#186. Rétt skal vera rétt.
7.8.2013 | 19:42
Í frétt mbl.is er eftirfarandi millifyrirsögn og texti:
Yfirborð sjávar 3,5 cm yfir fyrri met
Einnig þar var met slegið árið 2012, þegar sjávaryfirborð mældist að jafnaði á heimsvísu 3,5 cm hærra en það var áður hæst, árin 1993 og 2010.
Millifyrirsögnin er röng, og fullyrðingin sem síðar kemur einnig. Eins og sést á þessum útdrætti á síðu bandarísku veðurstofunnar NOAA, kemur fram í skýrslunni að sjávarstaða ársins 2012 var 3,5 cm (1.4 inches) yfir meðaltali áranna 1993-2010. Meðaltalið var ennfremur það hæsta frá 1993. En ekki að sjávarstaðan hafi verið 3,5 cm hærri en fyrri met!
Þá segir ennfremur í sömu málsgrein:
Bráðnun íssins hefur áhrif á yfirborð sjávar.
Ekki er þó hirt um að tilgreina hvað ís er um að ræða og hver áhrifin eru.
Alkunna er að vatn þenst út þegar það frýs. Ís, sem flýtur í vatni/sjó, lækkar því yfirborðsstöðu við bráðnun. Bráðnun heimskautaís sem þegar er í sjó, hvar á jörðinni sem hann er, hækkar því ekki sjávarstöðu heldur þvert á móti lækkar hana lítillega. Þó eru áhrifin líklega svo lítil að varla tekur því að nefna eða mæla.
Ís, sem liggur eingöngu á landi, hækkar að sama skapi sjávarstöðu heilt yfir þegar hann bráðnar.
Norðurísinn aldrei hörfað hraðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt skal vera rétt. Lestu næstu setninguna á undan.
Þó að það sé millifyrirsögn á milli, þá er augljóslega verið að tala um sömu bráðnunina.
Kristinn Eysteinsson, 9.8.2013 kl. 13:58
Jú sæll Kristinn. Það má alveg færa rök fyrir því sem þú segir. Það hefði þá verið betra að hafa millifyrirsögnina á undan setningunni sem þú vísar til, þú hún sé efnislega röng.
En þar sem fréttin gengur út ástand Norðurheimskautssvæðisins í heild sinni, og þar með hafíssbreiðuna líka, setti ég þetta svona fram.
Takk fyrir innleggið.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2013 kl. 15:15
Ég get verið sammála því að millifyrirsögnin er á röngum stað og ruglar samhengið eitthvað. En ertu viss um að staðhæfingin sé efnislega röng? Setningin var svona hjá Mogganum:
Í skýrslunni sjálfri stendur:
Mogginn er oft með klaufalegt orðalag, en mér sýnist þetta vera nokkuð rétt þýtt hjá þeim í þetta skiptið. Það eina sem ég sé sem mætti setja út á er orðið "meðalbráðnun", en "bráðnun" hefði verið nóg.
Kristinn Eysteinsson, 10.8.2013 kl. 15:46
Skoðaðu hvernig færslan byrjar. Ég er ekki að setja út á setninguna sem þú týnir til heldur er ég að vísa í millifyrirsögnina og svo setninguna litlu síðar sem segir að yfirborð sjávar hafi mælst 3,5 cm hærra en árin 1993 og 2010. (Þess vegna eru þær nefndar í færslunni.) Það sem staðhæft er er rangt og sést í hlekknum sem ég setti inn, því þar er að finna graf útdrátt úr skýrslunni og graf yfir sjávarstöðu sem byrjar árið 1993 og og endar 2013.
Þetta sama graf með nákvæmari kvarða er hægt að skoða á vef AVISO sem er stofnunin sem gögnin eru fengin frá, eins og tiltekið er í myndtexta á hlekknum sem vísað er til. Grafið er að finna í þessari grein.
Grafið sýnir mánaðarlega sjávarstöðu á tímabilinu og berlega sést að á árinu 2010 er sjávarstaða hæst frá 1993, eða u.þ.b. 53 mm hærri en ársgildið frá 1993, og síðan er bætt um betur árið 2012 þegar yfirborðið er u.þ.b. 62-63 mm hærra en 1993.
S.s. yfirborð sjávar árið 2012 var ekki 3,5 cm hærra en fyrri met. Það er það sem ég var að gagnrýna sem rangfærslu mbl.is.
Erlingur Alfreð Jónsson, 10.8.2013 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.