#25. Enn einn naglinn í líkkistu bankafjárglæframanna

Það var ótrúlega góð tilfinning þegar lesið var upp dómsorð í Hæstarétti í dag í málum SP og Lýsingar um lögmæti gengistryggingar lánssamninga í íslenskum krónum. Dómurinn staðfesti að lánveitendur, sérfróðir aðilar á fjármálamarkaði, buðu neytendum upp á ólögmæta afurð um árabil, í andstöðu við lög, fyrir framan nefið á þeirri aumu stofnun Fjármálaeftirlitinu. Nú hefur verið tekinn allur vafi á lögmæti þessara samninga. Það er ekkert.

En hvað þýðir þetta? Eru lánssamningarnir í heild sinni ólögmætir eða er gengistryggingarákvæðið eingöngu ólögmætt en samningurinn að öðru leyti fullgildur, þ.m.t vaxtaákvæðið? Það verður fróðlegt að sjá hvaða stefnu þessi mál taka á næstu dögum því fjármögnunarfyrirtækin mynda greiðsluseðla sína mörg hver í kringum 20. hvers mánaðar.

Og hvað gerir ríkisstjórnin? Mun hún taka til við að bæta fyrirtækjunum skaðann með setningu laga sem "leiðrétti" skaðann sem þau urðu fyrir í dag?

Annað sem vekur upp spurningar er ábyrgð stjórnenda þessara fyrirtækja, framkvæmdastjóra jafnt sem einstakra stjórnarmanna. Er hægt að lögsækja þá fyrir fjársvik? Geta lántakar farið fram á skaða-eða miskabætur? Hvað gerir FME? Er hægt að beita fyrirtækin dagssektum? Spurningarnar eru óteljandi.

Eitt er þó víst, rekinn hefur verið enn einn naglinn í líkkistu fjárglæframanna bankahrunsins á Íslandi.


mbl.is Öll gengistrygging ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband