Höfundur
Eldri færslur
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
#194. Sér er nú hver vitleysan!
25.4.2014 | 10:34
Í fréttinni er eftirfarandi fullyrðing:
"Óttast var að ef jaki brotnaði frá jöklinum myndi það hækka yfirborð sjávar."
Þetta er náttúrulega rakið bull og vitleysa. Ís frá jökli sem þegar er kominn í sjó fram hækkar ekkert yfirborð sjávar þó hann brotni frá jöklinum. Sjávarstaða helst algjörlega óbreytt. Ennfremur breytist sjávarstaða ekkert, svo merkjanlegt sé, þó að jakinn bráðni því vatn þenst út við að frjósa og við bráðnun jakans lækkar því sjávarstaða ef eitthvað. Munurinn er þó svo lítill að enginn verður var við það. Hvað sjávarstöðu varðar er það því í raun hið besta mál að jakinn hafi brotnað frá. Hann bráðnar þá fyrr.
Þessi frétt er bara eitt dæmið um áróðursmaskínu loftslagsvísinda og spilað er á fávísi almennings.
Ísjaki á stærð við Chicago | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Skjöl
- Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og það skoða með Adobe Reader. Afsakið hvað það er óskýrt.
- Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader
- Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 með litmmerktum texta og mínum athugasemdum.
- Ársreikningur SP 2008 Ársreikningr SP-Fjármögnunar hf. fyrir árið 2008
- Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja vegna setningu laga nr. 161/2002
- Grein í MBL um stjórnarskrárbrot Grein í BML um stjórnarskrárbrot í 8.gr. almennra samningsskilmála bílasamnings SP-Fjármögnunar hf.
- Lög um neytendalán nr. 121/1994 Lög um neytendalán með áherslum vegna hugleiðinga um bílalán
- Orðasafn starfsmanna fjármálafyrirtækja Orð og hugtök um viðfangsefni starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Svar Avant til FME Svar Avant við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Íslandsbanka Fjármögnunar til FME Svar Íslandsbanka Fjármögnunar við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Lýsingar til FME Svar Lýsingar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar SP-Fjármögnunar hf. til FME Svar SP-Fjármögnunar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Tilkynning SP til FME í maí 2003 Tilkynning SP til FME í maí 2003 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2004 Tilkynning SP til FME í júlí 2004 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2005 Tilkynning SP til FME í janúar 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2005 Tilkynning SP til FME í júlí 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2006 Tilkynning SP til FME í janúar 2006 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilskipun ESB um neytendavernd og óréttmæta viðskiptahætti Tilskipun ESB með áherslum á athyglisverð ákvæði sem athuga má með bílalán í huga
- Tilskipun ESB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán
- Yfirlit allra starfsleyfa lánastofnana Heildaryfirlit starfsleyfa lánastofnana af vef FME. Ég mæli með að skjali sé hlaðið niður og skoða með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Avant frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Avant frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Lýsingar frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Lýsingar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis SP-Fjármögnunar hf. frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi SP-Fjarmögnunar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
Ýmsir
- Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 þar sem lántökukostnaður á neytendaláni var felldur niður þar sem árlega hlutfallstölu vantaði.
- Frétt Eyjunnar um tæknilegt gjaldþrot SP Frétt Eyjunnar 6.júlí 2010 um tæknilegt gjaldþrot SP í árslok 2008
- Frétt Stöðvar 2 um myntkörfulán SP. Frétt Stöðvar 2 þ. 6. apríl 2010 um myntkörfulán SP.
- IFRI - Tillögur um úrbætur á fjármálakerfi Íslands. IFRI er hópur áhugamanna um breytingar og umbætur á núverandi peninga- og fjármálakerfi
- Samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán Samantekt af svipan.is á umræðu um gengistryggð lán
- Topplistinn Listi yfir vefsíður
- Vefur SP-Fjármögnunar Vefur SP-Fjármögnunar hf.
Athugasemdir
Fyrirgefðu en ert þú lærður í einhverju svona, nei ég hélt ekki, láttu vísindamenn um þetta, ekki einhvern polla eins og þig.
Steingrimur Oli Kristjansson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 10:49
Það vantar í fréttina hversu sjávarborð hækkaði mikið þegar B15 brotnaði frá Suðurskautslandinu, en sá jaki var 20 sinnum stærri og hefði því átt að valda miklum skaða.
Guðmundur Paul Scheel Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 10:58
@Steingrímur: Fyrirgefðu en þú veist ekkert um mína menntun. Þetta er hins vegar einföld eðlisfræði sem þú ættir að kynna þér áður en þú ferð að kommenta á mína menntun. Ís sem flýtur í sjó hækkar ekki sjávarstöðu við að fara á flakk, eða bráðna. Settu klaka í glas með vatni, merktu yfirborðsstöðuna og bíddu þar til hann bráðnar og skoðaðu hvar yfirborð vatnsins er eftir bráðnun.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2014 kl. 11:46
@Guðmundur Paul: Og olli B15 einhverjum skaða með því að hækka sjávarstöðu? Alveg ekki. Er bara hræðsluáróður og vitleysa.
Ef allur ís á Norðurpólnum myndi bráðna hækkar það ekki sjávarstöðu neins staðar um einn einasta millimetra. Ísinn er þegar í sjónum og bráðnun er bara ástandsbreyting úr föstu formi í fljótandi.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2014 kl. 11:53
Ég hló þegar ég las fréttina. Einhver heldur einfeldningslegur hefur oftúlkað fréttatilkynningu, hugsaði ég.
En fréttina má rekja til bloggfærslu hjá NASA þar sem segir um Pine Bay jökulinn: "PIG has been the subject of intense study in the past two decades because it has been thinning and draining rapidly and may be one of the largest contributors to sea level rise."
Sjá http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=83519
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.4.2014 kl. 12:39
Erlingur hefur auðvitað rétt fyrir sér, ég held að það viti það allir hugsandi menn: Ís sem flýtur hækkar ekki sjávarborð þótt hann bráðni.
En hraðara streymi og tíðari kelfingar skriðjökuls hefur auðvitað áhrif.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.4.2014 kl. 12:40
Með þessari færslu, Erlingur verðurðu hugsanlega að skotspóni loftslagsmafíunnar, sem halda ennþá fast í þá kenningu að hnattræn hlýnun sé í gangi og það sé allt út af losun kooltvíildis.
Nýlega þurfti verkfræðingurinn Ágúst H. Bjarnason, sem hefur sýnt fram á að sólin ræður mestu í sambandi við hitasveiflur á jörðinni, að loka fyrir athugasemdir á bloggsíðu sinni, vegna heiftarlegra árása frá m.a. Sveini Atla Gunnarssyni (Svatli), sem veit mun minna um loftslagsbreytingar en Ágúst, en sem hefur hnattræna hlýnun að lifibrauði gegnum vefsíðuna loftslag.is. Sveinn Atli og skoðanabræður hans hafa ekki getað sýnt vísindalega fram á neitt, en er sama um þótt engin hlýnun hafi verið í gangi undanfarin ár. Hins vegar byggja þeir skoðanir sínar á falsi (m.a. icehockey-kúrfunni, tilraunum þar sem líkan af jörðinni er líkt og einangrað terrarium, fölskum tilkinningum af bráðnun íss í Himalaya, o.fl.).
Alltaf þegar brotnar hluti af íshellunni á Suðurskautslandinu, þá kemur loftslagsmafían með IPCC í fararbroddi og staðhæfir, að það hafi verið vegna hnattrænnar hlýnunar, sem er bull. Íshellur brotna af mismunandi ástæðum, t.d. þegar þær verða of stórar (eðlisfræðileg staðreynd), einnig brotnaði af ísnum eftir jarðskjálftann í Japan vegna öldugangs sbr. frétt í mbl þess efnis.
Ekki láta bókstafstrúarfólkið buga þig, Erlingur.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 12:59
Það er í góðu lagi að loftslagsmafíósar hafi mig að skotspóni. Ég er bara ekki sammála þeim og þeir munu ekkert buga mig.
Loftslag hefur aldrei verið óbreytt í aldanna rás og verður það ekki um ókomna framtíð. Það sem menn greinir á um er hversu mikil áhrif menn hafa á þess atburðarrás. Ætla ekki að mótmæla því að hnattræn hlýnun hafi verið til staðar undanfarna áratugi, held að mælingar sýni það, nema sl. 16 ár eða svo þar sem hitastig hefur staðið í stað á heimsvísu. Ég er bara fjarri þeirri skoðun að athafnir manna, eins og útblástur koldíoxíðs, sé eini og/eða aðal drifkrafturinn í þeirri atburðarrás eins og hitastig sl. 16 ára sýnir. Hef átt í rökræðum við m.a. Svein Atla á annarri síðu vegna þessa. Við vitum báðir að við verðum ekki sammála og þá er það bara svo.
Það er margt ólært í þessari flóknu atburðarrás sem loftslag er og þar eru margir að vakna upp við vondan draum vegna þess. Jafnvel vísindamenn sem hafa áður tekið þátt í vinnu IPCC.
Markaðssetning koldíoxíðs sem aðalástæðu breytinga á loftslagi jarðar snýst bara um að búa til eign í bókhaldi fyrirtækja. Verðleggja skít og gera að viðskiptavöru, m.a. með framvirkum samningum spákaupmanna. Hefur ekkert með umhverfisáhrif að gera. Snýst bara um stundargróða spákaupmanna og auðhringa.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2014 kl. 13:26
Samsæriskenninganöttarar hafa nú sjaldnast mikinn skilning á vísindum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.4.2014 kl. 13:30
Góðan dag, hvað um ferskvatnið sem kemur í sjóinn á svo skömmum tíma hefur það ekki áhrif á höfin?
Sigurður Haraldsson, 25.4.2014 kl. 18:10
Sigurður, þetta gerist ekki á skömmum tíma, og heldur ekki er um stöðuga hlýnun að ræða, heldur skiptast á hlýinda- og kuldaskeið yfir margar aldir skeið. Einnig gerist það að þótt yfirborð sjávar hækki á einum stað vegna bráðnunar jökla, þá verður landris á þeim stöðum sem íshellurnar/jöklarnir eru. Svona hefur þetta verið gegnum allar þær ísaldir sem hafa verið á jörðinni og hlýindaskeiðin fyrir og eftir. Og það hafa vissulega verið mörg hlýindaskeið í jarðsögunni áður en mannkynið kom fram á sjónarsviðið. Aðalatriðið er að breytingarnar (hlýnun/kólnun) gerast á svo löngum tíma, að það gefst nægur tími til að aðlaga sig.
Enn hefur ekki verið sýnt fram á að útleiðsla á CO2 og CH4 (aukning úr 300 ppm í 400 ppm (0,03% - 0,04%) á lofttegund (CO2) sem er 0,1% af í andrúmsloftinu, semsagt aukning sem svarar til 0,003% - 0,004%) hafi nein áhrif á meðalhitastig jarðar. Og skv. vísindalegum greinum sem Ágúst H. Bjarnason hefur birt, þá gætir áhrifa sólarinnar mest. En kolefniskvótar ganga kaupum og sölum, þúsundir manns hafa hnattræna hlýnun að lifibrauði og þetta er aðlaðandi skattatekjulind fyrir pólítíkusa, hvort sem þeir þykjast trúa bullinu eða ekki.
Brynjólfur er að tala um samsæriskenningar. Það er rangt. Þetta er ekki samsæri, heldur business.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 21:41
Sigurður: Ef þú átt við ferskvatnið sem kemur úr jakanum þegar hann bráðnar þá skiptir það ekki máli þar sem jakinn var þegar í sjó áður en hann brotnaði frá jöklinum. Vatn sem er bundið í fljótandi ísjaka hækkar ekki yfirborð þó það bráðni í hafinu.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2014 kl. 22:34
Samsæriskenning: Þúsundir loftslagsvísindamanna vinnur í marga áratugi að því að búa til gervivísindi svo þeir geti grætt á því - á meðan þau 3% loftslagsvísindamanna sem ekki eru með í samsærinu hafa beinan aðgang að vellauðugum sjóðum sem borga þeim vel fyrir að birta andmæli sín.
Pétur sýnir ágætlega að samsæriskenninganöttarar eru illa að sér í vísindum:
1) Ágúst H. Bjarnason hefur ekki getað staðfest að áhrif sólar gæti mest. Það er hlægilegt að halda þessu fram. Fjöldi rannsókna sýna að áhrif sólar eru allt of lítil, og ganga að auki í öfuga átt við núverandi hlýnun. Áhrif sólar hafa sem sagt farið minnkandi síðustu þrjá áratugi.
2) Það er vel staðfest að CO2 í andrúmslofti veldur hlýnun. Hefðbundin eðlisfræði segir að svo sé, beinar mælingar sýna að það er að gerast. Jafnvel þessi 3% loftslagsvísindamanna sem enn andmæla eru sammála þessu - eða með öðrum orðum, það finnst enginn loftslagsvísindamaður sem heldur því fram að CO2 sé ekki gróðurhúsalofttegund, og að sem slík geti hún ekki valdið hlýnun.
3) Jörðin hefur gengið í gegnum miklar veðurfarssveiflur í jarðsögunni, með bráðnun jökla og hækkun yfirborðs sjávar á hlýskeiðum og stækkun jökla og lækkun sjávarborðs á kuldaskeiðum. En að segja að "þótt yfirborð sjávar hækki á einum stað" ... yfirborð sjávar hækkar auðvitað alls staðar, þótt það geti tekið nokkra áratugi að jafnast að mestu út. Þetta er álíka heimskulega orðað og setningin sem var tilefni bloggfærslunnar.
4) Að gefa í skyn að landris þar sem "jöklar eru" (meinar væntanlega "voru") jafni út sjávarstöðuhækkun er eiginlega alveg óskiljanlegt. Þau landsvæði sem voru undir mestu jökulfargi fyrir 20.000 árum eru enn að rísa (t.d. Skandínavía og Bretlandseyjar norðanverðar), en sjávarstaða hækkaði á heimsvísu um 120 metra á um 2.000 árum við lok ísaldar. Þau landsvæði sem voru þakin jöklum (og rísa í kjölfar bráðnunar) gátu risið verulega, en þó ekki nándar nærri eins mikið og sjávarstaða jókst.
Loks vil ég benda á að þegar land sekkur vegna fargs á einum stað þá rís það annars staðar - og öfugt. Yfirborð jarðar leitar jafnvægis og ísóstasískar hreyfingar þess hafa ekki áhrif á sjávarstöðu (þegar t.d. Skandínavía rís þá lækkar á móti hafsbotninn í kring).
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.4.2014 kl. 07:25
"Það er vel staðfest að CO2 í andrúmslofti veldur hlýnun."
Nei, ekki í því magni sem um er að ræða á jörðinni, og við erum að tala um aukningu um 0,0001 part. Það hefur ekki verið sýnt fram á því með trúverðugu líkani af jörðinni, sem er vel að merkja ekki eins og lokað kerfi án áhrifa frá sólu.
CO2 hefur gífurleg áhrif á hitastigið á plánetunni Venus, en þar er koldíoxíð líka 96,5% af lofttegundum í andrúmsloftinu, en hér á jörðinni er CO2 aðeins 0.0397% af öllum lofttegundum í andrúmsloftinu. Svo að það er dágóður munur.
"Yfirborð jarðar leitar jafnvægis ..."
Já, en það gerir andrúmsloftið líka. CO2 er lífsnauðsynlegur liður í kolefnahringrásinni og ef öllum gróðri (t.d. regnskógi) er ekki eytt, þá mun einnig koltvíildismagnið komast í jafnvægi þar eð aukningin hefur verið svo hverfandi lítil.
En þetta er auðvitað big business fyrir þá sem hafa þetta að lifibrauði. Um leið og orðið CO2 er nefnt í styrkjaumsókn til t.d. ESB, þá koma peningarnir rúllandi, en þarfari verkefni sem hafa ekkert með loftslagið að gera þurfa að bíða. Kolefniskvótar sem fást ókeypis frá hinu opinbera ganga síðan kaupum og sölum milli skúffufyrirtækja og glæpamanna. Hvað ætli það seu margir gervivísindamenn sem láta kaupa sig til þöggunar á meðan þeir sem efast eru útskúfaðir af GW-mafíunni? Eftir nokkra áratugi og tugmilljónum dollurum síðar þá mun verða hlegið að þessari kenningu.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 17:16
Einn af þeim sem hafa verið ofsóttir fyrir að vera ósammála gw-hjörðinni er danski vísindamaðurinn Bjørn Lomborg. Eitt af því sem einkennir loftslagsmafíuna, er heiftin og óbilgirnin. Þeir reiðast ofsalega, þegar einhver er ekki að gleypa vitleysuna hráa. Ég man það, að bæði eftir Río-ráðstefnuna og Kyoto-ráðstefnunina fyrir mörgum árum urðu fulltrúarnir á þessum ráðstefnum viti sínu fjær af bræði, þegar Bandaríkjastjórn vildi bíða með að skrifa undir. Það þótti mér undarlegt þá, en nú skil ég hvers vegna. Málstaður gw-öfgahópanna var svo veikur að þeir vildu alls ekki ræða málin frá öllum hliðum, enda byggt á óvísindalegum grunni. Allar þessar loftslagsráðstefnur eru yfirfullar af já-mönnum sem fá greitt vel fyrir meðan efasemdarmenn eru útilokaðir. Heil starfsgrein, á launum frá skattgreiðendum, búin til úr engu og byggð á sandi.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.