Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
#166. Ber enginn ábyrgð á þessu Helgi Hjörvar?
26.10.2012 | 18:32
Ítrekað hefur verið gengið of langt í aðgerðum vegna lána með gengistryggingu segir Helgi Hjörvar. En aldrei hefur neinn verið ákærður eða verið látinn sæta ábyrgð á þessum gjörningum sem kostað hafa heimili og fyrirtæki tugi milljarða á sl. árum.
Hvað vill formaður efnahags- og viðskiptanefndar gera við forsvarsmenn þessara fyrirtækja, núverandi sem fyrrverandi, sem bera ábyrgð á gerð þessara ólögmætu samningsskilmála, öllum ólögmætum innheimtuaðgerðum, uppboðum á ólögmætum forsendum svo ekki sé minnst á allar ólögmætu vörslusviptingarnar í skjóli nætur? Eiga þeir ekki að sæta ábyrgð gjörða sinna?
Vill að bankarnir skili eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#165. Endurreikningur á bílalánum er óþarfur.
26.10.2012 | 13:09
Reiknivél sett upp hjá umboðsmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#164. Hvers vegna þarf að endurreikna bílalánasamninga?
26.10.2012 | 13:05
Hvers vegna þarf að endurreikna bílalán þar sem fyrir lá við undirritun fjöldi gjalddaga, heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar, eins og lánveitanda ber að kynna við gerð lánssamnings? Hvers vegna er ekki litið á slíka greiðsluáætlun, sem er hluti lánssamningsins, og þann heildarlántökukostnað sem þar er birtur sem takmarkandi þátt við innheimtu slíks lánssamnings? Þar voru aðilar upplýstir og sammála um hvað samningurinn ætti að kosta.
Ef keypt er sjónvarp, eða tölva, t.d. á raðgreiðslum, kemur fram á samningi frá söluaðila, fjöldi greiðslna, upphæð þeirra og sú heildargreiðsla sem inna á af hendi á samningstímanum. Hvers vegna er ekki farið með bílalán með sama hætti? Hve margir bílalánasamningar innihalda heimildir um að heildarlántökukostnaður samningsins geti, eða megi, breytast?
Lánveitanda er óheimilt að innheimta lántökukostnað sem gefur hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar en kynnt er við samningsgerð. Endurreikningur slíks samnings á síðari stigum, sem breytir kostnaði samningsins með íþyngjandi hætti er ólöglegur. Hvers vegna er þetta talið heimilt í dag þegar samningar innihalda ekki heimildir til slíkra breytinga?
Fagnar frumkvæði Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)