#258. Veikleiki
26.7.2015 | 13:43
Þetta atvik þ.e. umferðaróhapp þar sem aðeins ein bifreið á í hlut lokar aðalakstursleiðinni út úr bænum undirstrikar veikleika í gatnakerfinu í Reykjavík með einni aðalleið út úr borginni. Sundabraut hefði líklega tekið við meginhluta þessarar umferðar hefði hún verið til staðar.
Það sem ég hins vegar furða mig á er, hvers vegna í ósköpunum allri umferð er beint í gegnum Breiðholt þegar mjög auðvelt hefði verið að búa til hjáleið á Miklubraut/Vesturlandsvegi með því að loka tímabundið einni akrein til vesturs og hleypa umferð þar öfugu megin til austurs, eins og myndirnar sýna.
Opna snúningsleið á Miklubraut við afrein til suðurs á átt að Kópavogi/Breiðholti.
Og aftur inn á rétta akrein um snúningsleið til móts við Ingvar Helgason. X merkir staðinn þar sem vörubifreiðin valt.
Fyrir mér hefði þetta verið tiltölulega auðveld lausn að framkvæma til að minnka óþægindi vegfarenda eins og kostur er.
Í staðinn er allri umferð hleypt til suðurs upp í gegnum Breiðholt sem vitanlega annaði ekki þessari aukaumferð.
Bíll við bíl á Breiðholtsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.