Færsluflokkur: Fréttir

#264. Enn um hraðlest

Í niðurlagi fréttarinnar er svohljóðandi setning:

"Hraðlest myndi stytta leiðina frá flug­vell­in­um til Reykja­vík­ur um fimmtán til átján mínút­ur."

Þetta er klaufalega orðað. Leiðin styttist ekki neitt þó lestarsamgöngur verði notaðar, heldur er það ferðatíminn sem styttist um einhverjar mínútur.

Reyndar lýst mér illa á þessa framkvæmd vegna þess að mér finnast arðsemisforsendur hennar vafasamar. Ferðakostnaður verður umtalsvert hærri en nú er og heildarferðatími frá heimili á höfuðborgarsvæðinu til flugvallar verður svipaður og nú þegar tekið er tillit til tímans frá heimili að brautarstöð og biðtíma á stöðinni.

Þá munu menn leita til lífeyrissjóða um fjármögnun og það verður glatað fé að mínu mati.

Sjá annars hér: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1407388/

 

 

 


mbl.is Viðræður um flugvallarlest í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#263. Svar Bjarna.....

Svar Bjarna við bréfi Víglundar Þorsteinssonar ætti að vera stutt og laggott: "Hey gamli, borgaðu fyrir Sementsverksmiðjuna!"

Þessi gamli fauskur ætlar að reyna fram á grafarbakkann að ná BM Vallá til baka. Það er hans eina markmið.


mbl.is Víglundur: Bjarna bíður ísköld ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#262. Ísraelsmenn æfir

Ísraelsmenn eru æfir yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar að sniðganga vörur frá Ísrael. Ákvörðunin veikir verulega útflutning Ísraels enda voru viðskipti við Reykjavíkurborg mikilvægur hlekkur í utanríkisverslun þeirra.

Nei, í alvöru?! Hvað er að þessu liði í borgarstjórn að eyða tíma í að ræða þessa einkapólitík Bjarkar Vilhelmsdóttur? Hvað er næst? Utanríkismálanefnd Reykjavíkurborgar?

Tíma borgarstjórnar er betur varið í að ræða málefni sem standa borginni nær en krossferðir Bjarkar og eiginmanns hennar til Mið-Austurlanda. En Björk getur þá væntanlega kvatt borgarstjórn sátt um að hafa loksins áorkað einhverju með setu sinni þar.


mbl.is Samþykkti sniðgöngu á ísraelskum vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#261. Klaufaleg fyrirsögn!

Klaufaleg fyrirsögn:

400 börn svæfð á ári vegna tann­skemmda

Ekkert barn er svæft vegna tannskemmda, heldur vegna tannviðgerða. Betra hefði því verið að segja: 400 svæfingar á ári vegna tannviðgerða barna

 


mbl.is 400 börn svæfð á ári vegna tannskemmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#260. Farþegar Uber ótryggðir?

Sjálfur notast ég ekki við Uber en hef þó ferðast í bílum á þeirra vegum þegar ég hef verið á ferð með öðrum. Allt bókunar- og greiðsluferli Uber þjónustunnar er mjög þægilegt. En þetta getur ekki verið lögleg starfsem þar sem tekið er gjald fyrir þjónustuna.

Þegar notendur Uber-þjónustunnar bóka bíla í gegnum app eru þeir ótryggðir. Alla vega má skilja sem svo miðað við þessa mynd sem ég tók í dag af leigubíl á vegum Uber við Manchesterflugvöll.

Uber leigubíll

Því miður gekk mér illa að fókusera þar sem ég var á gangi en á rauða skiltinu segir: "Insurance invalid unless booked with operator"

Uber tryggingarfyrirvari

Það er þó rétt í þessu sambandi að benda á heimasíðu Uber þar sem fjallað er um tryggingarvernd farþega: https://www.uber.com/safety

Hins vegar furða ég mig á því hvers vegna önnur leigubílafyrirtæki notast ekki við sama bókunar- og greiðslufyrirkomulag og Uber. Ég held að það væri besta sóknin gegn þeim.

Ég held að það sá algjörlega fyrirséð ef að Uber kemur til Íslands upphefst annað leigubílastríð eins og hér um árið þegar "sendibílaskutlur" hófu akstur með farþega leigubifreiðastjórum til mikilla ama.


mbl.is Lofar Uber í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#259. Örfoka sandur viðkvæm náttúra?

