Höfundur
Erlingur Alfreð Jónsson
Þrjóskur, þver, þversum en um leið sanngjarn. Tekur rökum en ekki endilega sönsum. Hafnar rökleysu, þvætingi, bulli, yfirgangi, frekju, óheiðarleika, lygum. Vill ekki kynnast lygurum, frekjum, fávitum og vitleysingum. Tjáir skoðanir sínar hér á mönnum og málefnum sem ekki endilega eru þær réttu en eiga þó rétt á sér. Er leikmaður, ólöglærður, en reynir að byggja málflutning á staðreyndum. Ætlar ekki að opna Facebook síðu. Allar fullyrðingar settar fram af mér á þessari síðu eru mínar sjálfstæðu skoðanir og túlkanir eftir skoðun á málefninu. Þær þurfa ekki að vera réttar en þó er reynt að móta þær af staðreyndum mála.
Var sá 3,781,074,142 á lífi við fæðingu og númer 77,970,589,398 frá upphafi vega.
Eldri færslur
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
#258. Forvitnilegt
25.7.2015 | 11:49
Góður! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að meginmarkmið kennitölukerfisins eigi að vera að það sé persónurekjanlegt. En athyglisvert verður að sjá hvernig Persónuvernd tekur á þessu máli.
Næst verður þá líklega að kæra símaskrá ja.is, sem aðgengileg er á netinu, með nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum þeirra sem ekki skrá sig úr henni. Fullkomlega persónurekjanleg sem mest má vera.
Kærir kennitölukerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Skjöl
- Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og það skoða með Adobe Reader. Afsakið hvað það er óskýrt.
- Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader
- Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 með litmmerktum texta og mínum athugasemdum.
- Ársreikningur SP 2008 Ársreikningr SP-Fjármögnunar hf. fyrir árið 2008
- Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja vegna setningu laga nr. 161/2002
- Grein í MBL um stjórnarskrárbrot Grein í BML um stjórnarskrárbrot í 8.gr. almennra samningsskilmála bílasamnings SP-Fjármögnunar hf.
- Lög um neytendalán nr. 121/1994 Lög um neytendalán með áherslum vegna hugleiðinga um bílalán
- Orðasafn starfsmanna fjármálafyrirtækja Orð og hugtök um viðfangsefni starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Svar Avant til FME Svar Avant við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Íslandsbanka Fjármögnunar til FME Svar Íslandsbanka Fjármögnunar við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Lýsingar til FME Svar Lýsingar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar SP-Fjármögnunar hf. til FME Svar SP-Fjármögnunar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Tilkynning SP til FME í maí 2003 Tilkynning SP til FME í maí 2003 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2004 Tilkynning SP til FME í júlí 2004 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2005 Tilkynning SP til FME í janúar 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2005 Tilkynning SP til FME í júlí 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2006 Tilkynning SP til FME í janúar 2006 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilskipun ESB um neytendavernd og óréttmæta viðskiptahætti Tilskipun ESB með áherslum á athyglisverð ákvæði sem athuga má með bílalán í huga
- Tilskipun ESB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán
- Yfirlit allra starfsleyfa lánastofnana Heildaryfirlit starfsleyfa lánastofnana af vef FME. Ég mæli með að skjali sé hlaðið niður og skoða með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Avant frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Avant frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Lýsingar frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Lýsingar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis SP-Fjármögnunar hf. frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi SP-Fjarmögnunar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
Ýmsir
- Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 þar sem lántökukostnaður á neytendaláni var felldur niður þar sem árlega hlutfallstölu vantaði.
- Frétt Eyjunnar um tæknilegt gjaldþrot SP Frétt Eyjunnar 6.júlí 2010 um tæknilegt gjaldþrot SP í árslok 2008
- Frétt Stöðvar 2 um myntkörfulán SP. Frétt Stöðvar 2 þ. 6. apríl 2010 um myntkörfulán SP.
- IFRI - Tillögur um úrbætur á fjármálakerfi Íslands. IFRI er hópur áhugamanna um breytingar og umbætur á núverandi peninga- og fjármálakerfi
- Samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán Samantekt af svipan.is á umræðu um gengistryggð lán
- Topplistinn Listi yfir vefsíður
- Vefur SP-Fjármögnunar Vefur SP-Fjármögnunar hf.
Færsluflokkar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Kennitala er vissulega persónuauðkenni, en það þýðir ekki að bannað sé að nota hana, ekki frekar t.d. nafn. Þetta þýðir einfaldlega að manni ber að fara með upplýsingar um nöfn og kennitölur annarra í tengslum við notkun þeirra, eins og um einkamál sé að ræða.
Það má líka orða þetta þannig, að það er ekki leyndarmál hver er kennitala tiltekins einstaklings, ekki frekar en það er leyndarmál hvað hann heitir. Það getur hinsvegar varðað við persónuverndarlög að fara óvarlega með lista yfir kennitölur í tengslum við ákveðna notkun á þeim lista, til dæmis ef um er að ræða undirskriftasöfnun eða þáttöku í rannsókn.
Hér ber að athuga að nákvæmlega sömu reglur gilda ef um er að ræða lista yfir nöfn. Það er semsagt aukaatriði hvaða persónuauðkenni er um að ræða, hvort það er nafn eða kennitala. Það er ekki auðkennið sjálft sem er leyndarmál, heldur er leyndarmál á hvaða listum það kemur fyrir sem tilgreina þáttöku viðkomandi einstaklings í ákveðnum verkefnum eða aðgerðum af hálfu annarra aðila.
Engum dettur í hug að kæra íslenska nafnakerfið á þeim grundvelli að nöfn einstaklinga séu "viðkvæmar persónuupplýsingar sem leynt skuli fara". Niðurstaðan hlýtur að verða sú sama varðandi kennitölur.
Annað gildir hinsvegar ef einhver tengir auðkennið (hvort sem er nafn eða kennitölu) í tiltekið samhengi, og þá er það samhengið sem er leyndarmál en ekki kennitala hvers og eins ríkisborgara.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2015 kl. 16:37
Kennitölur hafa sína kosti og galla. En það er ekki kennitalan sjálf sem er eitthvað að, heldur það, að allir sem hafa heimabanka (meirihluti þjóðarinnar) hafa aðgang að þessum persónuupplýsingum. Þetta er ekki hægt í öðrum Evrópulöndum, sem ég þekki til.
Síðan er búið að kæra til Persónuverndar að nær ógreinanlegur bíll einhvers tjaldvagnaþjófs hafi verið birt á facebook, sem er víst lögbrot, en hins vegar mega ríkisstofnanir afhenda hverjum sem er trúnaðargögn um einstakling, bara ef hann er skráður á sama heimilisfang. Kunningi minn lenti í þessu að bréf frá opinberum aðilum, semaðeins mátti afhenda honum persónulega, var afhent bara einhverjum honum ókunnugum í sama stigagangi. Viðkomandi birti síðan innihaldið á netinu. Þegar hann kvartaði við viðkomandi stofnun, var hlegið að honum og honum tjáð, að það væri löglegt að gera það. Og ef hann kærði til Persónuverndar, þá yrði bara yppt öxlum og sagt að þetta mætti alveg skv. íslenzkum stjórnsýslulögum.
Svona lagað má ekki gera í öðrum löndum, svo að í raun er Ísland ömurlegasta bananalýðveldi á Norðurhveli jarðar, þar sem mannréttindi og einstaklingsfrelsi eru óspart fótum troðin. Ég tel þó að þetta sé hægt í Zimbabwe sem ég ber Ísland saman við oft á tíðum vegna svipaðs spillingarstigs.
Auk þess er Persónuvernd í sjálfri sér algjör brandari sem hefur ekkert vægi. Það kom greinilega í ljós þegar Kaupþing heimtaði upplýsingar um kennitölu fólks sem var bara að skipta litlum upphæðum í erlendan gjaldeyri mörgum árum áður en gjaldeyrishöftin voru sett á. Þá var þetta ólöglegt skv. úrskurði Persónuverndar, en bankarnir héldu þessum ósið áfram. Þegar gjaldkerarnir voru spurðir í hvaða tilgangi þetta var gert komu þeir með lóðréttar lygar upp í opið geðið á manni. Þegar hótað var að kæra þetta lögbrot fyrir Persónuvernd, var bara hlegið, fulltrúar bankanna vissu sem var að bankarnir gætu hunzað allar kærur og úrskurði án nokkurra afleiðinga, þar eð þeir voru jú svo gjörspilltir og stjórnuðu öllu duglausu embættismönnunum í stjórn- og bankasýslunni.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.7.2015 kl. 16:59
Auðvitað geta orðið mistök eins og þau að afhenda röngum viðtakanda upplýsingar, en það þýðir ekki að það sé leyfilegt, heldur liggur það í hlutarins eðli að slíkt ber að einmitt forðast.
Af því að þú nefnir mynbirtingar sérstaklega, þá er rétt að vera meðvitaður um að vegna sérstaklegs eðlis ljósmynda og myndbanda gilda sérstakar reglur um notkun þeirra. Myndir af einstaklingum og hvað þeir aðhafast teljast til dæmis almennt persónuupplýsingar, en ekki ef einstaklingur er aðeins einn af mörgum í mannfjölda á opinberum viðburði eða mannsafnaði á almannafæri. Svo gilda enn strangari reglur ef um er að ræða myndir eða önnur gögn úr rafrænum vöktunarkerfum, eins og ég held þú eigir við í tjaldvagnamáli, en slík gögn má aldrei birta opinberlega og ekki má heldur afhenda þau öðrum en lögreglu í tengslum við rannsókn máls.
Með öðrum orðum er lögbrot að nota eftirlitsmyndavélar sem njósnatæki og til að uppljóstra persónulegum málefnum opinberlega. Slíkt er eingöngu á færi lögreglu, alveg eins og það hefur verið frá því fyrir tilkomu og útbreiðslu rafrænna vöktunartækja.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2015 kl. 17:15
Mér sýnist aðalástæða kvörtunarinnar vera sú að kennitalan sýni aldur viðkomandi aðila, og slíkt eigi að vera leyndarmál.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2015 kl. 17:30
Guðmundur, frá sjónarhóli yfirvalda voru þetta ekki mistök því að sama aðferð var endurtekin tvisvar. Stefna vegna skulda var af stefnuvottum afhent óviðkomandi persónum þrisvar og dæmt í máli án þess að kunningi minn fékk neitt að vita. Fyrir hið opinbera á Íslandi þá eru svona vítaverð vinnubrögð bara "business as usual".
Ekki datt þessum drullusokkum í hug að senda honum tölvupóst og láta vita af þessu þótt upplýsingar um netfang hafi legið fyrir. Þegar hann fyrst heyrði af þessu, þá voru allar þessar viðkvæmu upplýsingar löngu komnar út á netið.
Og síðan þegar hann kvartar þá er bara hlegið að honum. Fæstir gera sér grein fyrir hvað stjórnsýslan er rotin.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.7.2015 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.