#177. Aldrei axlar neinn ábyrgðina!

Þrátt fyrir marga dóma um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga er enginn forsvarmaður banka eða annara fjármögnunarfyrirtækja sóttur til ábyrgðar. Fólk sem þáði milljónir í laun og bónus fyrir að bera ábyrgð á að starfsemin væri lögum samkvæmt er stikkfrítt. Skilaboðin sem framkvæmdavaldið hefur til forsvarsmanna þeirra eru í raun engin

Almenningur er bara frekur skríll sem á bara að borga og þegja og ekki vera eyða tíma saksóknara og dómstóla með fokdýrum kröfum á fjármálafyrirtæki.

ÞETTA ER HANDÓNÝTT KERFI SEM VIÐ BÚUM VIÐ Í ÞESSU VOLAÐA LANDI! 


mbl.is Gengistrygging ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Meðan almenningur ber ekki ábyrgð á eigin gerðum getur hann ekki krafið stjórnmálamenn um ábyrgð.

Þess vegna er kallað eftir endurreistu Þjóðveldi, því það kerfi krefur hvern frjálsan borgara eftir ábyrgð, og gefur honum tólin til að krefja stjórnmálagengið um ábyrgð.

Guðjón E. Hreinberg, 5.6.2013 kl. 21:06

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú mátt gjarnan útskýra betur hvað þú átt við með að almenningur beri ekki ábyrgð á eigin gerðum.

Og svo það sé á hreinu er ég að kalla eftir aðgerðum framkvæmdarvaldsins þegar lög landsins eru þverbrotin í starfsemi starfsleyfisskyldra aðila, en ekki einhverjum aðgerðum stjórnmálamanna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.6.2013 kl. 21:42

3 identicon

Það hefur verið hrein unun að fylgjast með þér Erlingur Alfreð fyrir elju og baráttu þína og málefnaleg skrif þín , segja má fyrsta í hruni.

En segðu okkur hefur þú séð eða heyrt í Marino G Njálsson hann virðist vera horfin af ritvellinum, gæti verið að sé búið að stinga upp í hann beini ? Því trúi ég nú samt varla að sá öðlingur láti nappa sig, og hvað með þennan margumrædda Frosta, hvar er sá rit og hugmyndasmiður ??....

Ja maður spyr sig , mikið ofsalega væri fróðlegt að fara að heyra frá þeim heiðursmönnum Marino og Frosta á blogginu innan skamms.. Enn og aftur takk Erlingur...fyrir skrif þín og elju

Kristinn J (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 22:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök heimilanna auglýsa eftir löglegum lánasamningi frá SP-Fjármögnun eða Lýsingu.

Höfum ekki fengið að sjá neinn ennþá. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2013 kl. 02:39

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Takk fyrir ummælin Kristinn. Þessi skrif voru fyrst og fremst hvatning til fólks í sömu sporm að standa upp og mótmæla þessu rugli öllu saman, ekki bara innan bankanna heldur ekki síður innan framkvæmdarvaldsins. Maður spyr sig hvers lags fólki okkar "frábæra" menntakerfi hefur verið að skila út í þjóðfélagið undanfarna áratugi. Virðast vera meira og minna meðvirkir sauðir.

Mér skilst af hans eigin skrifum að Marinó sé farinn að vinna erlendis og hafi því mun minni tíma en áður til að fylgja þessum málum eftir. Það er vissulega miður enda alltaf fróðlegir og málefnalegir pistlar frá honum.

Nefndan Frosta þekki ég ekki til.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.6.2013 kl. 09:03

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það væri líka fróðlegt Guðmundur, að fá að sjá lánasamninga frá Lykli, fjármögnunarleigu MP banka. Þar stýrir skútunni títtnefndur Kjartan Georg Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri SP, og hefur sér til liðsinnis nokkra fyrrum starfsmenn SP-Fjármögnunar.

Ansi margir almennir samningsskilmálar SP-Fjármögnunar voru að mínu mati ósvífnir, eins og ég hef rakið hér á blogginu í upphafspistlum mínum, og gengu gegn stjórnarskrá, eins og t.d.: „SP, eða þeir sem SP tilnefnir, á að hafa óskoraðan aðgang að starfstöð leigutaka, heimili eða starfssvæði til að skoða bifreiðina." Þetta er náttúrulega yfirgengileg frekja að krefjast óskoraðs aðgangs að heimili viðskiptavinar. En Neytendastofa vísaði á dómstóla vegna þessa skilmála þegar ég kvartaði vegna hans. Ótrúlegt getuleysi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.6.2013 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband