Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
#67. Er þá ekki skítalykt af Iceland Express?
22.9.2010 | 13:42
Icelandair fullt af lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#66. Almenningur einn mun axla ábyrgðina og byrðarnar af hruninu.
22.9.2010 | 00:23
Efins um stuðning við ákæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#65. Hver verður árleg hlutfallstala kostnaðar nú?
16.9.2010 | 23:31
Lánveitanda er skylt að upplýsa lántaka um lántökukostnað við samningsgerð. Slíkt er gert með árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Hver verður árleg hlutfallstala kostnaðar þegar lánin hafa verið endurreiknuð eftir hinni nýju vaxtauppskrift Hæstaréttar? Lög um neytendalán segja í 14. gr.:
"Nú eru vextir eða annar lántökukostnaður ekki tilgreindir í lánssamningi og er lánveitanda þá eigi heimilt að krefja neytanda um greiðslu þeirra. Að öðru leyti fer um vexti af neytendalánum samkvæmt ákvæðum vaxtalaga.
Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar."
Mega lánafyrirtækin yfirhöfuð þiggja þessa vexti og innheimta lánin eftir þeim? Verður ekki árleg hlutfallstala kostnaðar hærri en kveður á í samningi aðila? Hvernig tekur eftirlitsstofnun ESA á svona ákvæði? Er hér glufan sem Talsmaður neytenda talaði um að þyrfti að finna til að vísa málinu til EFTA dómstólsins?
Vextir geta orðið þungur baggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#64. Svikin staðfest
16.9.2010 | 21:15
Þar er sagt frá manni sem var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi. Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum og mun hann verða kærður fyrir ölvunarakstur, akstur sviptur ökurétti og hegningarlagabrot með því að hafa notað ófalsað skjal í blekkingarskyni.
Þarna er eitt af brotum mannsins að hafa notað ófalsað skjal í blekkingarskyni! Nákvæmlega þetta hafa íslenskar fjármálastofnanir gert á undanförnum árum og framið hegningarlagabrot með hliðsjón af ofangreindri frétt.
Ófölsuð greiðsluáætlun er notuð í blekkingarskyni í samningum við neytendur, þeim gerð grein fyrir lánakjörum sem stóðust ekki lög, lánasamningar voru ólöglegir og villandi, og nú hefur Hæstiréttur leyft að slíkum lánakjörum sé breytt eftir á neytendum í óhag, þvert ofan í c-lið 36.gr.samningalaga.
Við samningsgerð var neytendum afhent greiðsluáætlun enda er það skylda lánveitanda að afhenda slíka áætlun við samningsgerð um neytendalán, til að neytendur geti borið saman mismunandi lánasamninga. Lánveitanda er óheimilt að innheimta vexti eða lánakostnað sem ekki er tilgreindur í samningi, sbr. 14.gr. laga um neytendalán. Miðað við dóm Hæstaréttar er þetta skjal, greiðsluáætlun, algjörlega marklaust og hefur ekkert gildi. Fjármálafyrirtækin mega greinilega bara setja fram einhverja þvættingsáætlun, byggða á ólöglegum forsendum, en þurfa ekki að standa við hana að öðru leyti, frekar en hún væri notaður klósettpappír. Hver er þá tilgangurinn með slíku skjali? Tilgangur ESB var alla vega neytendavernd en það skilar sér ekki í framkvæmd slíkra laga á Íslandi.
Þegar viðskiptavinir fjármálafyrirtækjanna gengu til samninga um gengistryggð lán voru þeir blekktir. Viljandi eða óviljandi, það sem stendur upp úr er að neytendur voru blekktir til ólöglegra viðskipta! Viðskipta, sem nú hafa fengið nýja og allt aðra og óhagstæðari stöðu en samið var um. Stöðu, sem neytendur hefðu hugsanlega aldrei haft vilja til að koma sér í ef ekki hefði verið haft rangt við í upphafi. En nú situr almennur neytandi uppi með svikin staðfest af Hæstarétti. Fjármálafyrirtækin hafa algjörlega frítt spil. Mega greinilega gefa út hvaða vitleysu sem er, enda sérfróður aðili, en bera á henni enga ábyrgð því dómsvaldið leysir þá úr snörunni. Snöru sem þeir nú setja á neytendur.
Þetta er ótrúlegt staða. Neytendaverndartilskipun Evrópusambandsins, nr. 93/13/EBE, innleidd með breytingu á 36.gr. laga um samningsgerð frá 1936, hefur ekkert að segja í Hæstarétti! Dómur dagsins bætir ekki siðferði í íslensku fjármálakerfi.
En er ríkið að einhverju leyti bótaskylt? Í tilskipuninni segir að aðildarríki eigi að sjá til þess að óréttmæta skilmála sé ekki að finna í samningum sem seljandi eða veitandi gerir við neytendur og ef slíkir skilmálar finnast þrátt fyrir allt, þá séu þeir ekki bindandi fyrir neytendur og samningur verði áfram bindandi fyrir samningsaðila með þessum skilmálum ef hann getur gilt áfram án hinna óréttmætu ákvæða. Íslenska ríkið stóð ekki við skyldu sína og kom ekki í veg fyrir óréttmætir samningsskilmálar væru settir í neytendasamninga. Raunar brást ríkið ekki við á neinn hátt þrátt fyrir að bent væri á slíka óréttmæta skilmála! Er það þá þar með orðið bótaskylt?
Staðfesti dóm héraðsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#63. Árni Páll, lán með gengisviðmiði ERU ólögmæt!
16.9.2010 | 17:51
Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#62. Hafnarflopp!
8.9.2010 | 13:59
Árni Johnsen ætlar að verða þjóðinni dýr. Hann fékk styrk til að byggja sér bjálkahús,
hann stal frá Þjóðleikhúsinu, nú er 4 milljarða hugarfóstur hans, Landeyjahöfn
óhentug fyrir Herjólf á þá heimtar hann nýtt skip. Ætli hann vilji ekki fá göng líka? Hvenær losnum við við þetta sníkjudýr af Alþingi?
Lóðsinn sat fastur í höfninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#61. Hvað ef Ragnhildur hefði ekki þagað?
3.9.2010 | 13:32
Hvað hefði gerst ef Ragnhildur hefði ekki þagað yfir þessum svikum og farið til yfirvalda með vitneskju sína? Eru líkur á að þessi svikamylla hefði samt náð þeim fjárupphæðum af almenningi og bönkum sem hún þó náði? Hefði botninn kannski verið sleginn fyrr úr tunnu Hannesar og félaga, þ.m.t. Jóns Ásgeirs, og staða íslensks efnahagslífs verið eilítið betri fyrir vikið?
Ég er ekki að benda á Ragnhildi sem sökudólg í þessu sambandi, einungis að benda á hvað þögn æðstu stjórnenda getur haft í för með sér ef þeim öðlast vitneskja um vafasama eða ólöglega gjörninga eigenda eða æðri stjórnenda, en gera ekkert í því að stoppa slíkt.
Svikamyllan afhjúpast enn frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 29.9.2010 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#60. Og allir flugvellir opnir!
3.9.2010 | 13:20
Öskuryk á höfuðborgarsvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)