma í morgun, þar sem fram kemur að bifreiðin umrædda hafi verð árgerð 2014 og keypt af bílaleigunni Hertz, fyrir 10,2 milljónir króna. Mikið mættu fréttamenn mbl.is taka sér þessi vinnubrögð til fyrirmyndar og skila nákvæmari upplýsingum til lesenda sinna.


mbl.is Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband