#206. Eins og karlinn sagði......

Ég hef lengi bent hér á blogginu á ákvæði 14. gr. neytendalánalaga frá 1994 um árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnað sem segir að lánveitanda sé óheimilt að krefja neytanda um greiðslu vaxta eða annars lántökukostnaðar ef þeir eru ekki tilgreindir í lánasamningi og hef bent lögfræðingum á þetta ákvæði vegna gengistryggðra lánasamninga en talað fyrir daufum eyrum til þessa. Það er gott ef lagaspekingar eru nú farnir að líta til þessarar lagagreinar vegna innheimtu neytendalána. Ég hef þá kannski haft nokkuð til míns máls í allan þennan tíma.

Hafi árleg hlutfallstala kostnaðar verið kynnt við lántöku, sem og heildarlántökukostnaður lánsins, tel ég að það sé takmarkandi við innheimtu sama samnings, hvort sem hann er verðtryggður eða gengistryggður. Þess vegna eigi aldrei að endurreikna gengistryggða lánasamninga heldur greiða þá heildarendurgreiðslu sem kynnt er í greiðsluáætlun sem fylgdi lánssamningi.

Ég tel það vera einkennilega röksemd að Hæstiréttur eigi undankomuleið í þriðju málsgrein sömu lagareinar ef sýna má fram á að ef neytanda hafi verið ljóst hver lántökukostnaður átti að vera megi rukka hann um verðtryggingu. Til að slík röksemd gangi upp þarf að sýna að neytandi hafi fengið upplýsingar um heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem lagðar voru fram í greiðsluáætlun og oftast byggði á 0% verðbólgu! Þannig að ekki var gert ráð fyrir henni við samningsgerð, og því ekki hægt að innheimta hana að mínu mati.

En tel hins vegar að undankomuleiðin, ef hún þá er til staðar, geti frekar legið í 12.gr. sem segir að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skal reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. Þar með hefði þannig ávallt átt að miða við þáverandi verðbólgu við lántöku, en ekki 0% verðbólgu. En þar sem oftast var miðað við 0% verðbólgu er sú undankoma líklega heldur ekki til staðar.

En eins og karlinn sagði um árið: "You aint seen nothing yet!"


mbl.is Í andstöðu við hagsmuni stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Erlingur.

Því miður eru lagaspekingarnir ekki farnir að líta til þessarar lagagreinar vegna innheimtu neytendalána. Þ.e. ekki þeir sem stunda innheimtuna! :)

Hinsvegar hefurðu að sjálfsögðu alveg rétt fyrir þér.

Varðandi undankomuleiðina sem þú nefnir, þá verður erfitt fyrir Íbúðalánasjóð að byggja á henni í málinu um verðtryggðu húsnæðislánin.

Það er nefninlega engin greiðsluáætlun með því láni.

Að sjálfsögðu á að reikna miðað við ríkjandi verðbólgu á hverjum tíma. Það stendur skýrt og greinilega í núgildandi lögum um neytendalán að miða eigi við verðbólgu undanfarna 12 mánuði. Á undan þeirri setningu er svo sama setningin og í eldri lögum. Hún hlýtur að þýða það sama á báðum stöðum.

Tökum dæmi. Í umferðarlögum er bannað að fara yfir á rauðu ljósi. Ef þeim yrði breytt á morgun þannig að bannað yrði að fara yfir á rauðu ljósi og segjum bara... bláu. Þá hefur bannið við að fara yfir á rauðu ekki breyst neitt.

En það er ekki nóg að við vitum þetta, allir þurfa að fara eftir þessu.

Til dæmis með því að hætta einfaldlega að greiða óheimilan lánskostnað.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2014 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband