#20. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP-Fjármögnunar - 15. hluti.
29.4.2010 | 18:31
16. gr. fjallar um uppgjör. Þar segir: Sé samningi þessum rift af hálfu SP á grundvelli 14. gr eða honum með öðrum hætti slitið á lánstímanum ber leigutaka að standa SP skil á eftirfarandi greiðslum:
1. Greiðslum skv. 2. gr. sem fallnar eru í gjalddaga, ásamt dráttarvöxtum til greiðsludags skv. 3.gr.
2. Ógjaldföllnum höfuðstól ásamt sérstöku uppgreiðslugjaldi skv. gjaldskrá SP sem er 0% - 3% m.v. eftirstöðvatíma samningsins við samningsslit." Innheimta uppgreiðslugjalds er ólögleg skv, a-lið 16. gr. nr 121/1994: Lánveitanda er óheimilt að krefjast greiðslu uppgreiðslugjalds af láni í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt er upp fyrir þann tíma sem umsaminn er, ef upphaflegur höfuðstóll lánsins er að jafnvirði 50 millj. kr. eða minna.
Lánveitandi getur ekki krafist uppgreiðslugjalds ef ástæða uppgreiðslu er gjaldfelling láns af hans hálfu." Til viðbótar ber leigutaka að greiða lokagreiðslu í lok samningstíma sem til greind er í III.lið svo reiknaðri sem segir í 2.gr. Ekki fæst annað séð en hér sé um óréttmætan samningsskilmála sem halli verulega á neytanda. Neytanda er gert að greiða samning að fullu við riftun af hálfu SP, en SP tekur leigumun engu að síður í sína vörslu á verði sem þeir meta sjálfir, neytandi hefur engin tækifæri til að meta hvort SP lætur gera við bílinn áður en hann fer á markað að nýju. Þetta kallast einfaldlega að selja kökuna og eiga hana til að selja hana öðrum.
3. Kostnaði skv. 15.gr, að viðbættum öllum útgjöldum sem SP hefur orðið fyrir vegna samnings þessa samkvæmt öðrum ákvæðum hans, s.s. kostnaðar vegna innheimtuaðgerða, tryggingargjalda, bifreiðagjalda, þungaskatts, sektargreiðslna, bóta til þriðja aðila, matskostnaðar o.fl."
4. Dráttarvöxtum af greiðslum skv, 2. og 3. tl. hér að framan frá og með þeim degi er tilkynningu um riftun var komið til leigutaka eða samningnum var með öðrum hætti slitið." Þarf ekki að slíta samningum með ábyrgðarbréfi?
5. Bótum fyrir það tjón sem SP kann að verða fyrir vegna þessa að samningnum er sagt upp eða honum rift fyrir lok samningstíma. Segi SP samninngum upp á grundvelli 3. tl. 1. mgr. 14. gr. á SP þó ekki rétt á bótum samkvæmt þessum tölulið. Frá kröfu SP skv. 1. - 5. tl. skal, þegar skil bifreiðar hefur átt sér stað skv. 15. gr, krefjist SP skila á bifreiðinni, draga verðmæti bifreiðarinnar eins og það reynist vera samkvæmt efirfarandi reglu: Ástandsskoðun er gerð á bifreið þar sem metinn viðgerðarkostnaður hennar og annar kostnaður, sem fellur til vegna bifreiðar fram að fullnaðaruppgjöri, s.s. bifreiðagjöld, tryggingariðgjöld, flutningur og sektir, er lagður ofan á heildarskuld samningsins. Uppítökuverð sambærilegrar bifreiðar í eðlilegu ástandi er fengið úr viðurkenndu verðmatskerfi Bílgreinasambandsins, af þeirri upphæð er tekinn 15% áætlaður kostnaður fram að sölu bifreiðar, eftirstöðvar uppítökuverðs eru svo dregnar frá heildarskuld samningsins." Hvað liggur hér að baki???! Af hverju uppítökuverð??? Af hverju er tekinn 15% áætlaður kostnaður? Hvernig er þessi tala fundin út og hvað felur hún í sér? Ekkert af þessu er skýrt frekar og má hugsanlega túlka þetta sem óréttmætan samningsskilmála! Hafi leigutaki ekki mótmælt ofangeindu mati eða uppgjöri skriflega innan 7 daga frá því matið var sannanlega sent til hans, á uppgefið heimilisfang, skal litið á það sem samþykkt." Hvað ef dráttur verður á afhendingu matsins eða lántaki er sannanlega fjarri heimili sínu, t.d. í fríi eða vinnuferð? Ef mótmæli berast er SP heimilt að láta selja bifreiðina á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík í óbreyttu ástandi frá skilum hennar. Sem sagt það á ekki að ræða málið frekar til að komast að samkomulagi eða ásættanlegri niðurstöðu beggja aðila. Það er bara ein leið, sú sem SP ákveður að fara.
SP er heimilt að verja því andvirði leigumunar sem eftir kann að standa við riftun, þegar greiðslum skv. 1 - 5. tl. í 1. mgr er fullnægt, til að greiða niður vanskil og eftirstöðvar annarra samninga milli SP og leigutaka.
Ef skaðabætur eða viðgerðarkostnaður falla á SP, sem leigutaki vissi eða mátti vita um en sagði ekki frá við skil eða sölu bifreiðarinnar, öðlast SP endurkröfurétt á hendur leigutaka ásamt öllum kostnaði sem af hlýst þar með talinn lögfræði- og málskostnaður. Sama gildir ef kröfur sem greiðast eiga af leigutaka skv. samningi þessum koma fram eftir að honum lýkur eða uppgjör hefur farið fram þar með talin vátryggingariðgjöld, bifreiðagjöld og þungaskattur." Er eðlilegt að hægt sé að rukka leigutaka um frekari kostnað eftir að uppgjör hefur farið fram? Enn og aftur óréttmætur samningsskilmáli að mínu mati!
Flokkur: Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist af ofangreindu að þessi samningur sé einhliða og ekkert skárri en það sem gerist í dópheimum og í mannsali. Það væri áhugavert að sjá hvernig þessi samningur lítur út í heild sinni. Ef þú setur hann á netið, þá skaltu taka út allar persónuupplýsingar sem og bílnúmer.
Sumarliði Einar Daðason, 30.4.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.