#180. Getur líka farið að lögum!
30.7.2013 | 10:40
Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður segir að Landsbankinn hafi næg fordæmi til að endurreikna meginþorra gengislána bankans. Hann minnist hins vegar ekki á að bankinn hefur líka skýr lagafyrirmæli til að fara eftir í starfsemi sinni en eins og við vitum hafa stjórnendur bankans kosið að hundsa lög og dómafordæmi vegna þessara lána. Á því virðist ekki ætla verða breyting.
Það er líka rétt að benda á að flestir dómar sem hafa fallið eru í málum lögaðila, ekki venjulegra neytenda. Venjulegir neytendur eiga líklega betri rétt en lögaðilar við endurreikning vegna ákvæða neytendalánalaga sem kveða á um að fjármálastofnanir upplýsi neytendur um heildarlántökukostnað þegar lán er tekið. Fyrrnefnd lög kveða einnig á að upplýsi skuli neytendur hvernig lántökukostnaður geti breyst og við hvaða aðstæður. Lögin kveða líka að við samningsgerð sé gefin upp árleg hlutfallstala kostnaðar vegna lánsins. Sé ekkert af framangreindu gert er óheimilt að innheimta lántökukostnað sem breytir árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Engir dómar sem hafa fallilð hafa vegna gengistryggðra lána hafa tekið á þessu atriði laganna sem sett var inn til að uppfylla tilskipun Evrópusambandsins um ólögmæta viðskiptahætti. Evrópudómstóllinn hefur fellt úrskurð um túlkun á þessu ákvæði í máli C-76/10. Að mínu mati hefði verið hægt fyrir löngu síðan að ljúka flestum þessara mála með skoðun þessara laga og miða alla innheimtu við upphaflegar greiðsluáætlanir lána. Þessi dómstólaleið er alltof seinfarin og torsótt enda eiga flestir neytendur ekki auðvelt með að leggja út fyrir lögmannskostnaði vegna dómsmáls.
Þess ber líka að geta að Landsbankinn hefur líka hundsað tilmæli Fjármálaeftirlitsins frá 12.apríl þess efnis að fjármálastofnanir upplýsi viðskiptavini sína hvaða dómafordæmi eigi við um gengistryggð lán þeirra.
Lögfræðideild bankans hefur líka hundsað mína ósk um tilvísanir í öll dómafordæmi sem mögulega gilda um mitt bílalán hjá bankanum. Óskin var sett fram í vor nokkrum dögum eftir að Fjármálaeftirlitið sendi fjármálastofnunum fyrrnefnt dreifibréf en ekkert svar hefur borist enn, og kemur líklega ekki.
Landsbankinn er í eigu landsmanna.
Getur endurreiknað flest gengislán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landsbankinn eru skipulögð glæpasamtök.
Enda hefur hann aldrei neitað því að svo sé.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.