#219. BB eða SJS?

Þeir eru greinilega hver öðrum verri lygamerðirnir sem setjast í stól fjármálaráðherra, og má ekki á milli sjá hvor er verri BB eða SJS. 

Í frétt á RÚV er haft eftir sviðsstjóra efnahagssviðs hjá Hagstofunni að neysluviðmið fjármálaráðuneytisins fyrir 4 manna fjölskyldu sé allnokkru lægra en Hagstofan reiknaði út. Munar þar um 200 þús. kr. á ári eða um 42% ef mér reiknast rétt. Nú er þörf á að fjármálaráðherra útskýri dæmið fyrir þingi og þjóð.  Einnig kallar þetta á endurskoðun fjárlagafrumvarpsins því áður kynntar áætlanir um kostnað heimilanna vegna breytingar á matarskatti eru væntanlega kolrangar og kostnaðurinn mun hærri en gefið hefur verið út til þessa. Ríkissjóður verður þá væntanlega rekinn með meiri afgangi en gert var ráð fyrir gangi breytingarnar á matarskattinum óbreyttar í gegnum þingið. En heimilin munu borga.

 


mbl.is Neysluviðmið endurskoðuð séu forsendur rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varúð: TALNAMENGUN !

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2014 kl. 17:24

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað a ekki að vera skattur a matvælum.

Kveðja fra Ebolu ríkinu Texas

Jóhann Kristinsson, 15.10.2014 kl. 14:21

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Laukrétt Jóhann.

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.10.2014 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband