#60. Og allir flugvellir opnir!

Það er annað upp á teningnum núna en þegar gosið stóð sem hæst og öllu flugvöllum var lokað. Skyldi askan vera öðruvísi nú ennþá? :-)
mbl.is Öskuryk á höfuðborgarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

Svifryksmengun vegna öskufoks er ekki það sama og öskuský sem bárust þvers og kruss um alla Evrópu.

Gísli Sigurður, 3.9.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hmmmm....ok. Eru öskukornin minni eða stærri en í gosinu? Er þau með hærra bræðslumarki núna? Í hverju skildi munurinn nú felast?

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2010 kl. 14:38

3 Smámynd: Gísli Sigurður

Hann felst í magni.

Gísli Sigurður, 3.9.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Kannski er líka búið að sprauta flugvélarnar við svínaflensu..? Nóg til

:)

Einhver Ágúst, 3.9.2010 kl. 15:18

5 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Þetta fer eftir í hvaða hæð rykið fer í, á meðan gosið stóð yfir fór rykið rúma 2 km hæð.

Guðjón Þór Þórarinsson, 3.9.2010 kl. 15:27

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Gísli, er magnið sem sagt minna í dag en þegar gosið stóð yfir? Eða fer minna magn í gegnum hreyfilinn?

Guðjón, af hverju skiptir hæðin máli að þínu mati? Flugvélar þurfa alltaf að lenda og taka á loft og mega þær þá fara í gegnum öskuský í klifri og aðflugi af því tíminn er svo stuttur?

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2010 kl. 15:32

7 Smámynd: Gísli Sigurður

Ég varla nenni að eyða tíma mínum í þetta.

Þú hlýtur að skilja hvað er átt við.

Svifryksmengun er hvorki í 33.000 fetum eins og millilandaflug, né 15.000 fetum eins og innanlandsflug.

Gosöskuskýið náði 30.000 fetum, og þéttnin í þeim var mörghundruðfalt meiri en heilsuverndarmörk um svifryksmengun. Ef ekki þúsundfalt meiri.

Enginn heilbrigður flugmaður flýgur í gegnum þær aðstæður með fulla vél af fólki.

Og með svar Guðjóns, þá er tíminn sem flugvélar fljúga í þessari hæð það óverulegur að hann veldur ekki hættu.

Rútubílstjóri myndi ekki hægja á sér út af vatnspolli á þjóðveginum. Það þýðir samt ekki að hann myndi botna drusluna þegar hann kæmi að Krossá.

Gísli Sigurður, 3.9.2010 kl. 15:50

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú þarft ekkert að eyða tíma þínum í þessa umræðu Gísli. Þér að segja starfa ég í fluggeiranum og færslan var sett inn sem ákveðinn kaldhæðni. Á meðan gosinu stóð horfði ég á Fokkerinn fara í loftið og hverfa inn í öskuský stuttu eftri flgutak. Nokkrum dögum seinna var öllum völlum lokað og allt blindflug bannað vegna öskuskýs á heiðskírum degi!

Þéttni ösku í gosöskuskýinu var aldrei mæld með samskonar mælitækjum og svifryksmengun er mæld. Þéttnin var áætluð og síðan var beitt líkindareikningi og tölvulíkönum til að áætla útbreiðsluna. Áhrif ösku á hreyfla geta verið víðtæk og ætla ég ekki að gera lítið úr þeim.

Vildi bara sjá hvað þið hefðuð fram að færa. :-)

Takk fyrir innlitið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2010 kl. 16:36

9 Smámynd: Gísli Sigurður

Haha, það gat ekki annað verið :)

Gísli Sigurður, 3.9.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband