#133. Fraktflugvélar orðnar að einkaþotum?

Fyrirsögn og niðurlag þessarar fréttar er ansi broslegt fyrir þá sem þekkja til. Orðið risaþota er að öllu jöfnu notað yfir mjög stórar þotur eins og Boeing 747 eða 777, og Airbus 330, 340 eða 380. Enginn íslenskur auðmaður hafði aðgang að svoleiðis vél í einkaþágu að mínu viti. Vélarnar sem Darling var bent á í Luxembourg sem íslenskar voru líklega vélar frá Air Atlanta í reglubundnu viðhaldi hjá Cargolux eða í leiguverkefnum fyrir Cargolux. Þá er venjulega aðeins ein flugvél á flugbraut hverju sinni. Sé þetta bein þýðing á textanum í bók Darlings er greinilegt að hann eða ráðgjfafi hans veit ekki mikið um flugvélar eða flugrekstur. Orðræða hans um íslenksar risaþotur sem einkaþotur er því villandi svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Ríkir Íslendingar og risaþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ömurlegur maður í alla staði. Hann er enn að reyna að draga upp þá mynd að allir Íslendingar séu ofstopafullir óreiðumenn, til þess að verja þær glæpsamlegu og óvinveittu aðgerðir sem hann og Brown gripu til gegn okkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 18:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo vildi kappinn víst ekki fljúga í gegnum Íslenskt flugumferðarsvæði. Hann hefur sennilega haldið að Íslenski flugherinn skyti niður vélina og flotinn ógurlegi sem sigraði þann breska í þorskastríðunum kæmi og fiskaði hann upp.

Garpurinn hefur sennilega haldið að hann lenti í framhaldinu á "Lilla Röni", sem Taylor landhelgisbrjótur lýsti eftirminnilega sem hræðilegasta stað í heimi, eftir fárra daga dvöl, áður en hann var af ríkinu leystur út með gjöfum, rétt fyrir jól, og sendur heim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2011 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband