#175. Hjákátleg umræða.
7.5.2013 | 15:54
Öllu má nú eyða tíma sínum í.
Yfir árið eru stakir almennir frídagar í miðri viku fjórir:
- Sumardagurinn fyrsti
- Uppstigningardagur
- 1. maí
- 17. júní
Aðrir frídagar tengjast stórhátíðum eða helgum.
Eins og sést af ofantöldu falla rökin í niðurlagi fréttarinnar að með svona fyrirkomulagi gefist launamönnum fleiri langar helgar um sumartímann um sjálf sig við nánari skoðun. Almennir frídagar á vinnumarkaði eru nefnilega sárafáir í miðri viku yfir sumartímann. Í raun aðeins einn, þ.e. ef 17.júní ber upp á vikudag. (Tel ekki sumardaginn fyrsta til sumars.) Aðrir frídagar sem falla til yfir sumartímann eru nú þegar við helgi, þ.e. á mánudegi, s.s. annar í hvítasunnu og frídagur verslunarmanna.
Hér er því aðeins um tvo daga að ræða sem mætti færa til, sumardaginn fyrsta og uppstigningardag.
Væri ekki nær að borgarfulltrúinn eyddi tíma sínum í að sjá til þess að samanlagður fjöldi starfsdaga í skólum og leikskólum, ásamt sumarlokunum leikskóla færi ekki yfir samanlagðan orlofsrétt almennra launþega í Reykjavík? Þannig gæti hinn almenni launþegi átt þess kost að nýta sitt orlof í annað en starfsdaga í skólum yfir vetrartímann.
![]() |
Stakir frídagar verði fluttir til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#174. Klaufalegt myndval
3.5.2013 | 18:58
Myndin sem fylgir þessari frétt er í mesta falli klaufaleg. Byssur sem jafnan eru notaðar í rússneskri rúllettu eru ekki með kúlurnar í skeftinu, eins og sú sem fylgir fréttinni, heldur í fimm eða sex skota cylinder sem hlaðinn er einu skoti og er svo snúið. Handahóf er látið ráða hvar hólfið með skotinu endar áður en tekið er í gikkinn. Sá fyrsti sem mundi nota svona byssu í rússneskri rúllettu, eins og fréttin sýnir, myndi tapa í fyrstu umferð.
![]() |
Dó í rússneskri rúllettu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#173. Þyrla ekki þungaflutningur
27.4.2013 | 14:43
![]() |
Búnaður sóttur til Aberdeen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 7.5.2013 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)