#172. Glæpafyrirtækið Lýsing lagt en Landsbankinn (SP og Avant) er eftir!

Enn einn sigur lántaka í dómsmálum vegna gengistryggðs bílafjármögnunarsamnings er í höfn.  Þá er niðurstaða Hæstaréttar vegna verðtryggingarþáttarins athyglisverð og áhugavert væri að skoða hana í víðara samhengi, t.d. vegna íbúðalána.  Ég óska þeim aðilum sem munu njóta góðs af niðurstöðu hans til hamingju, en ég þori að veðja að Landsbankinn mun ekki líta svo á að þessi niðurstaða hafi fordæmisgildi vegna samninga á hans vegum.  Viðskiptavinir SP-Fjármögnunar og Avant munu vafalaust þurfa að bíða enn um sinn.

Og ég lýsi eftir viðbrögðum sérstaks saksóknara vegna hegðunar stjórnenda Lýsingar, sem og annarra fjármálafyrirtækja.  Hvernig væri að fara draga stjórnendur þessara fyrirtækja til ábyrgðar vegna þessara ólögmætu viðskipta og ekki síður gegndarlaus virðingarleysis fyrir landslögum og dómafordæmum?  Hvað hafa mörg heimili og fyrirtæki verið keyrð í þrot með ólögmætri innheimtu og ekki síst, kolólöglegum og forsendulausum vörslusviptingum bifreiða og vinnuvéla?

Já, ábyrgð þessara aðila er mikil, en ég hef litla von um að þeir verði látnir axla hana vegna þessara viðskipta!

Ég hvet þó viðskiptavini SP og Avant að krefja Landsbankann svara vegna sinna samninga. Deildarstjóri lögfræðisviðs Landsbankans heitir Ásgeir H. Jóhannsson, netfangið hans er: Asgeir.H.Johannsson@landsbankinn.is.

Gleðilegt sumar! 


mbl.is Fordæmi fyrir þúsundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband