#33. Lánafyrirtæki mega ekki innheimta annað vaxtastig

Lægstu vextir Seðlabankans eru ekki sambærilegir umsömdu vaxtastigi á áður gengistryggðum samningi, sem voru LIBOR vextir.  Lög um neytendalán banna að innheimtur sé meiri lántökukostnaður en tilgreindur er við upphaf samnings nema samningsvextir breytist.

14. gr. laganna segir að: "Séu ekki veittar upplýsingar um lántökukostnað sem greinir í 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. skal neytandi greiða höfuðstól og ársvexti af honum sem samsvara vöxtum af almennum skuldabréfum samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands.

Ef lántökukostnaður er tilgreindur í samræmi við 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. er lánveitanda eigi heimilt að krefjast frekari lántökukostnaðar. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sem um getur í 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð getur lánveitandi ekki krafist hærri lántökukostnaðar."

Lántökukostnaður er skilgreindur í lánasamningi með framsetningu árlegrar hlutfallstölu kostnaðar skv. tilskipunum Evrópusambandsins.  Lánafyrirtækin geta ekki farið eftir tilmælum FME og Seðlabankans því þá brjóta þau lög um neytendalán. 

En það væri víst ekki í fyrsta sinn sem þau brjóta landslög.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ríkisstjórn sem brýtur vísvitandi á Stjórnarskránni er fallin, henni ber tafarlaust að víkja þvi hún getur ekki haft umboð til að starfa fyrir þjóðina þvi umboðið felst í þvi að starfa skv Stjórnarskránni.

Því er það mitt mat sem lögdindils að Ríkisstjórnin hafi nú með þvi að samþykkja tilmæli Seðlabanka og Fmr sagt af sér

Steinar Immanúel Sörensson, 30.6.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband