#121. Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum manni.......
24.6.2011 | 16:06
Steingrímur sagði eitt og annað í þessu viðtali í Kastljósi í gær. Hann minntist náttúrulega ekki á að Ísland er eina landið í Evrópu þar sem bensínverð hækkar skuldir heimila. Í staðinn beindi hann talinu að vistvænni orku, sparneytnari bílum og tískulausn vinstri manna nefnilega að efla almenningssamgöngur. Hann minntist ekki á að stór og góður bíll bjargaði lífi hans eftir bílveltu 16. janúar 2006 um hávetur. (innskot: hlekk um bílinn bætt við eftir að færsla var birt.)
Hvernig bíl skyldi hann nú hafa keypt í stað þessa flaks? Jú árið 2009, þegar hann tók sæti í ríkisstjórn ók hann um á Volvo XC90 jeppa. Samkvæmt verðlista Brimborgar þá kostaði ódýrasti bíllinn af þessari tegund yfir 10 milljónir króna. Hann minntist ekki á það.
Hann minntist ekki á gamla Volvoinn sinn sem ég efast um að sé mjög sparneytinn eða öruggur samanborið við bíla í sambærilegum stærðarflokki í dag.
Nei, almúginn á að kaupa sparneytnari (lesist litla) bíla á lömuðum bifreiðamarkaði og fara með strætó. Getum við ekki farið að losna við þennan mann út í hafsauga?!
Skatthlutfall með því lægsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð ábending hjá þér. Ég efast um að einhverjir taki mark á Steingrími. Þeir fáu sem gerðu það fyrir Kastljósþáttinn í gær eru örugglega hættir að gera það núna.
Þessi maður er verri en Georg Bjarnfreðarson sem er þó með fimm háskólagráður og þar að auki kennsluréttindi.
Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.