Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
#232. Ekki benda á mig!
16.12.2014 | 07:21
Það er öllum ljóst er hafa séð aðfarirnar sem beitt var við handtökuna, að handtakan var of harkaleg í ljósi aðstæðna, a) konan var mjög ölvuð, og b) auka liðstyrkur var inni í bílnum og lítið mál að taka yfirvegaða ákvörðun að handtaka konuna á innan við mínútu. En í stað þess að viðurkenna dóminn og læra af honum lexíu, segir Landssamband lögreglumanna að hann sé of harður!
Ekki benda á mig kemur upp í hugann! Ísland breytist aldrei. Enginn ætlar að draga lærdóm af neinu sem kemur upp í þjóðfélaginu.
PS: Tek fram að ég þekki ekki málsaðila.
Landssamband styður lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#231. Allt fullt af engu, næstum því hvergi!
11.12.2014 | 17:57
Í fréttinni er haft eftir vísindamanni: "Ef hulduorka er að vaxa og hulduefni að hverfa þá munum við enda með stóran, tóman, leiðinlegan alheim með næstum því engu í sér."
Ég er nú svo einfaldur að ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég tel að alltaf komi eitthvað í staðinn fyrir annað, hvað sem einhver staðallíkön sýna. Tel að í þau vanti einhverja breytu, sem vísindamenn vita ekki hver er, og geta þess vegna ekki sett inn. Þar með sýnir líkanið ranga útkomu. Eins og loftslagslíkön!
Hulduorkan að éta upp efnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#230. Eigum við þá ekki að sleppa jólafríum líka?
10.12.2014 | 19:36
Það er algjörlega út í hött, að formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar tali með þessum hætti þegar þáttaka í samkomunni er valkvæð.
Og hvers vegna eiga skólar að hundsa stærstu fjölskylduhátíð samfélagsins þó rætur hennar liggi í kristni? Áróður gegn gömlum og grónum íslenskum siðum og gildum er komin út á tún þegar talað er með þessum hætti. Jólin eru kristin hátíð, en þó fara skólar í jólafrí. Er það eitthvað öðruvísi en svona samverustund? Er það ekki bara alveg ótækt líka? Á ekki bara að hafa mætingu í skóla yfir jólahátíðina valkvæða svo nemendur og foreldrar séu ekki neyddir af skólayfirvöldum til að fara í jólafrí?
Ég vonast til að Langholtsskóli taka saman tölfræði um hversu mikill fjöldi nemenda, þ.m.t. eftir ákvörðunum foreldra þeirra, kýs að fara ekki til kirkju, og að mbl.is birti frétt ekki seinna enn á föstudeginum 19.des um niðurstöður samantektarinnar. Þar með kæmi það fram svart á hvítu hve mikið hlutfall ákveður að taka þátt í þessari jólaskemmtun.
Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
#229. Ekki ný sannindi!
4.12.2014 | 07:31
Ég veit að margir þingmenn þekkja það frá verktökum og einstaklingum að þeir segja farir sínar misjafnar í samskiptum við þessi fyrirtæki, en maður hefur ekki haft þetta svona svart á hvítu hvernig dæmið stendur.
Þetta eru ekki ný sannindi sem Jón Gunnarsson, Flokksmaður, færir þingheimi úr ræðustól Alþingis um framferði Lýsingar í uppgjöri við viðskiptamenn sína, og því ekki rétt að þetta hafi ekki verið til svart á hvítu til þessa. Lýsing hefur tíðkað svona framferði um árabil, að verðmeta eignir langt undir verðmæti, sækja þær og selja, og rukka síðan fyrirtæki og einstaklinga um mismuninn, jafnvel miðað við þeirra verðmat en ekki raunverulegt söluverðmæti. Á þetta hefur verið bent síðan umræðan um lögmæti gengistryggðra lána hófst en stjórnvöld hafa ekkert aðhafst gegn þessu glæpafyrirtæki, ekkert frekar en þau aðhöfðust ekkert gegn öðru glæpafyrirtæki sem þá var, SP-Fjármögnun hf.
Nú virðist hins vegar svo komið að aðilar tengdir Flokknum eru farnir að finna fyrir Lýsingu hf., og þá er við hæfi að Alþingi taki til sinna ráða, eða hvað?
Verðmat langt undir söluverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)