#34. FME og SÍ brjóta almenn hegningarlög
30.6.2010 | 11:23
Lesið eftirfarandi greinar almennra hegningarlaga og dæmi nú hver fyrir sig:
"248. gr. Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum."
Og ef forsvarsmenn fjármálafyrirtækjanna fara eftir þessum tilmælum brjóta þeir þessa grein hegningarlaga:
"249. gr. Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi."
Ég held það sé kominn tími til að neytendur labbi til Ríkislögreglustjóra.
Í þágu almannahagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er enginn að taka fram fyrir hendurnar á Hæstarétti. Dómurinn hafði mjög takmarkað svið, hann fjallaði bara um eitt ákvæði. Ljóst er að raunverulegar forsendur samninganna upphaflegu bresta með ákvæðinu. Þessvegna munu yfirvöld breyta vöxtunum á þessum lánum til þess að a.m.k. raunvirði höfuðstóls verði greitt til baka. Síðan verður eflaust látið reyna á þá aðgerð fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti og þá kemur í ljós hvort sú ráðstöfun verður dæmd lögleg eða ólögleg.
Enginn hefur tekið fram fyrir hendur Hæstaréttar, né mun gera það í þeim frekari málaferlum sem standa fyrir dyrum.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 11:50
Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!
Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli
1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.
2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.
Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?
Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?
Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.
Valsól (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:05
Góður punktur hjá þér þetta með hegningalögin. Nú vantar bara einhvern til þess að leggja fram kæru. Lögreglan má ekki vísa málinu frá og verður að taka skýrslu af þessum mönnum.
Sumarliði Einar Daðason, 30.6.2010 kl. 14:20
Ja hérna.Flott að hafa menn sem hvetja til lögbrota í toppstöðum.Enn Valsól,Ef þú heldur að það verði allt í blóma hér bara ef við göngum inn í Evrópusambandið þá er kominn tími til að hreinsa hálminn úr kvörninni á þér.Þessi blinda Evrópuást hjá sumum er orðin dálítið skondinn.Liggur við að umferðarhnútar í borginni munu hverfa og sól muni skína 365 daga á ári bara ef við göngum inn í þetta samband
sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:30
Takk fyrir að grafa þetta upp Erlingur, ég var einmitt að leita að þessum ákvæðum í gær. En hvað með samráð stjórnvalda við fjármálafyrirtækin sem virðist hafa getið af sér þessi tilmæli, er það ekki samsæri?
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 13:54
Þorgeir. Stjórnvöld munu hvorki breyta vöxtum né öðrum samningsákvæðum, „til þess að a.m.k. raunvirði höfuðstóls verði greitt til baka.“ Til þess er ekki lagagrundvöllur.
Hvernig skilgreinir maður raunvirði höfuðstóls íbúðaláns?
Með vísitölu neysluverðs, sem hefur hækkað um 25% á tveimur árum meðan íbúðaverð hefur staðið í stað og jafnvel lækkað að nafnvirði?
Láni ég þér fyrir lítra af mjólk er svo sem kannski eðlileg krafa mín að fá borgað í sama, eða í það minnsta að upphæðin sem þú borgar mér dugi fyrir lítra af mjólk. Er eðlilegt að ég miði þá við eitthvvað annað, s.s. snyrtivörur, áfengi og tóbak?
Brjánn Guðjónsson, 11.7.2010 kl. 23:34
Brjánn: Við fengum ekki lánaða mjólk heldur peninga, og ætlum að endurgreiða þá peninga. Sömu upphæð og við fengum lánaða ásamt umsömdum vöxtum. Er það eitthvað ósanngjarnt?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.