#199. Er hann hissa?
21.6.2014 | 17:47
Steinþór Pálsson ræðir um árásir viðskiptavina á starfsfólk bankans og hann sjálfan í viðtalinu við Huffington Post. Hann sér þó ekki ástæðu til að minnast á óbilgirni og yfirgang Landsbankans við innheimtuaðgerðir hjá viðskiptavinum og gildir þá einu hvort haldið hefur verið uppi mótbárum um réttmæti aðgerðanna, sem margar voru framkvæmdar í skjóli myrkurs. Öllum mótbárum mínum hefur alltaf verið vísað á bug, þar til dómstólar staðfesta þær. Og svei attann að beðist sé afsökunar á framgöngunni.
Hann minnist ekki á að bankinn hafi tapað mörgum dómsmálum um lögmæti lánasamninga við vipskiptavini. Hann minnist ekki á að bankinn hafi ekki haldið áfram með prófmál sem voru sérvalin til að skera úr um lögmæti þeirra samninga sem eftir stóðu. Hann minnist ekki á að bankinn taki aldrei mark á rökstuddum mótbárum viðskiptavina heldur keyri alla í dómsmál til að fá skorið úr um ágreininginn.
Ég spyr bara er hann hissa á að fólk missi stjórn á sér og mæti við hús hans? Ber hann ekki ábyrgð á framgöngu bankans vegna ólögmætra innheimtuaðgerða þar sem fókl hefur verið svipt eigum sínum?
Nei annars, hvernig læt ég! Það ber víst enginn ábyrgð á Íslandi þegar illa gengur, bara þegar fjárhagslegur ávinningur er mögulegur, þá vilja menn ólmir berja sér á brjóst og fá sitt í veskið. Ég bíð óþreyjufullur eftir að geta lokið samskiptum mínum við Landsbankann.
Ráðist á starfsfólk Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll - Erlingur Alfreð og aðrir gestir þínir !
Ekkert - er ofsagt í þinni meitluðu frásögn: af vinnubrögðum Steinþórs Pálssonar / og hans harðýðgu græðgissveit.
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.