#37. Unnu FME og SÍ ekki heimavinnuna sína eftir allt?

Hversvegna þurfa eftirlitsstofnanir aukafrest til að skýra málatilbúnað sinn vegna tilmælanna?  Voru lögfræðingar FME og Seðlabankans ekki búnir að fara yfir málið áður en tilmælin voru samin?  Eru sem sagt ekki til lögfæðiálit inni í þessum stofnunum sem hægt er að senda strax til Umboðsmanns Alþingis?  Þetta er alveg dæmalaust rugl orðið!  

Gunnar Andersen sagði á blaðamannafundi vegna kynningar tilmælanna "að Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á að bregðast við aðstæðum á grunni faglegs mats á stöðunni.Varð það faglega mat einungis á hagfræðilegum grunni byggt? 

Arnór Sighvatsson sagði á sama blaðamannafundi að "þótt aðferðin sem lög mæla fyrir um að mati eftirlitsstofnana sé ekki eins hagstæð lántakendum sem tekið hafa gengistryggð lán og ef upphaflegir erlendir vextir samninganna stæðu óbreyttir, eins og sumir hafa gert kröfu um, þá mun staða þeirra eftir sem áður batna umtalsvert samanborið við óbreytt gengistryggingarákvæði."  Í hvaða heimi er maðurinn?  Gengistryggingarákvæðið var dæmt ólögmætt og á ekki að vera nefnt í þessu sambandi.  Við mat á stöðunni á að skoða lagalegan rétt málsaðila og ekkert annað.  Það á ekki að fara í samanburð á málsatvikum og velja hagstæðustu lausnina fyrir fyrirtækin með eitthvað sanngirnissjónarmið í huga.

Ræður þessara manna á blaðamannafundinum bera þess merki að einungis var tekið mið af hagfræðilegum rökum við gerð tilmælanna en heildarmyndin var ekki skoðuð með tilliti til lagalegs réttar neytend.  Þesar eftirlitsstofnanir brugðust skyldu sinni um árabil og ekki er verið að gera neina bragabót á vinnubrögðum þar á bæ.

Að mínu mati á Umboðsmaður Alþingis ekki að gefa frest enda á ekki að vera nein þörf á slíkum fresti.  Stofnanirnar héldu því fram að lögfræðingar hefðu þegar gefið sitt álit og á því hefði verið byggt við gerð tilmælanna.  Þar með ætti að vera einfalt og fljótlegt að afhenda Umboðsmanni þessi gögn til yfirferðar.  En nú er greinilega annað að koma á daginn.


mbl.is FME og Seðlabanki vilja frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband