#220. Leiðinleg mynd
29.10.2014 | 19:18
Ég horfði á þessa margrómuðu mynd, Hross í oss, í flugvél á leiðinni heim frá New York um daginn, og mér fannst hún leiðinleg. Það besta við hana er að hún var ekki nema um ca. klukkutími og kortér að lengd. Þar að auki kann ég ekki sérstaklega vel við Ingvar Sigurðsson, mér finnst hann, eins og reyndar allflestir íslenskir leikarar ofleika flest hlutverk.
Hross í oss verðlaunuð í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#219. BB eða SJS?
14.10.2014 | 16:53
Þeir eru greinilega hver öðrum verri lygamerðirnir sem setjast í stól fjármálaráðherra, og má ekki á milli sjá hvor er verri BB eða SJS.
Í frétt á RÚV er haft eftir sviðsstjóra efnahagssviðs hjá Hagstofunni að neysluviðmið fjármálaráðuneytisins fyrir 4 manna fjölskyldu sé allnokkru lægra en Hagstofan reiknaði út. Munar þar um 200 þús. kr. á ári eða um 42% ef mér reiknast rétt. Nú er þörf á að fjármálaráðherra útskýri dæmið fyrir þingi og þjóð. Einnig kallar þetta á endurskoðun fjárlagafrumvarpsins því áður kynntar áætlanir um kostnað heimilanna vegna breytingar á matarskatti eru væntanlega kolrangar og kostnaðurinn mun hærri en gefið hefur verið út til þessa. Ríkissjóður verður þá væntanlega rekinn með meiri afgangi en gert var ráð fyrir gangi breytingarnar á matarskattinum óbreyttar í gegnum þingið. En heimilin munu borga.
Neysluviðmið endurskoðuð séu forsendur rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#218. Fljótgert!
12.10.2014 | 10:28
Eins og ég benti á í gær kemur ekki á óvart að síðan sé komin upp aftur. Einfaldlega var skipt um hýsingaraðila og hún nú hýst í Svíþjóð undir sama léni, khilafah.is. Einfalt mál!
Nú er ég fjarri því að styðja ISIS eða þeirra gjörðir á nokkurn hátt en vegna þessa máls er hins vegar rétt að velta fyrir sér rétti hýsingaraðila til að loka vefsíðu með tilliti til tjáningarfrelsis. Var eitthvað á síðunni sem brýtur í bága við íslensk lög? Er íslensk löggjöf í stakk búin að taka á slíkum atriðum, m.a. með tilliti til eiganda léns eins og í þessu tilviki?
Þetta er nú meira tjáningarfrelsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)