#218. Fljótgert!

Eins og ég benti á í gær kemur ekki á óvart að síðan sé komin upp aftur. Einfaldlega var skipt um hýsingaraðila og hún nú hýst í Svíþjóð undir sama léni, khilafah.is. Einfalt mál!

Nú er ég fjarri því að styðja ISIS eða þeirra gjörðir á nokkurn hátt en vegna þessa máls er hins vegar rétt að velta fyrir sér rétti hýsingaraðila til að loka vefsíðu með tilliti til tjáningarfrelsis. Var eitthvað á síðunni sem brýtur í bága við íslensk lög? Er íslensk löggjöf í stakk búin að taka á slíkum atriðum, m.a. með tilliti til eiganda léns eins og í þessu tilviki?


mbl.is „Þetta er nú meira tjáningarfrelsið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú villt einvherskonar afsökun sem íslensk log styðja, kannski væri þetta nóg? - Barnaklám og annað svoleiðis ógeð er nú þegar undanþegið tjáningarfrelsinu hérna, og síður með svoleiðis eru teknar niður án nokkurs efa. Misnotkun barna er stöðluð hegðun í hópum eins og ISIS. Það má segja, á þeim grundvelli einum, að ríkið og vefhýsinga fyrirtæki á íslandi hafi fullan rétt til að loka fyrir síður sem styðja við ISIS.

Í fullkomnum heimi væri þetta mjög einfalt: tjáningafrelsi gildir fyrir alla, samkvæmt íslenskum gildum, og fyrirtæki hafa engan rétt til að mismuna viðskiftavinum byggt á hvaða skoðanir þeir hafa. Jafnvel fyrir ógeð eins og ISIS.

Það verður samt að taka til greina hvað ISIS er, og að þeir eru í raun að reyna að misnota okkar virðingu fyrir tjáningafrelsi til að reyna að troða upp á heimin - með hrottalegum aðferðum sem brjóta öll okkar lög - sínum eigin gildum, sem myndi binda enda á allt sem við trúum á sem samfélag. Þar á meðal tjáningarfrelsið.

Það má jafnvel segja að, með því að neita þeim tjáningarfrelsi hérlendis, séum við að virða þeirra eigin gildi, þar sem tjáningarfrelsi er eitthvað sem þeir trúa engan vegin á.

Atli Þór (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hatursorðræða er ólögleg, jafnt á internetinu sem og í öðrum fjölmiðlum, samkvæmt íslenskum lögum.

Það þurfti enga aðkoma íslenskra stjórnvalda til að úthýsa þessu efni héðan af landi, heldur gerði Advania það að eigin frumkvæði þar sem efnið braut í bága við notkunarskilmála hýsingarþjónustunnar sem um ræðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2014 kl. 12:20

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Að hvaða leyti braut efni síðunnar gegn lögum eða notkunarskilmálum Advania? Fór einhver vinna fram til að meta það eða var um geðþóttákvörðun yfirmanna Advania að ræða vegna þess hve tengingin er viðkvæm? Er ekki einmitt ágætt að almenningur hvar sem er hafi beinan og milliliðalausan aðgang að því efni sem samtökin senda frá sér hvar svo sem það er hýst? Um leið og við útilokum áróður þeirra erum við að ritskoða söguna sem þeir eru sjálfir að rita. Er það eitthvað öðruvísi en bókabrennur fyrr á tímum?

Á fjöldamorðingi ekki rétt á að segja sögu sína af því glæpir hans eru svo hroðalegir að okkur hugnast ekki að lesa um þá frá hans sjónarhorni?

Og standast notkunarskilmálar Advania íslensk lög? 

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.10.2014 kl. 15:08

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er bannað samkvæmt íslenskum lögum að drepa fólk, ISIS birtir aftökur á síðunni sinni.

Þar sem þú ert sem betur fer á móti þessum skrattans ISIS, endilega vertu það þá, en ekki vera með tilraun að verja starf þeirra á nokkurn hátt. Plís. Þeir hafa fyrirgert sér öllum þeim réttindum sem við búum við og það alveg hjálparlaust. 

Þeir þola ekki tjáningarfrelsi og vilja það ekki , en vilja nýta sér það þegar þeim hentar og gera lítið úr því og hæðast að, með því að setja það inní gæslappir. Þeir mega fara til fjandans sem fyrst, þaðan sem þeir koma ! 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2014 kl. 09:25

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hjördís: Ég er ekkert að verja starf ISIS, enda tók ég skýrt fram í færslunni að ég styðji hvorki starfsemi eða gjörðir samtakanna á nokkurn hátt. En ég velti bara fyrir mér hvaða efnisatriði urðu til þess að síðunni var lokað. Ég hafði ekki skoðað gaumgæfilega efnið sem á henni var en sá þó t.a.m. PDF skjal með mynd þar sem hópur manna lá á grúfu í holu og annar hópur manna stóð yfir þeim með hríðskotariffla. Fyrirsögn myndarinnar var: "Lions of ISIS slaughter soldiers". Óafsakanlegt framferði, en annað eins hefur verði gert af stríðandi aðilum. Á þá bara að skýra frá slíku á fréttamiðlum?

Líður okkur betur ef að hún er .iq, .com, eða .org? Bara eitthvað annað en .is?

Á ýmsum fréttamiðlum og Youtube má sjá bandaríska lögreglumenn dæla skotum í óvopnaða menn og yfirmenn þeirra verja verknaðinn með fullyrðingum að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Á þá ekki að loka á Youtube eða fréttasíður sem sýna þvílíkar fréttir? Á ekki að loka á Wikileaks fyrir að sýna Bandaríkjaher sprengja fréttafólk og skólabörn í loft upp? Eða er það í lagi af því þær eru ekki .is?

Þöggun leiðir af sér vanþekkingu, og þess vegna finnst mér rétt að leyfa síðunni að vera opinni svo fólk geti séð hvernig samtökin, eða talsmenn þeirra, bera framferðið á torg eða lofa það eftir atvikum, án að sömu fréttir komi einungis fram í (vestrænum) fréttamiðlum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.10.2014 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband