#213. Hvers vegna?

Nú kemur innanríkisráðherrann með alveg nýjan vinkil á athugasemdir sínar og samtöl við Lögreglustjórann í Reykjavík vegna rannsóknar á lekanum úr ráðuneytinu: "Stefán stýrði ekki rannsókninni!"

Fyrst að svo var hvers vegna í ósköpunum var hún þá að ræða málið við hann og gera athugasemdir við hann vegna einstakra vinnubragða við rannsóknnina?! Af hverju ræddi hún það ekki við ríkissaksóknara fyrst þetta lá fyrir?

Þessi manneskja er einhver ótrúverðugasti stjórnmálamaður seinni tíma. Hún gengur út frá því að fólk sé fífl.

Líklega mun þjóðin samt ekki losna við hana úr ráðuneytinu fyrr en í næstu kosningum. Hún ætlar ekki sjálf að stíga til hliðar, hefur ekki siðferðið né sóma til að gera svo, og Bjarni Ben getur ekki ýtt henni út vegna tengsla hennar í Flokknum. Þetta er alveg æðislegt þjóðfélag sem við búum í!


mbl.is Stefán stýrði ekki rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama rann í gegnum huga minn við lesturinn. Ótrúleg glámskyggni stjórnarinnar og innanríkisráðherra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2014 kl. 21:04

2 Smámynd: rhansen

Enn segir hun ósatt !!...Stefan vildi ekki veita viðtal i dag en visaði i sin fyrr samtöl  við Umboðsmann ....Hlustaði i gær á pistil fra Englandi um ráðherra ábyrgð ,sakv þvi ætti löngu að vera buið að koma henni fra ...en i Breskum siðareglum Þingsins er það forsætisráðherra að sja til að ráðherra sem brytur af ser sitji ekki lengur i Rikisstjón ....Veit ekki hversu harður Sigmundur okkar er af ser ef hann fær mikinn mótbyr hja Sjálfstæðinu ?

rhansen, 10.9.2014 kl. 00:52

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er einfaldlega á því að HB sé með verndarengla innan Flokksins sem koma í veg fyrir að hún sé sett af. Tel það ekki tilviljun að Jón Steinar sé hennar lögfræðilegur ráðgjafi í málinu, og líklega hefur hann ritað þetta nýjasta svarbréf til Umboðsmanns líka.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.9.2014 kl. 02:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð greining.

Mér er til efs að Hanna Birna sé jafn góðum gáfum gædd og látið er í veðri vaka. Allar hennar ákvarðanir í þessu máli hafa verið slæmar og beinlínis rangar og til þess eins fallnar að skaða hana meira. Hún hefur sannað sig óhæfa.

Jón Steinar kann að vera lögfræðingur svona í meðaltali góður en hefur ofmetnast illa, aðallega fyrir annarra tilverknað. Fingraförin hans eru greinileg á þessu máli. Þegar kemur að málefnum tengdum Sjálfstæðisflokknum er Jón Steinar einfaldlega óhæfur sem lögfræðingur og afleitur ráðgjafi. Hann er nefnilega af þeirri undarlegu manngerð sem trúir því staðfastlega að vöxtur og viðgangur Sjálfstæðisflokksins sé æðri lögum.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2014 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband