#200. Borgarverkfræðingar á sandölum?

Einkennilegt hversu erfitt það getur verið árið 2014 að hanna götu sem hentar þeim farartækjum sem um hana eiga að fara. Það er frekar ódýrt að skella skuldinni á verktakann ef mistök eiga sér stað við framkvæmdir. Er ekkert eftirlit með framkvæmdum hjá borginni?

Þá er vert að staldra við ef strætó kemst illa um götuna í dag, að sumri til og mjókka þarf umferðareyjar um 10 cm til að liðka fyrir þeim, hvernig eiga saltbílar borgarinnar að geta athafnað sig við snjóhreinsun á sömu götu þegar vetrar með yfir 3 metra snjótönn framan á bílnum?  Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að hreinsa götuna á veturna og ekki síður þegar frystir og þiðnar á víxl og snjóruðningarnir safnast upp og gefa ekkert eftir. Og hvernig á strætó þá að komast um?


mbl.is Of brattar vegna mistaka verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mun þurfa gífurlegt fannfergi til að snjór festist í Borgartúninu, bara hitinn frá bílunum sem daglega bíða þar í lausagangi eftir að komast leiðar sinnar nægir til að hita upp nokkrar sundlaugar.

Það er engin skynsemi í að hafa hraðahindranir í hverri einustu götu í Reykjavík en í svo sannarlega í samræmi við stefnu. „Samtaka um bíllausan lífsstíl“.

Grímur (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 13:11

2 Smámynd: The Critic

til hvers í ósköpunum var eiginlega verið að setja niður hraðahindranir þarna?
Við aðkomuna í hringtorg! Hverskonar trúðar vinna hjá borginni

The Critic, 22.6.2014 kl. 16:01

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er náttúrulega ekki að tala um klofháa snjóruðninga, en ef 10cm munur á breidd umferðareyju skiptir máli fyrir greiðari umferð strætisvagna, er líklegt að illa gangi að hreinsa götuna svo vel sé. Markmiðið með þessari útfærslu er væntanlega að reyna halda umferðarhraðanum niðri, ásamt hraðahindrunum. En líklega mun salt sjá um hálkuvörn að mestu og hafa meiri áhrif en hiti frá bílunum sjálfum, sérstaklega á eyjunum. Við sjáum til.

Hraðahindranir við hringtorg eru svo sem ekki alvitlaus hugmynd, en þær mætti kannski hins vegar frekar setja upp á öðrum stöðum en í Borgartúninu, þar sem umferðarhraði er ekki tiltölulega hár. Sjá má skrýtið aksturslag í hringtorgum höfuðborgarsvæðisins, og margir koma alltof hratt inn í þau og skera yfir akreinarnar án tillits hvort einhver er við hliðina á þeim. Þetta er hægt að sjá daglega í Kópavoginum þar sem ég bý, en það kemur náttúrulega ekki borginni við í þessu tilfelli.

En takk fyrir innlitið, piltar!

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.6.2014 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband