#229. Ekki ný sannindi!

„Ég veit að marg­ir þing­menn þekkja það frá verk­tök­um og ein­stak­ling­um að þeir segja far­ir sín­ar mis­jafn­ar í sam­skipt­um við þessi fyr­ir­tæki, en maður hef­ur ekki haft þetta svona svart á hvítu hvernig dæmið stend­ur.“

Þetta eru ekki ný sannindi sem Jón Gunnarsson, Flokksmaður, færir þingheimi úr ræðustól Alþingis um framferði Lýsingar í uppgjöri við viðskiptamenn sína, og því ekki rétt að þetta hafi ekki verið til svart á hvítu til þessa. Lýsing hefur tíðkað svona framferði um árabil, að verðmeta eignir langt undir verðmæti, sækja þær og selja, og rukka síðan fyrirtæki og einstaklinga um mismuninn, jafnvel miðað við þeirra verðmat en ekki raunverulegt söluverðmæti. Á þetta hefur verið bent síðan umræðan um lögmæti gengistryggðra lána hófst en stjórnvöld hafa ekkert aðhafst gegn þessu glæpafyrirtæki, ekkert frekar en þau aðhöfðust ekkert gegn öðru glæpafyrirtæki sem þá var, SP-Fjármögnun hf.

Nú virðist hins vegar svo komið að aðilar tengdir Flokknum eru farnir að finna fyrir Lýsingu hf., og þá er við hæfi að Alþingi taki til sinna ráða, eða hvað?


mbl.is Verðmat langt undir söluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband