#170. Landsbankinn ætlar ekki að endurreikna frekar.

Fyrr í dag átti ég tölvupóstsamskipti við Ásgeir H. Jóhannsson deildarstjóra lögfræðisviðs Landsbankans, vegna bílasamnings sem ég gerði við SP-Fjármögnun árið 2007. Ég hef reyndar átt í samskiptum við lögfræðisviðið frá því sl. haust vegna bílasamnings míns, og þar áður við þáverandi lögfræðing SP-Fjármögnunar. Landsbankinn hefur haldið því fram í fyrri samskiptum að þar sem  endurreikningur hafi farið fram sbr. lög nr. 151/2010 verði hann ekki leiðréttur frekar án dómafordæma.  (Ég hef reyndar ítrekað haldið því fram að ekki þurfi endurreikning því heildarlántökukostnaður lánsins sé tilgreindur á greiðsluáætlun sem er hluti samningsins.  Í neytendalánalögum er tilgreint að ekki megi innheimta frekari lántökukostnað en þar er tilgreindur.  Það hefur þó ekki reynt á þetta sjónarmið fyrir rétti.)

Í samskiptum dagsins hafnar Ásgeir því hins vegar að Hrd. 600/2011 eigi við um bílasamninga Landsbankans, en rökstyður það ekki frekar. Ég benti honum því á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 (Samvirknismálið) sem kveðinn var upp þann 8. nóvember 2012 og Landsbankinn var aðili að, hvar úrskurðað var að óheimilt væri að endurreikna þegar greiddar greiðslur skv. ákvæðum laga nr. 151/2010 svo íþyngjandi væri fyrir skuldara, og vísaði dómarinn sérstaklega í Hrd. 600/2011.  En allt kom fyrir ekki.  Þrátt fyrir dómafordæmi stendur afstaða Landsbankans óhögguð.

Út frá efni dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins sem dagsett er 12.apríl sl., og ætti að hafa borist Landsbankanum, sætir það því furðu minni að deildarstjóri lögfræðisviðs Landsbankans haldi því fram ofangreindu sjónarmiði, án frekari rökstuðnings.  Ég hef því sent enn einn tölvupóstinn og óskað eftir bréfi frá Landsbankanum þar sem tilgreind verði öll dómafordæmi sem eiga við um núverandi innheimtu míns samnings.

Lögfræðisvið Landsbankans hefur víst venjulega ekki bein samskipti við viðskiptavini og verður því að gefa Ásgeiri kredit fyrir að hafa svarað mér til þessa.  Aðrir viðskiptavinir sem vilja leita réttar síns við Landsbankann geta haft samband við Ásgeir á netfangið: Asgeir.H.Johannsson@landsbankinn.is.


mbl.is FME: Bankarnir skýri nánar lögleg lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband