#256. Og hvað svo?!
23.7.2015 | 12:38
Upplýst hefur verið að karlmaður af erlendum uppruna hafi smitað ungar konur af HIV veirunni hérlendis. En hvað svo? Hversu margar konur er um að ræða og er vitað hverjar þær eru? Ef fjöldi þeirra er óþekktur, hvernig eiga þessar konur að vita að þær eru (mögulega) smitaðar af HIV? Og hvað með aðra bólfélaga þeirra ef einhverjir eru? Þarf ekki að gefa út meiri upplýsingar og hvetja ungar konur sem mögulega hafa haft samneyti við mann sem lýsingin passar við að hafa samband við sóttvarnalækni?
Hér vantar ítarlegri umfjöllun.
Smitaðar af HIV-veirunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#255. Misháir?
22.7.2015 | 15:51
Það sem er athyglisvert við þetta atvik er að að flutningabíllinn er að koma út úr göngunum að sunnanverðu og er þar með búinn að aka undir annan bita þegar hann fór inn í þau að norðanverðu. Hvers vegna fór hann ekki á þann bita? Eru þeir misháir frá jörðu?
Lá við stórslysi í Hvalfjarðargöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#254. Stórfrétt! Banki mátti ekki breyta vöxtum í lánasamningi!
16.7.2015 | 11:47
Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2014 hefur væntanlega fordæmisgildi fyrir aðra samskonar lánasamninga neytenda við fjármálastofnanir. Staðreyndin er nefnilega sú að allir bankar og fjármálastofnanir voru með samskonar ákvæði í lánasamningum við neytendur, en allir nýttu sér ákvæðið sem nú er ólögmætt og breyttu vöxtum að fimm árum liðnum.
Hins vegar vantar í fréttina niðurlag úrskurðarins: "Með vísan til 3.mgr.29.gr. laga nr. 33/2012, sbr. 26. gr. laga nr. 121/1994, er bankanum bannað að breyta vöxtum samkvæmt 4. gr. skilmála lánssamningsins."
Þetta þýðir náttúrulega að vextir eru enn upphaflegir, eða 4,15%, og allar innborganir umfram þá vaxtaprósentu eiga að fara til lækkunar höfuðstóls.
En væntanlega skilur Íslandsbanki ekki niðurstöðuna og mun neytandinn nú þurfa leita til dómstóla til að fá leiðréttingu á ofteknum vöxtum.
Íslandsbanki braut gegn lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)