#258. Veikleiki
26.7.2015 | 13:43
Þetta atvik þ.e. umferðaróhapp þar sem aðeins ein bifreið á í hlut lokar aðalakstursleiðinni út úr bænum undirstrikar veikleika í gatnakerfinu í Reykjavík með einni aðalleið út úr borginni. Sundabraut hefði líklega tekið við meginhluta þessarar umferðar hefði hún verið til staðar.
Það sem ég hins vegar furða mig á er, hvers vegna í ósköpunum allri umferð er beint í gegnum Breiðholt þegar mjög auðvelt hefði verið að búa til hjáleið á Miklubraut/Vesturlandsvegi með því að loka tímabundið einni akrein til vesturs og hleypa umferð þar öfugu megin til austurs, eins og myndirnar sýna.
Opna snúningsleið á Miklubraut við afrein til suðurs á átt að Kópavogi/Breiðholti.
Og aftur inn á rétta akrein um snúningsleið til móts við Ingvar Helgason. X merkir staðinn þar sem vörubifreiðin valt.
Fyrir mér hefði þetta verið tiltölulega auðveld lausn að framkvæma til að minnka óþægindi vegfarenda eins og kostur er.
Í staðinn er allri umferð hleypt til suðurs upp í gegnum Breiðholt sem vitanlega annaði ekki þessari aukaumferð.
Bíll við bíl á Breiðholtsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 27.7.2015 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#258. Forvitnilegt
25.7.2015 | 11:49
Góður! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að meginmarkmið kennitölukerfisins eigi að vera að það sé persónurekjanlegt. En athyglisvert verður að sjá hvernig Persónuvernd tekur á þessu máli.
Næst verður þá líklega að kæra símaskrá ja.is, sem aðgengileg er á netinu, með nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum þeirra sem ekki skrá sig úr henni. Fullkomlega persónurekjanleg sem mest má vera.
Kærir kennitölukerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
#257. Fyrsta skrefið er....
25.7.2015 | 11:39
Fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir þessi áform Landsbankans er að skipta út bankaráðinu eins og það leggur sig, þ.e. þeim fulltrúm sem sitja fyrir hönd ríkisins. Þar næst er skipt út bankastjóranum. Ef þetta tvennt dugar ekki til má bara loka þessu batteríi.
Kallar áform Landsbankans ögrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)