#146. Fyrsta dauðsfallið vegna sparnaðar?
14.11.2011 | 12:17
Nú um helgina var í gangi ein stærsta björgunaraðgerð um árabil þar sem leitað var að sænskum ferðamanni í bráðri lífshættu. Veðurskilyrði til leitar með þyrlum voru mjög óhagstæð sem og aðstæður á landi erfiðar.
Nú er ómögulegt að fullyrða neitt en ég velti fyrir mér hvort flugvélin, með sinni fullkomnu hitamyndavél, hefði nýst við að finna sænska ferðamanninn fyrr en raunin varð um helgina? Hún hefði klárlega getað flogið hærra og leitað yfir mun stærra svæði en þyrlurnar gátu gert.
Það er sorglegt að TF-SIF skuli þurfa að sanna notagildi sitt við eftirlits-, leitar- og björgunarstörf á erlendri grundu en ekki hér á Íslandi, vegna sparnaðaraðgerða stjórnvalda.
TF-SIF á að vera til taks á landinu 24 tíma á dag, allan ársins hring, til eftirlits-, leitar- og björgunarstarfa á Íslandi og í íslensku fiskveiðilögsögunni. Til þess var hún keypt.
Ég hef ekki séð einn einasta fjölmiðil velta upp þeirri spurningu hvers vegna flugvélin var ekki notuð við leitina.
Var þessi sænski ferðmaður fyrsta dauðsfallið vegna sparnaðar í rekstri Landhelgisgæslunnar?
Fundu flóttamenn á Miðjarðarhafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.