#104. Notum eignir lífeyrissjóðanna í þarfir innanlands.

Lífeyrissjóðirnir eiga eignir upp á 473 milljarða í útlöndum.  Það er hægt að gera margt fyrir þessa peninga, fjármögnun þyrlukaupa er eitt, annað varðskip er annað svo einblínt sé að þarfir LHG.  

Það er hins vegar kominn tími til að þessar eignir lífeyrissjóðanna skili sér heim og vinni fyrir eigendur sína með einum eða öðrum hætti hér innanlands. Ég sé ekki tilgang í því að þessar eignir sitji í útlöndum engum til góðs.  Þessa erlenda eign lífeyrissjóðanna er ekkert annað en stöðutaka gegn krónunni á tímum þegar hún má ekki við því!  Þessi auma ríkisstjórn á að skikka lífeyrissjóðina til að koma með þessa eign heim og vinna í hagkerfinu!  Jafnvel ætti að banna lífeyrissjóðunum að fjárfesta erlendis, alla vega tímabundið!


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupi þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já það er vissulega hægt að gera margt fyrir þessa peninga en ertu ekki að gleyma því hverjir eiga þessa peninga og til hvers þeir eru ætlaðir? Þeir eru eigna þeirra sem greitt hafa 10-14% af launum sínum í þá og þeir eru ætlaðir til þess að greiða þeim lífeyri við örorku eða vegna aldurs. Þssa peninga á að ávaxta á sem hagkvæmasta og öruggasta hátt og kostur er. Erlendis eða innanlands eftir því hvað er best.

Þessir peningar eru enginn viðlagasjóður eða ætlaðir til að skapa atvinnubótavinnu. Ekki frekara en þeir peningar sem þú hugsanlega átt á reikningi einhvers staðar.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.4.2011 kl. 18:43

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Jón Bragi ef þú lest það sem ég hef fram að færa hér á blogginu má þér vera ljóst að mér er fullkunnugt um hverjir eiga þessa peninga. Ég er einn af eigendunum en ég ekki von á því að fá krónu úr mínum sjóðum þegar ég kemst á aldur. Enda er ég að segja að þá eigi að nota innanlands í þágu eigenda sinna. Þessa peninga á ekki að ávaxta í annarri mynt en þeir eru ætlaðir að greiða lífeyri í. Þar með er verið að spila með þá og bæta við gengisáhættu sem engin þörf er á í núverandi ástandi.

"Þessir peningar eru enginn viðlagasjóður eða ætlaðir til að skapa atvinnubótavinnu." Af hverju er þá Lífeyrissjóður verslunarmanna að skuldbinda sig á næstu árum til að setja 16,1 milljarð í ERLENDA framtakssjóði en einungis 5,5 milljarða í innlenda sjóði? Þetta er ekkert annað en stöðutaka gegn krónunni, sem þó er enn lögeyrir þessa lands, og hagsmunum þeirra sem eru að greiða krónur í sjóðina núna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.4.2011 kl. 19:17

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og enn minna færð þú ef að þú styður þessa meðferð sjóðanna. Lastu ekki það sem stóð í greininni; "Með þessu móti væri hægt að tryggja lægri vaxtakjör en líklegt er að fengjust annars staðar...". Það á semsagt að lána þessa peninga með lægri vöxtum en hægt er að fá annars staðar. Og álítur þú virkilega að íslenskur gjaldeyrir sé svona mikið öruggari en erlendur? Það að taka heim sjóðina er virkilega að spila með þá og því miður virðast stjórnendur þeirra tilbúnir til þess. Þetta hafði t.d. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða að segja í ávarpi á aðalfundi Landssamtakana vorið 2009:

"Stjórnvöld óskuðu eftir aðkomu lífeyrissjóðanna við upphaf bankakreppunnar og fóru fram fundir forystusveitar lífeyrissjóðanna með nokkrum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október sl. Erindi stjórnvalda var að óska eftir því að sjóðirnir flyttu heim um 50% af erlendum eignum sínum að verðmæti á þáverandi gengi um 250 milljarðar króna. Boðað var til mjög fjölmenns fundar á vegum LL fyrr á laugardeginum áður en haldið var á fund ríkisstjórnar nýjan leik. Sjóðirnir tóku vel í þessa málaleitan stjórnvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í ályktun. Ekki reyndi þó á þennan velvilja lífeyrissjóðanna þegar í ljós kom að morgni mánudagsins 6. október sl. að vandi fjármálafyrirtækjanna var mun meiri en reiknað hafði verið með."

Arnar og kó voru semsagt tilbúnir í -og virðist þykja leitt að hafa ekki fengið að framkvæma þennan "velvilja"- að taka heim 250 milljarða og henda þeim í bankasukkið rétt áður en allt hrundi og gengi krónunar féll með 50% sem hefði þýtt að 125 milljarðar af þessum peningum hefðu horfið á einu bretti. Og þessir sömu menn sitja enn við stjórnvölinn í lífeyrissjóðunum og virðast ekki sjá neitt athugavert við þetta heldur á að grípa það tækifæri sem gefst núna til að henda lífeyrissjóðnum okkar í atvinnubótavinnu í hagkerfi sem er hrunið og með ónýtan gjaldmiðil, sem eingöngu er hlegið að erlendis og fæst ekki einu sinni skipt.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.4.2011 kl. 19:37

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég get varla fengið minna en ekki neitt þegar þar að kemur. :-) Ég er fyrst og fremst að mæla fyrir því að peningar lífeyrissjóðanna verði notaðir á Íslandi þar sem þeir eiga heima en ekki í útlöndum í erlendar fjárfestingar fyrir þarlenda.

Við eigum að nota þessa peninga til að styrkja íslenskt hagkerfi, íslenska framtakssjóði, byggja upp íslenskt atvinnulíf, þ.e. ef við ætlum að búa hérna áfram. Nú ef við ætlum ekki að gera það skulum við bara fá okkar framlag útgreitt úr sjóðunum og öll fara hvert sína leið og gleyma því að hafa fæðst á þessu skeri.

En ef við ætlum að vera hérna þurfum við að auka verðmætasköpun innanlands sem við seljum síðan úr landi til að afla gjaldeyris. Við gætum stórminnkað innflutning á matvælum með því að styrkja grundvöll landbúnaðarins. Ég velti hér fram hvort við gætum hugsanlega stóraukið sauðfjárrækt og komið mörgum, ef ekki flestum, jörðum í búskap á ný ef við seldum lambakjöt úr landi á fæti? Nánast öll Mið-Austurlönd kaupa lamba-eða geitakjöt á fæti til slátrunar á heimamarkaði. Þetta kjöt kemur núna frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Georgíu svo dæmi séu tekin. Hví ekki héðan? Gætu blómaræktendur hugsanlega komist inn á markaði í Evrópu með sína vöru ef þeir fengju ódýrara rafmagn? Í dag er flogið frá sunnanverðri Afríku og Suður-Ameríku með blóm á stærsta blómamarkað í heimi, Amsterdam. 12-16 tíma flug, mörg flug á dag. Það er einungis 3 1/2 tíma flugtími frá Íslandi á þennan markað. Hvers vegna erum við ekki að taka meir þátt í þessu?

Við eigum nóga peninga til að nota á Íslandi. Til hvers eru íslenskir lífeyrissjóðir að setja peninga í erlenda framtakssjóði? Til hvers erum við að fá lánaða peninga erlendis frá til þess að geta keypt gjaldeyri og flutt íslenskar krónur úr landi?

Nei, þetta lífeyrissjóðakerfi er komið að fótum fram og stendur ekki undir sér til lengri tíma litið. Ávöxtun á erlendri grundu er bundin gengisáhættu á meðan við notum krónuna hér innanlands. Nú er komið að því að innleysa gróðann, flytja hann heim og núllstilla hagkerfið og skipta síðan um gjaldmiðil. Þá fyrst skulum við ræða að ávaxta eignir í útlöndum og þá í sama gjaldmiðli og hér er notaður.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.4.2011 kl. 23:19

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gengisáhættan er á báða bóga og hingað til hafa peningarnir verið öruggari í erlendum en innlendum gjaldeyri. Þessa peninga á fyrst og fremst að geyma og ávaxta með hagsmuni þeirra sem eiga þá að leiðarljósi og ekkert annað. Ekki t.d. til að niðurgreiða íslenskt lambakjöt...

Jón Bragi Sigurðsson, 10.4.2011 kl. 20:54

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Við eigum ekki að búa við gengisáhættu eða treysta á gengishagnað þegar við erum með lífeyrinn okkar í höndunum.

Ég sagði aldrei að við ættum að niðurgreiða lambakjöt, aðrar landbúnaðarvörur né nokkra aðra framleiðsluvöru með lífeyrissjóðunum okkar. Gaf það ekki í skyn, né dettur það til hugar. Það sem ég nefndi varðandi landbúnaðinn var bara dæmi um hvað við getum gert hérna innanlands til að skapa gjaldeyri án þess að flytja inn verulegt hráefni til verðmætasköpunar. Að skapa gjaldeyri með vöru sem sprettur af landinu ætti að vera hagkvæmasta leiðin til verðmætasköpunar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.4.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband