#178. "Krílin" fyrir þá sem vilja selja meira.
18.6.2013 | 13:24
Raunveruleg ástæða þess að boðið er upp á nýjar umbúðastærð er vitanlega sú að Ölgerðin vill auka söluna á sínum vörum. Enda kemur fram í fréttinni að "krílin" passa líka vel í flestar gerðir glasahaldara og raðast vel í ísskápa og kælibox. Það hefur verið Akkilesarhæll 0,5 lítra flöskunnar hve mjó hún er og tollir illa í glasahöldurum. Hvað er því betra til að auka sölu á drykkjarvöru en að umbúðir séu vel brúklegar í daglegu lífi?
Það væri gaman að vigta eina 33cl flösku og aðra 50 cl á nákvæmri vigt og athuga hver munurinn raunverulega er. Ég er nokkuð viss um að hann er enginn. Ástæðan er að mjög líklega er sama "preformið" notað til að framleiða báðar flöskurnar. Skora á ykkur sem heima eruð að gera tilraun.
Hér er myndband af Youtube sem sýnir hvernig svona flöskur eru framleiddar. Þar er bent á að sama "preformið" er notað við að framleiða 1,5 og 2 lítra plastumbúðir.
![]() |
Krílin fyrir þá sem vilja minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#177. Aldrei axlar neinn ábyrgðina!
5.6.2013 | 20:55
Þrátt fyrir marga dóma um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga er enginn forsvarmaður banka eða annara fjármögnunarfyrirtækja sóttur til ábyrgðar. Fólk sem þáði milljónir í laun og bónus fyrir að bera ábyrgð á að starfsemin væri lögum samkvæmt er stikkfrítt. Skilaboðin sem framkvæmdavaldið hefur til forsvarsmanna þeirra eru í raun engin.
Almenningur er bara frekur skríll sem á bara að borga og þegja og ekki vera eyða tíma saksóknara og dómstóla með fokdýrum kröfum á fjármálafyrirtæki.
ÞETTA ER HANDÓNÝTT KERFI SEM VIÐ BÚUM VIÐ Í ÞESSU VOLAÐA LANDI!
![]() |
Gengistrygging ólögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
#176. Hefur óvissunni verið eytt að fullu?
31.5.2013 | 22:23
Guðmundur Ásgeirsson lýsir því réttilega á bloggi sínu að Hrd. 50/2013, í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum, hafi ekki tekið mið af ákvæðum neytendalánalaga enda er Plastiðjan ekki neytandi í skilningi þeirra laga.
Ég hef iðulega lýst því hér á síðunni að neytendur eigi ríkari rétt en lögaðilar vegna ákvæða í lögum um neytendalán, síðast í þessari færslu. Ástæðan er ákvæði gildandi neytendalaga um heildarlántökukostnað og takmarkanir á breytingum á honum ef lánveitandi hefur ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína, eða ef heimildir um breytingu á heildarlántökukostnaði samnings reynast ólöglegar.
Þá hef ég bent á dóm Evrópudómstólsins í máli C-76/10 þar sem lán var dæmt vaxtalaust og án nokkurs lántökukostnaðar vegna þess að lánveitandi veitti ekki upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar, eða heildarlántökukostnað, eins og honum bar að gera. Ekki eru reyndar allir sammála túlkun minni í færlsunni eins og kemur fram í athugasemd við hana.
Það er og mín skoðun að þar sem heildarlántökukostnaður er tilgreindur við samningsgerð, iðulega á greiðsluáætlun þar sem árleg hlutfallstala er líka gefin upp, sé sú tala takmarkandi við innheimtu lánasamnings. Meginmarkmið árlegrar hlutfallstölu er jú það að neytandi geti borið saman saman kostnað á ólíkum lánasamningum á einfaldan hátt. Ég tel sem sagt að ef greiðsluáætlun er tilgreind sem hluti samnings sé ljóst að aldrei megi innheimta hærri lántökukostnað en þar er tilgreindur, jafnvel þótt einstaka greiðslur geti tekið breytingum á samningstímanum. Slíkar breytingar hafi ekki áhrif á lántökukostnað nema tilgreint sé að svo geti verið og að sjálfsögðu að forsendur breytinganna séu löglegar. Það er svolítið makalaust að fjármálafyrirtæki telji að lántaki hafi samþykkt opinn tékka með því að óska eftir ákveðnum lánstíma í samningi, og að heildarupphæð endurgreiðslunnar sé óræð. En vitanlega eru lántakar fyrst og fremst að sækjast eftir lánsfjárupphæð, sem þeir eiga svo rétt á að vita hver endurgreiðslukostnaður hennar er.
Ég hef líka oft lýst því á þessu bloggi, sem og annars staðar, að fjármálafyrirtækin hefðu átt að notast við greiðsluáætlun við innheimtu lánasamninga vegna bíla eða tækja á meðan "óvissu" vegna þeirra væri eytt. Þar kæmi jú berlega fram að neytandi/lántaki hefði gengist undir skuldbindingu og ljóst var og aðilar sammála um hvaða kostnað slík skuldbinding átti að bera.
Þessi mál hefði verið hægt að leysa fyrir mörgum árum ef lögmenn og dómstólar hefðu unnið vinnuna sína betur, án þess að hér sé verið að benda á einstaka persónur sem hafa unnið þessi mál.
Ég er hræddur um að ekki séu öll kurl komin til grafar enn í þessum málum!
![]() |
Fagnar því að óvissu sé eytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)