"Tveir starfsmenn Landsvirkjunar urðu vitni að utanvegaakstri skammt frá Vatnsfellsvirkjun um klukkan níu í gærkvöldi. Var þá karlmaður búinn að keyra jeppabifreið út af veginum og lék sér að því að spóla henni í hringi í viðkvæmri náttúrunni."

Er ekki tilfinningasemin komin út í öfgar þegar örfoka sandur er orðin að viðkvæmri náttúru?

Persónulega sé ég ekkert að því að aka um sandbreiður og ógróið land, er er þó ekki að mæla svona leikaraskap einhverja bót sérstaklega. Akstur utanvega bjó til ansi margar, ef ekki allar ferðaleiðir á hálendi Íslands á einhverjum tímapunkti. Eða ætlum við að halda því fram að allir slóðar á hálendinu hafi verið skipulagðir á árum áður?

Og er tjónið af þessu spóli eitthvað meira en sjónrænt?


mbl.is Utanvegaakstur náðist á mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#258. Veikleiki

Þetta atvik þ.e. umferðaróhapp þar sem aðeins ein bifreið á í hlut lokar aðalakstursleiðinni út úr bænum undirstrikar veikleika í gatnakerfinu í Reykjavík með einni aðalleið út úr borginni. Sundabraut hefði líklega tekið við meginhluta þessarar umferðar hefði hún verið til staðar.

Það sem ég hins vegar furða mig á er, hvers vegna í ósköpunum allri umferð er beint í gegnum Breiðholt þegar mjög auðvelt hefði verið að búa til hjáleið á Miklubraut/Vesturlandsvegi með því að loka tímabundið einni akrein til vesturs og hleypa umferð þar öfugu megin til austurs, eins og myndirnar sýna.

Vesturlandsvegur hjáleið vestari

Opna snúningsleið á Miklubraut við afrein til suðurs á átt að Kópavogi/Breiðholti.

Vesturlandsvegur hjáleið austari

Og aftur inn á rétta akrein um snúningsleið til móts við Ingvar Helgason. X merkir staðinn þar sem vörubifreiðin valt.

Fyrir mér hefði þetta verið tiltölulega auðveld lausn að framkvæma til að minnka óþægindi vegfarenda eins og kostur er.

Í staðinn er allri umferð hleypt til suðurs upp í gegnum Breiðholt sem vitanlega annaði ekki þessari aukaumferð.


mbl.is Bíll við bíl á Breiðholtsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#258. Forvitnilegt

Góður! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að meginmarkmið kennitölukerfisins eigi að vera að það sé persónurekjanlegt. En athyglisvert verður að sjá hvernig Persónuvernd tekur á þessu máli.

Næst verður þá líklega að kæra símaskrá ja.is, sem aðgengileg er á netinu, með nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum þeirra sem ekki skrá sig úr henni. Fullkomlega persónurekjanleg sem mest má vera.


mbl.is Kærir kennitölukerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#257. Fyrsta skrefið er....

Fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir þessi áform Landsbankans er að skipta út bankaráðinu eins og það leggur sig, þ.e. þeim fulltrúm sem sitja fyrir hönd ríkisins. Þar næst er skipt út bankastjóranum. Ef þetta tvennt dugar ekki til má bara loka þessu batteríi.


mbl.is Kallar áform Landsbankans ögrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#256. Og hvað svo?!

Upplýst hefur verið að karlmaður af erlendum uppruna hafi smitað ungar konur af HIV veirunni hérlendis. En hvað svo? Hversu margar konur er um að ræða og er vitað hverjar þær eru?  Ef fjöldi þeirra er óþekktur, hvernig eiga þessar konur að vita að þær eru (mögulega) smitaðar af HIV? Og hvað með aðra bólfélaga þeirra ef einhverjir eru? Þarf ekki að gefa út meiri upplýsingar og hvetja ungar konur sem mögulega hafa haft samneyti við mann sem lýsingin passar við að hafa samband við sóttvarnalækni?

Hér vantar ítarlegri umfjöllun.


mbl.is Smitaðar af HIV-veirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband