Færsluflokkur: Fréttir

#234. Þarf ekki að biðja fleiri afsökunar?

Er ekki næsta skref hjá HBK að biðja þjóð og Alþingi afsökunar fyrst hún hefur nú viðurkennt, þvert á fyrri fullyrðingar, að hafa gert mistök í framgöngu sinni í málinu í krafti síns embættis? Og hvað með að biðja blaðamennina, sem hún fór fram á að yrðu reknir vegna umfjöllunarinnar, afsökunar?


mbl.is Bað Stefán afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#233. Óskiljanlegt!

Það er alveg með ólíkindum að forstjóri Neytendastofu geti haldið því fram að engin lög nái yfir smálánafyrirtæki. Að sama skapi er það með ólíkindum að Fjármálaeftirlitið grípi ekki inn í starfsemi hlutafélaga sem stunda leyfisskylda starfsemi án starfsleyfis!

Þegar lög um fjármálafyrirtæki nr. 161 voru sett árið 2002 féllu úr gildi lög nr.123 frá 1993 sem giltu um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Í 1.gr.þeirra laga sagði:

"Lög þessi gilda um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði."

og ennfremur í 2.gr.:

"Með lánastofnun er í lögum þessum átt við félög eða stofnanir sem hafa það að meginverkefni að veita lán í eigin nafni og afla sér í því skyni fjár með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings, sbr. þó 9. gr."

Téð 9.gr. fjallaði síðan um eignaleigufyrirtæki.

Ekki fæst betur séð en að fyrir 2002 hefðu lög nr. 123/1993 náð yfir smálánafyrirtækin hefðu þau verið starfandi þá. Varla var markmið löggjafans með nýjum lögum um fjármálafyrirtæki að gera hverjum sem er kleift að hefja leyfisskylda starfsemi án tilsskyldra leyfa?

Lög um fjármálafyrirtæki tilgreina leyfisskylda starfsemi í 3.gr.:

"3. gr. Leyfisskyld starfsemi.

Eftirtalin starfsemi er starfsleyfisskyld samkvæmt lögum þessum:
   1. Móttaka endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi:
   a. Innlán.
   b. Skuldaviðurkenningar.
   2. Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.

...."

Hvernig er hægt að halda því fram eftir lestur þessara lagagreina að engin lög eða eftirlit nái yfir smálánafyrirtæki? Og hvernig má það vera að hægt sé að skrá hlutafélag hjá RSK og tilgreina að það veiti aðra lánaþjónustu án þess að hafa til þess tilskyld leyfi til þjónustu við almenning?

Er ekki komin tími til að þetta lið í Fjármálaeftirlitinu taki puttann úr rassgatinu á sér og vinni vinnuna sína? Og hvað með umboðsmann Alþingis? Á hann ekki að hafa eftirlit með stjórnkerfinu og taka upp mál að eigin frumkvæði ef ekki er farið eftir lögum?

Hvar er lögfræðikunnáttan í íslensku stjórnkerfi?!!


mbl.is Smálánafyrirtæki í lagalegu „tómarúmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#232. Ekki benda á mig!

Það er öllum ljóst er hafa séð aðfarirnar sem beitt var við handtökuna, að handtakan var of harkaleg í ljósi aðstæðna, a) konan var mjög ölvuð, og b) auka liðstyrkur var inni í bílnum og lítið mál að taka yfirvegaða ákvörðun að handtaka konuna á innan við mínútu. En í stað þess að viðurkenna dóminn og læra af honum lexíu, segir Landssamband lögreglumanna að hann sé of harður!

Ekki benda á mig kemur upp í hugann! Ísland breytist aldrei. Enginn ætlar að draga lærdóm af neinu sem kemur upp í þjóðfélaginu.

PS: Tek fram að ég þekki ekki málsaðila. 


mbl.is Landssamband styður lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#231. Allt fullt af engu, næstum því hvergi!

Í fréttinni er haft eftir vísindamanni: "Ef huldu­orka er að vaxa og huldu­efni að hverfa þá mun­um við enda með stór­an, tóm­an, leiðin­leg­an al­heim með næst­um því engu í sér."

Ég er nú svo einfaldur að ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég tel að alltaf komi eitthvað í staðinn fyrir annað, hvað sem einhver staðallíkön sýna. Tel að í þau vanti einhverja breytu, sem vísindamenn vita ekki hver er, og geta þess vegna ekki sett inn. Þar með sýnir líkanið ranga útkomu. Eins og loftslagslíkön!


mbl.is Hulduorkan að éta upp efnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#230. Eigum við þá ekki að sleppa jólafríum líka?

Það er algjörlega út í hött, að formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar tali með þessum hætti þegar þáttaka í samkomunni er valkvæð.

Og hvers vegna eiga skólar að hundsa stærstu fjölskylduhátíð samfélagsins þó rætur hennar liggi í kristni? Áróður gegn gömlum og grónum íslenskum siðum og gildum er komin út á tún þegar talað er með þessum hætti. Jólin eru kristin hátíð, en þó fara skólar í jólafrí. Er það eitthvað öðruvísi en svona samverustund? Er það ekki bara alveg ótækt líka? Á ekki bara að hafa mætingu í skóla yfir jólahátíðina valkvæða svo nemendur og foreldrar séu ekki neyddir af skólayfirvöldum til að fara í jólafrí?

Ég vonast til að Langholtsskóli taka saman tölfræði um hversu mikill fjöldi nemenda, þ.m.t. eftir ákvörðunum foreldra þeirra, kýs að fara ekki til kirkju, og að mbl.is birti frétt ekki seinna enn á föstudeginum 19.des um niðurstöður samantektarinnar. Þar með kæmi það fram svart á hvítu hve mikið hlutfall ákveður að taka þátt í þessari jólaskemmtun.

 

 


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#229. Ekki ný sannindi!

„Ég veit að marg­ir þing­menn þekkja það frá verk­tök­um og ein­stak­ling­um að þeir segja far­ir sín­ar mis­jafn­ar í sam­skipt­um við þessi fyr­ir­tæki, en maður hef­ur ekki haft þetta svona svart á hvítu hvernig dæmið stend­ur.“

Þetta eru ekki ný sannindi sem Jón Gunnarsson, Flokksmaður, færir þingheimi úr ræðustól Alþingis um framferði Lýsingar í uppgjöri við viðskiptamenn sína, og því ekki rétt að þetta hafi ekki verið til svart á hvítu til þessa. Lýsing hefur tíðkað svona framferði um árabil, að verðmeta eignir langt undir verðmæti, sækja þær og selja, og rukka síðan fyrirtæki og einstaklinga um mismuninn, jafnvel miðað við þeirra verðmat en ekki raunverulegt söluverðmæti. Á þetta hefur verið bent síðan umræðan um lögmæti gengistryggðra lána hófst en stjórnvöld hafa ekkert aðhafst gegn þessu glæpafyrirtæki, ekkert frekar en þau aðhöfðust ekkert gegn öðru glæpafyrirtæki sem þá var, SP-Fjármögnun hf.

Nú virðist hins vegar svo komið að aðilar tengdir Flokknum eru farnir að finna fyrir Lýsingu hf., og þá er við hæfi að Alþingi taki til sinna ráða, eða hvað?


mbl.is Verðmat langt undir söluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#228. Aðför að einfeldningi/um?

Mikið er þessi umræða góð hjá Guðmundi en jafnframt lýsandi fyrir a) hversu frekir hjólreiðamenn geta verið og b) hversu grunnhyggnar framkvæmdirnar eru.  Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að þjónusta aðilana, sem sömu aðilar vilja þó að haldi lífi í bænum og hjólreiðafólk (sem og aðrir) geta verslað við. Að ég best veit er öllu jöfnu reynt að losa alla vöru í miðbænum fyrir klukkan 11. Við getum ekki ætlast til að vörur séu losaðar fyrir klukkan 7 eða eftir klukkan 19 eins og er, því afgreiðslur vöruhúsa og lagera eru ekki opin á þeim tíma, ekkert frekar en aðilarnir sem þurfa að taka við vörunum.

Þá er líka athyglisvert að hjólreiðamanninum þykir allt í lagi að stöðvað sé út á miðri götu á meðan vara er losuð eða farþegar teknir upp í, jafnvel þar sem óbrotin miðlína er og ólöglegt að aka yfir hana, og allir eiga að bíða.

Af þrennu illu finnst mér skárra að hjólreiðastígur sé lokaður tímabundið í stað akbrautar eða gangstéttar.  Hjólreiðamenn eiga auðveldara með að leggja lykkju á leið sína en þjónustubílar og ég vorkenni því fólki ekki nokkurn hlut að þurfa að gera það. Það hægir þá kannski á þeim og þeir hjóla hægar?

Forðast á hins vegar að loka gangstéttum og þá er betra að loka akrein tímabundið.

PS: Og talandi um það? Er enginn hámarksharði á hversu hratt má hjóla á hjólreiðastíg?


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#227. Besta mál!

Ég er mjög ánægður hversu dyggilega Flokkurinn styður við hinn þaulsetna innanríkisráðherra okkar. Stærri skóflu í pólitíska gröf Flokksins er vart hægt að hugsa sér. Keep digging!


mbl.is Sjálfstæðiskonur styðja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#226. Líka á Íslandi!

Ég fæ ekki betur séð að sama eigi við hér á landi. Háskólagengnir menn hafa t.d. talað gegn landbúnaði um árabil. Slíkir menn hafa glatað uppruna sínum vilja einungis einsleitt þjóðfélag byggt á innflutningi á nauðsynjavöru.


mbl.is Hafa glatað tengslum við landsbyggðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#225. Hvað með launin?

Ég vil bara minna á að maðurinn hélt fullum launum á meðan honum var vikið frá störfum: http://www.visir.is/logreglumenn-segja-full-laun-akaerds-adstodarmanns-mismunun/article/2014709189967

Er ekki rétt að hann endurgreiði þau laun sem hann fékk á meðan hann viðhélt lyginni?


mbl.is Vildi ekki lifa með því að segja ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband