Höfundur
Erlingur Alfreð Jónsson
Þrjóskur, þver, þversum en um leið sanngjarn. Tekur rökum en ekki endilega sönsum. Hafnar rökleysu, þvætingi, bulli, yfirgangi, frekju, óheiðarleika, lygum. Vill ekki kynnast lygurum, frekjum, fávitum og vitleysingum. Tjáir skoðanir sínar hér á mönnum og málefnum sem ekki endilega eru þær réttu en eiga þó rétt á sér. Er leikmaður, ólöglærður, en reynir að byggja málflutning á staðreyndum. Ætlar ekki að opna Facebook síðu. Allar fullyrðingar settar fram af mér á þessari síðu eru mínar sjálfstæðu skoðanir og túlkanir eftir skoðun á málefninu. Þær þurfa ekki að vera réttar en þó er reynt að móta þær af staðreyndum mála.
Var sá 3,781,074,142 á lífi við fæðingu og númer 77,970,589,398 frá upphafi vega.
Eldri færslur
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
#177. Aldrei axlar neinn ábyrgðina!
5.6.2013 | 20:55
Þrátt fyrir marga dóma um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga er enginn forsvarmaður banka eða annara fjármögnunarfyrirtækja sóttur til ábyrgðar. Fólk sem þáði milljónir í laun og bónus fyrir að bera ábyrgð á að starfsemin væri lögum samkvæmt er stikkfrítt. Skilaboðin sem framkvæmdavaldið hefur til forsvarsmanna þeirra eru í raun engin.
Almenningur er bara frekur skríll sem á bara að borga og þegja og ekki vera eyða tíma saksóknara og dómstóla með fokdýrum kröfum á fjármálafyrirtæki.
ÞETTA ER HANDÓNÝTT KERFI SEM VIÐ BÚUM VIÐ Í ÞESSU VOLAÐA LANDI!
Gengistrygging ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Skjöl
- Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og það skoða með Adobe Reader. Afsakið hvað það er óskýrt.
- Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader
- Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 með litmmerktum texta og mínum athugasemdum.
- Ársreikningur SP 2008 Ársreikningr SP-Fjármögnunar hf. fyrir árið 2008
- Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja vegna setningu laga nr. 161/2002
- Grein í MBL um stjórnarskrárbrot Grein í BML um stjórnarskrárbrot í 8.gr. almennra samningsskilmála bílasamnings SP-Fjármögnunar hf.
- Lög um neytendalán nr. 121/1994 Lög um neytendalán með áherslum vegna hugleiðinga um bílalán
- Orðasafn starfsmanna fjármálafyrirtækja Orð og hugtök um viðfangsefni starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Svar Avant til FME Svar Avant við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Íslandsbanka Fjármögnunar til FME Svar Íslandsbanka Fjármögnunar við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Lýsingar til FME Svar Lýsingar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar SP-Fjármögnunar hf. til FME Svar SP-Fjármögnunar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Tilkynning SP til FME í maí 2003 Tilkynning SP til FME í maí 2003 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2004 Tilkynning SP til FME í júlí 2004 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2005 Tilkynning SP til FME í janúar 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2005 Tilkynning SP til FME í júlí 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2006 Tilkynning SP til FME í janúar 2006 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilskipun ESB um neytendavernd og óréttmæta viðskiptahætti Tilskipun ESB með áherslum á athyglisverð ákvæði sem athuga má með bílalán í huga
- Tilskipun ESB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán
- Yfirlit allra starfsleyfa lánastofnana Heildaryfirlit starfsleyfa lánastofnana af vef FME. Ég mæli með að skjali sé hlaðið niður og skoða með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Avant frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Avant frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Lýsingar frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Lýsingar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis SP-Fjármögnunar hf. frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi SP-Fjarmögnunar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
Ýmsir
- Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 þar sem lántökukostnaður á neytendaláni var felldur niður þar sem árlega hlutfallstölu vantaði.
- Frétt Eyjunnar um tæknilegt gjaldþrot SP Frétt Eyjunnar 6.júlí 2010 um tæknilegt gjaldþrot SP í árslok 2008
- Frétt Stöðvar 2 um myntkörfulán SP. Frétt Stöðvar 2 þ. 6. apríl 2010 um myntkörfulán SP.
- IFRI - Tillögur um úrbætur á fjármálakerfi Íslands. IFRI er hópur áhugamanna um breytingar og umbætur á núverandi peninga- og fjármálakerfi
- Samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán Samantekt af svipan.is á umræðu um gengistryggð lán
- Topplistinn Listi yfir vefsíður
- Vefur SP-Fjármögnunar Vefur SP-Fjármögnunar hf.
Færsluflokkar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Meðan almenningur ber ekki ábyrgð á eigin gerðum getur hann ekki krafið stjórnmálamenn um ábyrgð.
Þess vegna er kallað eftir endurreistu Þjóðveldi, því það kerfi krefur hvern frjálsan borgara eftir ábyrgð, og gefur honum tólin til að krefja stjórnmálagengið um ábyrgð.
Guðjón E. Hreinberg, 5.6.2013 kl. 21:06
Þú mátt gjarnan útskýra betur hvað þú átt við með að almenningur beri ekki ábyrgð á eigin gerðum.
Og svo það sé á hreinu er ég að kalla eftir aðgerðum framkvæmdarvaldsins þegar lög landsins eru þverbrotin í starfsemi starfsleyfisskyldra aðila, en ekki einhverjum aðgerðum stjórnmálamanna.
Erlingur Alfreð Jónsson, 5.6.2013 kl. 21:42
Það hefur verið hrein unun að fylgjast með þér Erlingur Alfreð fyrir elju og baráttu þína og málefnaleg skrif þín , segja má fyrsta í hruni.
En segðu okkur hefur þú séð eða heyrt í Marino G Njálsson hann virðist vera horfin af ritvellinum, gæti verið að sé búið að stinga upp í hann beini ? Því trúi ég nú samt varla að sá öðlingur láti nappa sig, og hvað með þennan margumrædda Frosta, hvar er sá rit og hugmyndasmiður ??....
Ja maður spyr sig , mikið ofsalega væri fróðlegt að fara að heyra frá þeim heiðursmönnum Marino og Frosta á blogginu innan skamms.. Enn og aftur takk Erlingur...fyrir skrif þín og elju
Kristinn J (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 22:46
Hagsmunasamtök heimilanna auglýsa eftir löglegum lánasamningi frá SP-Fjármögnun eða Lýsingu.
Höfum ekki fengið að sjá neinn ennþá. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2013 kl. 02:39
Takk fyrir ummælin Kristinn. Þessi skrif voru fyrst og fremst hvatning til fólks í sömu sporm að standa upp og mótmæla þessu rugli öllu saman, ekki bara innan bankanna heldur ekki síður innan framkvæmdarvaldsins. Maður spyr sig hvers lags fólki okkar "frábæra" menntakerfi hefur verið að skila út í þjóðfélagið undanfarna áratugi. Virðast vera meira og minna meðvirkir sauðir.
Mér skilst af hans eigin skrifum að Marinó sé farinn að vinna erlendis og hafi því mun minni tíma en áður til að fylgja þessum málum eftir. Það er vissulega miður enda alltaf fróðlegir og málefnalegir pistlar frá honum.
Nefndan Frosta þekki ég ekki til.
Erlingur Alfreð Jónsson, 6.6.2013 kl. 09:03
Það væri líka fróðlegt Guðmundur, að fá að sjá lánasamninga frá Lykli, fjármögnunarleigu MP banka. Þar stýrir skútunni títtnefndur Kjartan Georg Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri SP, og hefur sér til liðsinnis nokkra fyrrum starfsmenn SP-Fjármögnunar.
Ansi margir almennir samningsskilmálar SP-Fjármögnunar voru að mínu mati ósvífnir, eins og ég hef rakið hér á blogginu í upphafspistlum mínum, og gengu gegn stjórnarskrá, eins og t.d.: „SP, eða þeir sem SP tilnefnir, á að hafa óskoraðan aðgang að starfstöð leigutaka, heimili eða starfssvæði til að skoða bifreiðina." Þetta er náttúrulega yfirgengileg frekja að krefjast óskoraðs aðgangs að heimili viðskiptavinar. En Neytendastofa vísaði á dómstóla vegna þessa skilmála þegar ég kvartaði vegna hans. Ótrúlegt getuleysi.
Erlingur Alfreð Jónsson, 6.6.2013 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.