#222. Okurbúllur í FLE!

Verði verslun Fríhafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lögð niður mun verð á flestri vöru mjög líklega hækka. Ég hef nýlegt dæmi um þetta. Ég sá, og á endanum keypti, Gammel dags lakkríspoka frá Kólus hjá Eymundsson í brottfararbiðsal. Verðið var 699 kr. á poka. Upphaflega ætlaði ég ekki að kaupa hann vegna verðsins en þar sem ég var á hraðferð lét ég mig hafa það. Í suðurenda Flugstöðvar sá ég hins vegar sams konar poka í Fríhöfn á 329 kr. Verðmunurinn var því 112% í Flugstöðinni sjálfri. Athugun í netverslun Hagkaupa sýndi að sams konar poki var á 397 kr., og þar með 76% dýrari í verslun Eymundsson í Flugstöðinni. Þar sem ég var kominn í gegnum vegabréfaskoðun gafst mér ekki tækifæri á að fara og skila pokanum til Eymundsson.

Ég sendi því ábendingu til Eymundsson um þennan verðmun sem varð til þess að Eymundsson endurskoðaði í kjölfarið innkaups- og útsöluverðið á lakkríspokanum.

Í ljós kom að Eymundsson keypti vöruna inn á nánast sama verði og Hagkaup selur hana út á - en sama fyrirtæki sér um dreifingu til þeirra og Hagkaupa. Fríhöfnin fær vöruna afgreidda beint frá framleiðanda. Í framhaldi af þessari skoðun var krafist lægra innkaupaverðs og Eymundsson lækkaði verðið í samræmi við það í framhaldinu niður í 499 kr.

Í sömu ferð ætlaði ég að kaupa mér morgunmat, litla flösku (33cl?) af  Trópi appelsínusafa og smurðan croissant með skinku og osti í Bistro Atlantic bar í suðurenda. Þegar afgreiðslustúlkan hvað verðið á þessu tvennu vera 970 kr. ákvað ég að láta kyrrt liggja og hætti snarlega við kaupin.

Verð hjá öllum aðilum í FLE er fáranlega hátt þrátt fyrir að vera undanþegið VSK, en hafa þarf í huga að í staðinn koma ýmis aukagjöld sem taka þarf tillit til, eins og eflaust skimunargjald, því alla vöru sem er til sölu á öryggissvæði flugstöðvarinnar þarf að skima áður en hún fer inn. En flest vara í verslunum FLE er engu að síður seld á okurverði og langt frá því að undanþága frá VSK skili sér til neytenda.


mbl.is Fríhöfnin verði lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Enda ekki að ástæðulausu að ég versla aldrei í fríhöfninni i Leifsstöð, kaupi frekar út úr búð erlendis sem er mun ódýrara.

Hörður Einarsson, 5.11.2014 kl. 21:56

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hárrétt. Einungis áfengi og tóbak sem borgar sig að kaupa, þ.e. ef maður vill ekki bera það erlendis frá.

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.11.2014 kl. 22:45

3 Smámynd: Landfari

Ég held ég meigi segja að allar þessar vörur sem þú nefnir beri bara 7% vask þannig að það munar lítið um hann á móti öðrum kostnaði í Fríhöfninni.

Án þess að ég viti það þá hefði ég haldið að húsaleiga þarna væri mun hærri en almennt gerist með verslunarhúsnæði og svo kostar afgreiðslutíminn örugglega sitt.

Landfari, 5.11.2014 kl. 23:46

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Pointið er fyrst og fremst það að verð í Flugstöðinni er almennt hátt og neytendur geta haft áhrif þar á með því að koma með ábendingar þegar verðlag er orðið óhóflegt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.11.2014 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband