#61. Hvað ef Ragnhildur hefði ekki þagað?

Hvað hefði gerst ef Ragnhildur hefði ekki þagað yfir þessum svikum og farið til yfirvalda með vitneskju sína? Eru líkur á að þessi svikamylla hefði samt náð þeim fjárupphæðum af almenningi og bönkum sem hún þó náði? Hefði botninn kannski verið sleginn fyrr úr tunnu Hannesar og félaga, þ.m.t. Jóns Ásgeirs, og staða íslensks efnahagslífs verið eilítið betri fyrir vikið?

Ég er ekki að benda á Ragnhildi sem sökudólg í þessu sambandi, einungis að benda á hvað þögn æðstu stjórnenda getur haft í för með sér ef þeim öðlast vitneskja um vafasama eða ólöglega gjörninga eigenda eða æðri stjórnenda, en gera ekkert í því að stoppa slíkt.


mbl.is Svikamyllan afhjúpast enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín G E

Það er mín skoðun að það sé á ábyrgð hvers einstaklings að vera heiðarlegur og koma hreint fram.  Hún var vafalaust bundin einhverskonar trúnaði en svei mér að fólk geti lifað með svona á samviskunni ár eftir ár.  Svo má deila um það hvort fólk hafi samvisku yfir höfuð...

Katrín G E, 3.9.2010 kl. 15:13

2 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Ég er bara að átta mig illa á þessum dagsetningum... Ef að Ragnhildur kom ekki með þessar upplýsingar fram í dagsljósið fyrr en apríl 2010, þá skil ég illa hvernig ég notaði þessa Sterling myllu sem útskýringardæmi á hruninu fyrir útlendingum í byrjun 2009.  Er þetta ekki búið að vera vitað lengi?  Mér fannst mjög skrýtið að lesa viðtalið við Vilhjálm þar sem hann talar um þetta eins og nýjar upplýsingar fyrir almenning... Er ég eitthvað að rugla, var þetta ekki vitað? 

Haukur Sigurðsson, 4.9.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Haukur, Ragnhildur hætti hjá FL árið 2005 af því að þar var verið að gera hluti sem hún vildi ekki taka ábyrgð á sem forstjóri, m.a. millifærslur á stórum fjárhæðum án hennar vitundar og ekki í þágu félagsins sem almenningshlutafélags. Hún tilkynnti hins vegar ekki til yfirvalda það sem hún komst að á þeim tíma. Hefði hún gert það er þá hugsanlegt að þessir félagar hefðu verið stöðvaðir fyrr með minni afleiðingum? Þá hefði Sterlingævintýrið kannski verið stoppað í fæðingu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.9.2010 kl. 01:53

4 Smámynd: Durtur

Mér finnst þetta pínulítið dularfullt: ég hefði haldið að hún hafi fengið holdugan starfslokasamning með ruddalegum þagnareiðsákvæðum, svo hún gæti verið tiltölulega sátt og mundi umfram allt halda kjafti, en það getur varla verið fyrst hún fór að tala opinskátt um þetta í Apríl... sem gefur mér ekki mörg önnur áhorfshorn en það að hún hafi vitað þetta allann tímann en bara ákveðið sjálf að segja engum fyrr en núna, þegar hún getur sparkað í rotnandi hræ FL-Group. Í fyrsta lagi þykir mér það undarlegt í ljósi þess að hún hætti útaf þessu, og í annan stað trúi ég því varla að svona sæt stelpa sé nógu mikill kúkalabbi til að liggja á svona upplýsingum, í allan þennan tíma, bara svona uppá pönkið.

Varla hafa verið ákvæði um trúnað sem giltu bara í fimm ár? Ég er nú hvorki vanur því að semja né skrifa undir samninga (frábið mér fremja svoleiðis eins og ég get) en þessháttar sprikl hljómar allavega hálffurðulega mínum gömlu eyrum.

Durtur, 6.9.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband