#175. Hjákátleg umræða.

Öllu má nú eyða tíma sínum í.

Yfir árið eru stakir almennir frídagar í miðri viku fjórir:

  • Sumardagurinn fyrsti
  • Uppstigningardagur
  • 1. maí
  • 17. júní

Aðrir frídagar tengjast stórhátíðum eða helgum.

Eins og sést af ofantöldu falla rökin í niðurlagi fréttarinnar að með svona fyrirkomulagi gefist launamönnum fleiri langar helgar um sumartímann um sjálf sig við nánari skoðun. Almennir frídagar á vinnumarkaði eru nefnilega sárafáir í miðri viku yfir sumartímann. Í raun aðeins einn, þ.e. ef 17.júní ber upp á vikudag. (Tel ekki sumardaginn fyrsta til sumars.) Aðrir frídagar sem falla til yfir sumartímann eru nú þegar við helgi, þ.e. á mánudegi, s.s. annar í hvítasunnu og frídagur verslunarmanna.

Hér er því aðeins um tvo daga að ræða sem mætti færa til, sumardaginn fyrsta og uppstigningardag.

Væri ekki nær að borgarfulltrúinn eyddi tíma sínum í að sjá til þess að samanlagður fjöldi starfsdaga í skólum og leikskólum, ásamt sumarlokunum leikskóla færi ekki yfir samanlagðan orlofsrétt almennra launþega í Reykjavík?  Þannig gæti hinn almenni launþegi átt þess kost að nýta sitt orlof í annað en starfsdaga í skólum yfir vetrartímann.


mbl.is Stakir frídagar verði fluttir til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#174. Klaufalegt myndval

Myndin sem fylgir þessari frétt er í mesta falli klaufaleg.  Byssur sem jafnan eru notaðar í rússneskri rúllettu eru ekki með kúlurnar í skeftinu, eins og sú sem fylgir fréttinni, heldur í fimm eða sex skota cylinder sem hlaðinn er einu skoti og er svo snúið.  Handahóf er látið ráða hvar hólfið með skotinu endar áður en tekið er í gikkinn.  Sá fyrsti sem mundi nota svona byssu í rússneskri rúllettu, eins og fréttin sýnir, myndi tapa í fyrstu umferð.

Skammbyssa með cylinder

 

 


mbl.is Dó í rússneskri rúllettu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#173. Þyrla ekki þungaflutningur

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í fréttinni að flutningurinn á þyrlunni sé þungaflutningur.  Vanir menn í flutningageiranum brosa að svona ummælum enda vanari að fást við aðrar og meiri þyngdir en um er að ræða í þessu tilviki.   Búið er að taka af henni spaðana svo hún léttist aðeins við það, en annars er tómavigtin á svona þyrlu rúm 4 tonn.  Það er svona svipað og breyttur Econoline, og svipað og tómur 40feta gámur.  Slíkir flutningar yrðu seint taldir til þungaflutninga.  :-)
mbl.is Búnaður sóttur til Aberdeen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband